Ákært fyrir hatursglæpi vegna árásarinnar á Club Q Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 17:06 Fimm dóu og sautján særðust í skothríðinni á Club Q í Colorado Springs. AP/Thomas Peipert Saksóknarar í Colorado hafa ákært árásarmanninn sem skaut fimm til bana og særði sautján á Club Q, skemmtistað fyrir hinsegin fólk, í Colorado Springs í síðasta mánuði í 305 ákærum og þar á meðal fyrir hatursglæpi og morð. Anderson Lee Aldrich sem er 22 ára gamalt var flutt fyrir dómara í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar. Aldrich mun hafa gengið inn á skemmtistaðinn í skotheldu vesti og með hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra, skömmu fyrir miðnætti þann 19. nóvember. Aldrich hóf skothríð en var fljótt yfirbugað af viðskiptavinum Club Q. Vitni segja hán hafa byrjað að skjóta á fólk sem hafi staðið við bar Club Q og síðan skotið á fólk á dansgólfi staðarins. Lögmenn Aldrich hafa sagt hán kynsegin en í fyrstu var beðið með að ákæra hán fyrir hatursglæpi. Saksóknarar hafa síðan þá verið að afla sönnunargagna um það hvort hatur hafi verið ástæða árásar Aldrich. Verði hán fundið sekt gæti Aldrich verið dæmt í lífstíðarfangelsi. Enn hefur ekkert verið opinberað um það hvort Aldrich hafi gefið eitthvað upp um tilefni árásarinnar. Hins vegar segir AP fréttaveitan að dómari hafi í dag sagt að gögn málsins yrðu opinberuð á morgun. Þeirri ákvörðun voru lögmenn Aldrich ósammála og segja að það muni koma niður á rétti háns til sanngjarnra réttarhalda vegna umfjöllunar fjölmiðla um málið. AP segir einnig að rúmu ári fyrir árásina hafi Aldrich verið handtekið vegna ásakana um að sprengjuhótunar sem leiddi til þess að tíu heimili voru rýmd. Þá hótaði hán því að sprengja upp heimili fjölskyldu háns með heimagerðri sprengju. Blaðamenn fréttaveitunnar komu höndum yfir myndband af Aldrich fyrir utan heimili móður háns, þar sem hán sagði henni að lögreglan væri á leiðinni og hán myndi deyja. Aldrich var handtekið fyrir sprengjuhótunina og meint mannrán en málið var innsiglað skömmu síðar og óljóst er hvort ákært var í málinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Anderson Lee Aldrich sem er 22 ára gamalt var flutt fyrir dómara í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar. Aldrich mun hafa gengið inn á skemmtistaðinn í skotheldu vesti og með hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra, skömmu fyrir miðnætti þann 19. nóvember. Aldrich hóf skothríð en var fljótt yfirbugað af viðskiptavinum Club Q. Vitni segja hán hafa byrjað að skjóta á fólk sem hafi staðið við bar Club Q og síðan skotið á fólk á dansgólfi staðarins. Lögmenn Aldrich hafa sagt hán kynsegin en í fyrstu var beðið með að ákæra hán fyrir hatursglæpi. Saksóknarar hafa síðan þá verið að afla sönnunargagna um það hvort hatur hafi verið ástæða árásar Aldrich. Verði hán fundið sekt gæti Aldrich verið dæmt í lífstíðarfangelsi. Enn hefur ekkert verið opinberað um það hvort Aldrich hafi gefið eitthvað upp um tilefni árásarinnar. Hins vegar segir AP fréttaveitan að dómari hafi í dag sagt að gögn málsins yrðu opinberuð á morgun. Þeirri ákvörðun voru lögmenn Aldrich ósammála og segja að það muni koma niður á rétti háns til sanngjarnra réttarhalda vegna umfjöllunar fjölmiðla um málið. AP segir einnig að rúmu ári fyrir árásina hafi Aldrich verið handtekið vegna ásakana um að sprengjuhótunar sem leiddi til þess að tíu heimili voru rýmd. Þá hótaði hán því að sprengja upp heimili fjölskyldu háns með heimagerðri sprengju. Blaðamenn fréttaveitunnar komu höndum yfir myndband af Aldrich fyrir utan heimili móður háns, þar sem hán sagði henni að lögreglan væri á leiðinni og hán myndi deyja. Aldrich var handtekið fyrir sprengjuhótunina og meint mannrán en málið var innsiglað skömmu síðar og óljóst er hvort ákært var í málinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29