Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 19:49 Martinez sést hér gefa Eden Hazard fyrirmæli áður en sá síðarnefndi kom inn sem varamaður í leiknum gegn Króatíu í dag. Vísir/Getty Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. Roberto Martinez hefur verið þjálfari Belgíu síðan árið 2016 en undir hans stjórn vann Belgía bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Fyrir mótið í Katar var Belgía í öðru sæti heimslista FIFA og því gríðarleg vonbrigði fyrir Martinez og félaga að hafa fallið úr keppni eftir riðlakeppnina. „Þetta var minn síðasti leikur, það eru sex ár liðin. Ég kom hingað með það markmið að ná sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. Við vorum mjög einbeittir í því verkefni og unnum til bronsverðlauna. Ég er mjög stoltur af þessum leikmönnum, þetta hefur verið stórkostlegt,“ sagði Martinez eftir leikinn gegn Króatíu í dag. „Þetta hafa verið sex ár þar sem við höfum getað allt sem við viljum gera. Þetta lið hefur fært fólki mikla gleði. Nú er kominn tími til að ég sætti við mig að þetta sé búið. Ég er ekki að segja af mér, samningurinn minn er útrunninn.“ Hann segist hafa fengið fjölmörg boð um önnur störf á þeim tíma sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá Belgíu. „Síðan 2018 hef ég haft mörg tækifæri til að fara annað og taka starfi sem þjálfari félagsliðs. Ég vildi standa við mitt.“ HM 2022 í Katar Belgía Tengdar fréttir Belgar úr leik eftir klúður Lukaku Króatía, silfurlið síðasta HM, komst í dag áfram í 16-liða úrslit HM í fótbolta í Katar en sendi um leið Belga heim. Belgar fengu dauðafæri til að komast yfir í seinni hálfleiknum. 1. desember 2022 16:52 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Roberto Martinez hefur verið þjálfari Belgíu síðan árið 2016 en undir hans stjórn vann Belgía bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Fyrir mótið í Katar var Belgía í öðru sæti heimslista FIFA og því gríðarleg vonbrigði fyrir Martinez og félaga að hafa fallið úr keppni eftir riðlakeppnina. „Þetta var minn síðasti leikur, það eru sex ár liðin. Ég kom hingað með það markmið að ná sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. Við vorum mjög einbeittir í því verkefni og unnum til bronsverðlauna. Ég er mjög stoltur af þessum leikmönnum, þetta hefur verið stórkostlegt,“ sagði Martinez eftir leikinn gegn Króatíu í dag. „Þetta hafa verið sex ár þar sem við höfum getað allt sem við viljum gera. Þetta lið hefur fært fólki mikla gleði. Nú er kominn tími til að ég sætti við mig að þetta sé búið. Ég er ekki að segja af mér, samningurinn minn er útrunninn.“ Hann segist hafa fengið fjölmörg boð um önnur störf á þeim tíma sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá Belgíu. „Síðan 2018 hef ég haft mörg tækifæri til að fara annað og taka starfi sem þjálfari félagsliðs. Ég vildi standa við mitt.“
HM 2022 í Katar Belgía Tengdar fréttir Belgar úr leik eftir klúður Lukaku Króatía, silfurlið síðasta HM, komst í dag áfram í 16-liða úrslit HM í fótbolta í Katar en sendi um leið Belga heim. Belgar fengu dauðafæri til að komast yfir í seinni hálfleiknum. 1. desember 2022 16:52 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Belgar úr leik eftir klúður Lukaku Króatía, silfurlið síðasta HM, komst í dag áfram í 16-liða úrslit HM í fótbolta í Katar en sendi um leið Belga heim. Belgar fengu dauðafæri til að komast yfir í seinni hálfleiknum. 1. desember 2022 16:52