Ákært fyrir hatursglæpi vegna árásarinnar á Club Q Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 17:06 Fimm dóu og sautján særðust í skothríðinni á Club Q í Colorado Springs. AP/Thomas Peipert Saksóknarar í Colorado hafa ákært árásarmanninn sem skaut fimm til bana og særði sautján á Club Q, skemmtistað fyrir hinsegin fólk, í Colorado Springs í síðasta mánuði í 305 ákærum og þar á meðal fyrir hatursglæpi og morð. Anderson Lee Aldrich sem er 22 ára gamalt var flutt fyrir dómara í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar. Aldrich mun hafa gengið inn á skemmtistaðinn í skotheldu vesti og með hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra, skömmu fyrir miðnætti þann 19. nóvember. Aldrich hóf skothríð en var fljótt yfirbugað af viðskiptavinum Club Q. Vitni segja hán hafa byrjað að skjóta á fólk sem hafi staðið við bar Club Q og síðan skotið á fólk á dansgólfi staðarins. Lögmenn Aldrich hafa sagt hán kynsegin en í fyrstu var beðið með að ákæra hán fyrir hatursglæpi. Saksóknarar hafa síðan þá verið að afla sönnunargagna um það hvort hatur hafi verið ástæða árásar Aldrich. Verði hán fundið sekt gæti Aldrich verið dæmt í lífstíðarfangelsi. Enn hefur ekkert verið opinberað um það hvort Aldrich hafi gefið eitthvað upp um tilefni árásarinnar. Hins vegar segir AP fréttaveitan að dómari hafi í dag sagt að gögn málsins yrðu opinberuð á morgun. Þeirri ákvörðun voru lögmenn Aldrich ósammála og segja að það muni koma niður á rétti háns til sanngjarnra réttarhalda vegna umfjöllunar fjölmiðla um málið. AP segir einnig að rúmu ári fyrir árásina hafi Aldrich verið handtekið vegna ásakana um að sprengjuhótunar sem leiddi til þess að tíu heimili voru rýmd. Þá hótaði hán því að sprengja upp heimili fjölskyldu háns með heimagerðri sprengju. Blaðamenn fréttaveitunnar komu höndum yfir myndband af Aldrich fyrir utan heimili móður háns, þar sem hán sagði henni að lögreglan væri á leiðinni og hán myndi deyja. Aldrich var handtekið fyrir sprengjuhótunina og meint mannrán en málið var innsiglað skömmu síðar og óljóst er hvort ákært var í málinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Anderson Lee Aldrich sem er 22 ára gamalt var flutt fyrir dómara í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar. Aldrich mun hafa gengið inn á skemmtistaðinn í skotheldu vesti og með hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra, skömmu fyrir miðnætti þann 19. nóvember. Aldrich hóf skothríð en var fljótt yfirbugað af viðskiptavinum Club Q. Vitni segja hán hafa byrjað að skjóta á fólk sem hafi staðið við bar Club Q og síðan skotið á fólk á dansgólfi staðarins. Lögmenn Aldrich hafa sagt hán kynsegin en í fyrstu var beðið með að ákæra hán fyrir hatursglæpi. Saksóknarar hafa síðan þá verið að afla sönnunargagna um það hvort hatur hafi verið ástæða árásar Aldrich. Verði hán fundið sekt gæti Aldrich verið dæmt í lífstíðarfangelsi. Enn hefur ekkert verið opinberað um það hvort Aldrich hafi gefið eitthvað upp um tilefni árásarinnar. Hins vegar segir AP fréttaveitan að dómari hafi í dag sagt að gögn málsins yrðu opinberuð á morgun. Þeirri ákvörðun voru lögmenn Aldrich ósammála og segja að það muni koma niður á rétti háns til sanngjarnra réttarhalda vegna umfjöllunar fjölmiðla um málið. AP segir einnig að rúmu ári fyrir árásina hafi Aldrich verið handtekið vegna ásakana um að sprengjuhótunar sem leiddi til þess að tíu heimili voru rýmd. Þá hótaði hán því að sprengja upp heimili fjölskyldu háns með heimagerðri sprengju. Blaðamenn fréttaveitunnar komu höndum yfir myndband af Aldrich fyrir utan heimili móður háns, þar sem hán sagði henni að lögreglan væri á leiðinni og hán myndi deyja. Aldrich var handtekið fyrir sprengjuhótunina og meint mannrán en málið var innsiglað skömmu síðar og óljóst er hvort ákært var í málinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29