VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2022 13:00 Orri Páll segir VG hafa sett nokkra fyrirvara við frumvarpið, sem hefur verið lagt fyrir þingið. Vísir Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um auknar forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Meðal þess sem í því felst er að lögregla fær auknar heimildir til eftirlits en dómsmálaráðherra hefur sagt að þær heimildir eigi aðeins við um skipulagða brotastarfsemi og ógn við ríkið. Lögregla verði að gæta hófs Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu þegar afgreitt frumvarpið úr þingflokki en VG lauk því verki í gær. „Við í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs teljum ástæðu til að árétta að þó sé gert ráð fyrir að lögregla hafi eftirlit með einstaklingum eða hópum til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi þá skuli lögregla alltaf gæta hófs við beitingu slíkra rannsóknaraðferða,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna. Þannig sé slíkum rannsóknaraðferðum aðeins beitt þegar það telst nauðsynlegt og gangi ekki lengra en raunverulegt og rökstutt tilefni er til. Þá er að sögn Orra Páls hluti af frumvarpinu aukið eftirlit með störfum lögreglu, sem bæði lögmenn, þingmenn og lögregla sjálf hefur kallað eftir. Alþingi verði að koma að borðinu þegar reglum um vopnaburð er breytt Þá hefur verið til umræðu að auka við vopnaburð lögreglu og heimila rafvopn, þó það sé ekki hluti af frumvarpinu. „Það markar styrk samfélagsins og Íslands sem réttarríkis að það heyrir til algerra undantekninga að lögregla þurfi að beita vopnavaldi. Þannig að við leggjum líka áherslu á það hjá okkur og viljum árétta þá afstöðu að vopnaburður lögreglu skuli ekki verða almennur hér á landi og slíkt skuli forðast í lengstu lög,“ segir Orri Páll. Þá vilji þingflokkurinn að þingnefndin sem taki málið fyrir skoði hvort ráðherra beri að hafa samráð við Alþingi áður en reglum um vopnaburð lögreglu verður breytt. Á mánudag lagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til auknar fjárheimildir til lögreglu. Hluti þeirra fjármuna er eyrnamerktur baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Þó svo þetta frumvarp næði ekki fram að ganga, sem ég er ekki að segja að það geri ekki, þá sé full ástæða til að styðja og styrkja við lögregluna,“ sagði Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG. Vinstri græn Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. 21. nóvember 2022 14:30 Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um auknar forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Meðal þess sem í því felst er að lögregla fær auknar heimildir til eftirlits en dómsmálaráðherra hefur sagt að þær heimildir eigi aðeins við um skipulagða brotastarfsemi og ógn við ríkið. Lögregla verði að gæta hófs Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu þegar afgreitt frumvarpið úr þingflokki en VG lauk því verki í gær. „Við í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs teljum ástæðu til að árétta að þó sé gert ráð fyrir að lögregla hafi eftirlit með einstaklingum eða hópum til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi þá skuli lögregla alltaf gæta hófs við beitingu slíkra rannsóknaraðferða,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna. Þannig sé slíkum rannsóknaraðferðum aðeins beitt þegar það telst nauðsynlegt og gangi ekki lengra en raunverulegt og rökstutt tilefni er til. Þá er að sögn Orra Páls hluti af frumvarpinu aukið eftirlit með störfum lögreglu, sem bæði lögmenn, þingmenn og lögregla sjálf hefur kallað eftir. Alþingi verði að koma að borðinu þegar reglum um vopnaburð er breytt Þá hefur verið til umræðu að auka við vopnaburð lögreglu og heimila rafvopn, þó það sé ekki hluti af frumvarpinu. „Það markar styrk samfélagsins og Íslands sem réttarríkis að það heyrir til algerra undantekninga að lögregla þurfi að beita vopnavaldi. Þannig að við leggjum líka áherslu á það hjá okkur og viljum árétta þá afstöðu að vopnaburður lögreglu skuli ekki verða almennur hér á landi og slíkt skuli forðast í lengstu lög,“ segir Orri Páll. Þá vilji þingflokkurinn að þingnefndin sem taki málið fyrir skoði hvort ráðherra beri að hafa samráð við Alþingi áður en reglum um vopnaburð lögreglu verður breytt. Á mánudag lagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til auknar fjárheimildir til lögreglu. Hluti þeirra fjármuna er eyrnamerktur baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Þó svo þetta frumvarp næði ekki fram að ganga, sem ég er ekki að segja að það geri ekki, þá sé full ástæða til að styðja og styrkja við lögregluna,“ sagði Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG.
Vinstri græn Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. 21. nóvember 2022 14:30 Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08
Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. 21. nóvember 2022 14:30
Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent