Kynþokkafullur Kóreumaður leikur sama leik og Rúrik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2022 11:01 Mun Cho Gue-sung vinna þýskan dansþátt eins og Rúrik Gíslason. vísir/getty Fjöldi fylgjenda suður-kóreska framherjans Cho Gue-sung á Instagram hefur margfaldast síðan að HM í Katar hófst, ekki ósvipað því sem gerðist hjá Rúrik Gíslasyni á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum. Cho skoraði bæði mörk Suður-Kóreu í 3-2 tapinu fyrir Gana með flottum kollspyrnum. Það hafði sitt að segja með auknar vinsældir hans á samfélagsmiðlar að gera en einnig að Cho þykir með myndarlegri mönnum. Fyrir HM var hann með um tuttugu þúsund fylgjendur á Instagram. Núna eru þeir 1,6 milljónir. Þokkalegasta ávöxtun þar á ferðinni. Áreitið á Cho er mikið og hann neyddist til að slökkva á símanum sínum vegna fjölda skilaboða, bónorða og annars í þeim dúr. „Hann þurfti að fá smá hvíld. Síminn hans var á fullu alla nóttina og hélt fyrir honum vöku. Hann reyndi að einbeita sér að fótboltanum en skilaboðin hrönnuðust inn,“ sagði suður-kóreski blaðamaðurinn Seo Jung-hwan í frétt The Athletic um ótrúlegar vinsældir Chos. South Korea striker Cho Gue-sung has had to switch off his phone.He's gone from having thousands of Instagram followers at the start of the World Cup to 1.6m and counting.Not because of his goals, but because he's so ridiculously handsome.@DTathletic on the hashtag hunk.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 2, 2022 Þær minna um margt á athyglina sem Rúrik fékk á HM í Rússlandi. Hann vakti þar ekki bara athygli fyrir frammistöðu sína inni á vellinum heldur einnig fyrir fegurð og þokka. Rúrik varð skyndilega stjarna á Instagram og vinsældir hans þar opnuðu ýmsar dyr fyrir hann. Hann hefur meðal annars leikið í bíómynd, setið fyrir í frægum tímaritum og vann dansþátt í Þýskalandi. Cho og félagar hans í suður-kóreska landsliðinu mæta Portúgal í lokaleik sínum í H-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Suður-Kórea þarf að vinna og treysta á hagstæð úrslit í leik Gana og Úrúgvæ til að komast í sextán liða úrslit. HM 2022 í Katar HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Cho skoraði bæði mörk Suður-Kóreu í 3-2 tapinu fyrir Gana með flottum kollspyrnum. Það hafði sitt að segja með auknar vinsældir hans á samfélagsmiðlar að gera en einnig að Cho þykir með myndarlegri mönnum. Fyrir HM var hann með um tuttugu þúsund fylgjendur á Instagram. Núna eru þeir 1,6 milljónir. Þokkalegasta ávöxtun þar á ferðinni. Áreitið á Cho er mikið og hann neyddist til að slökkva á símanum sínum vegna fjölda skilaboða, bónorða og annars í þeim dúr. „Hann þurfti að fá smá hvíld. Síminn hans var á fullu alla nóttina og hélt fyrir honum vöku. Hann reyndi að einbeita sér að fótboltanum en skilaboðin hrönnuðust inn,“ sagði suður-kóreski blaðamaðurinn Seo Jung-hwan í frétt The Athletic um ótrúlegar vinsældir Chos. South Korea striker Cho Gue-sung has had to switch off his phone.He's gone from having thousands of Instagram followers at the start of the World Cup to 1.6m and counting.Not because of his goals, but because he's so ridiculously handsome.@DTathletic on the hashtag hunk.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 2, 2022 Þær minna um margt á athyglina sem Rúrik fékk á HM í Rússlandi. Hann vakti þar ekki bara athygli fyrir frammistöðu sína inni á vellinum heldur einnig fyrir fegurð og þokka. Rúrik varð skyndilega stjarna á Instagram og vinsældir hans þar opnuðu ýmsar dyr fyrir hann. Hann hefur meðal annars leikið í bíómynd, setið fyrir í frægum tímaritum og vann dansþátt í Þýskalandi. Cho og félagar hans í suður-kóreska landsliðinu mæta Portúgal í lokaleik sínum í H-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Suður-Kórea þarf að vinna og treysta á hagstæð úrslit í leik Gana og Úrúgvæ til að komast í sextán liða úrslit.
HM 2022 í Katar HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira