Anníe Mist leikur sér nú að martröðinni sinni frá fyrstu heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir hefur tekið því sem áskorun að takast á við hringina og muscle-up greinina sem reyndist henni svo erfið á fyrstu heimsleikunum. Youtube/Dóttir Anníe Mist Þórisdóttir er sexfaldur verðlaunahafi frá heimsmeistaramótinu í CrossFit en væri kannski með fleiri verðlaun frá leikunum ef ekki væri fyrir eina sannkallaða martraðagrein hennar á fyrstu heimsleikunum árið 2009. Anníe Mist keppti í fyrsta sinn á stærsta sviðinu í Kaliforníu fyrir meira en þrettán árum síðan og vakti þá mikla athygli fyrir vaska framgöngu fyrstu dagana. Lokadagurinn reyndist hins vegar þyngri þraut en hún réði við. Þeir sem sáu Anníe keppa á þessum leikum muna ekki aðeins eftir því hversu vel hún stimplaði sig inn heldur einnig eftir matraðargreininni undir lokin sem sá til þess öðru fremur að hún datt alla leið niður í ellefta sætið. Við erum að tala um muscle-up grein, upplyftingar í hringjum, en Anníe átti að klára fimmtán slíkar í lokagreininni á heimsleikunum 2009. Anníe hafði aldrei prófað slíkt áður og tókst ekki að klára greinina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f70fqkktDxU">watch on YouTube</a> Það tók tíma fyrir Anníe Mist að ná tökum á þessari krefjandi æfingu en hún hefur í gegnum tíðina tekið það sem áskorun að ná þessu. Nú síðast setti Anníe inn myndband af sér gera þessar muscle-up æfingar með glans og má finna það hér fyrir neðan. „Ég hef óttast muscle-up æfingar í keppnum og þetta hefur verið hindrun sem ég hef þurft að komast yfir,“ skrifaði Anníe Mist. „Já ég er orðin svo miklu betri í þeim og á þessum tímapunkti þá elska ég að æfa mig í þeim. Ég verð spennt þegar ég sé þær sem hluta af æfingu á mótum af því að það er tækifæri fyrir mig að komast enn lengra og yfirvinna óttann,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Anníe Mist keppti í fyrsta sinn á stærsta sviðinu í Kaliforníu fyrir meira en þrettán árum síðan og vakti þá mikla athygli fyrir vaska framgöngu fyrstu dagana. Lokadagurinn reyndist hins vegar þyngri þraut en hún réði við. Þeir sem sáu Anníe keppa á þessum leikum muna ekki aðeins eftir því hversu vel hún stimplaði sig inn heldur einnig eftir matraðargreininni undir lokin sem sá til þess öðru fremur að hún datt alla leið niður í ellefta sætið. Við erum að tala um muscle-up grein, upplyftingar í hringjum, en Anníe átti að klára fimmtán slíkar í lokagreininni á heimsleikunum 2009. Anníe hafði aldrei prófað slíkt áður og tókst ekki að klára greinina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f70fqkktDxU">watch on YouTube</a> Það tók tíma fyrir Anníe Mist að ná tökum á þessari krefjandi æfingu en hún hefur í gegnum tíðina tekið það sem áskorun að ná þessu. Nú síðast setti Anníe inn myndband af sér gera þessar muscle-up æfingar með glans og má finna það hér fyrir neðan. „Ég hef óttast muscle-up æfingar í keppnum og þetta hefur verið hindrun sem ég hef þurft að komast yfir,“ skrifaði Anníe Mist. „Já ég er orðin svo miklu betri í þeim og á þessum tímapunkti þá elska ég að æfa mig í þeim. Ég verð spennt þegar ég sé þær sem hluta af æfingu á mótum af því að það er tækifæri fyrir mig að komast enn lengra og yfirvinna óttann,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira