„Ef þú ert lofthræddur hættu þá bara strax keppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2022 11:30 Burj Khalifa byggingin í Dubaí er sú hæsta í heimi. Getty/ Jakub Porzycki Það var boðið upp á mjög sérstaka fyrstu grein á Dubai Fitness Championship CrossFit mótinu sem hófst í dag. Dubai Fitness Championship er eitt af stóru CrossFit mótunum á tímabilinu enda vanalega veglegt verðlaunafé í boði. Ísland á ekki keppenda á mótinu að þessu sinni en kannski væru einhver af okkar besta CrossFit fólki spennt fyrir nýstárlegri grein sem er boðið upp á þetta árið. Í fyrra þurftu keppendur meðal annars að hlaupa í snjó í miðri eyðimörkinni en að þessu sinni þurfa þeir að glíma við hæsta hús í heimi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Fyrsta greinin á mótinu í ár fór fram í hinni heimsfrægu Burj Khalifa byggingu sem er hæsta bygging heims og kennileiti Dúbaí borgarinnar. Skýjakljúfurinn var opnaður árið 2010 en hann er 829 metrar á hæð. Í fyrstu greininni á Dubai Fitness mótinu þá áttu keppendur að hlaupa upp 2909 tröppur með þyngingarvesti. Það var búist við því að það taki þá bestu um fjörutíu mínútur að komast alla leið upp en bestu karlarnir kláruðu á hálftíma og bestu konurnar á 32 mínútum. Keppendur byrjuðu á jörðu niðri og hlupu alla leið upp á 160. hæð byggingarinnar. Þetta voru engin tímahámörk í gangi en til þess að fá að halda áfram keppni þá þarftu að klára alla 2909 tröppurnar. „Ef þú ert lofthræddur hættu þá bara strax keppni. Ég er að segja þetta í fullri alvöru. Ekki reyna þetta,“ sagði Saud Al-Shamsi, viðburðarstjóri Dubai Fitness Championship, í samtali við Morning Chalk Up vefinn. View this post on Instagram A post shared by Dubai Fitness Championship (@dxbfitnesschamp) CrossFit Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Dubai Fitness Championship er eitt af stóru CrossFit mótunum á tímabilinu enda vanalega veglegt verðlaunafé í boði. Ísland á ekki keppenda á mótinu að þessu sinni en kannski væru einhver af okkar besta CrossFit fólki spennt fyrir nýstárlegri grein sem er boðið upp á þetta árið. Í fyrra þurftu keppendur meðal annars að hlaupa í snjó í miðri eyðimörkinni en að þessu sinni þurfa þeir að glíma við hæsta hús í heimi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Fyrsta greinin á mótinu í ár fór fram í hinni heimsfrægu Burj Khalifa byggingu sem er hæsta bygging heims og kennileiti Dúbaí borgarinnar. Skýjakljúfurinn var opnaður árið 2010 en hann er 829 metrar á hæð. Í fyrstu greininni á Dubai Fitness mótinu þá áttu keppendur að hlaupa upp 2909 tröppur með þyngingarvesti. Það var búist við því að það taki þá bestu um fjörutíu mínútur að komast alla leið upp en bestu karlarnir kláruðu á hálftíma og bestu konurnar á 32 mínútum. Keppendur byrjuðu á jörðu niðri og hlupu alla leið upp á 160. hæð byggingarinnar. Þetta voru engin tímahámörk í gangi en til þess að fá að halda áfram keppni þá þarftu að klára alla 2909 tröppurnar. „Ef þú ert lofthræddur hættu þá bara strax keppni. Ég er að segja þetta í fullri alvöru. Ekki reyna þetta,“ sagði Saud Al-Shamsi, viðburðarstjóri Dubai Fitness Championship, í samtali við Morning Chalk Up vefinn. View this post on Instagram A post shared by Dubai Fitness Championship (@dxbfitnesschamp)
CrossFit Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira