Þóra greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Við mynd af dótturinni skrifar hún: „Við kynnum með stolti; fullkomið stúlkubarn❤️.“
Þóra á fyrir eina dóttur, Kötlu Þórudóttir. Þóra er fædd árið 1979 en Arnar er þremur árum yngri, fæddur árið 1982.
Þau voru um tíma saman með útvarpsþáttinn Inni á Rás 1. Þar var fjallað um sköpun þess sem hefur átt sér stað í íslenskum fangelsum í gegnum tíðina og athygli vakin á því hvernig fangar hafa tjáð sig í listaformi á meðan þeir sátu inni.