Flugvélahamur heyrir brátt sögunni til í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2022 11:19 Flugvélafarþegar í Evrópu munu geta notað síma sína takmarkanalaust á næsta ári. Getty Hinn svokallaði flugvélahamur (e. Airplane mode) mun brátt heyra sögunni til, í það minnsta í Evrópu, og munu flugfarþegar geta vafrað um á netinu og hringt í háloftunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélög geti veitt farþegum aðgang að 5G nettengingu í flugi. Ríkjum ESB hefur verið gefinn frestur til júní á næsta ári til að setja ákveðna 5G tíðni til hliðar fyrir flugvélar en notaðir verða sérstakir netbeinar í flugvélum sem veita eiga farþegum aðgang að internetinu og símaþjónustu. Lengi hafa verið uppi áhyggjur um að 5G sendingar á jörðu niðri geti haft áhrif á og truflað búnað í farþegaþotum. Mestar eru áhyggjurnar í Bandaríkjunum þar sem 5G kerfið notar sambærilega tíðni og ýmiss búnaður í flugvélum. Þar á meðal búnaður sem mælir hæð flugvéla frá jörðu. Því hafa yfirvöld í Bandaríkjunum takmarkað það hve nærri flugvöllum samskiptafyrirtæki geti reist 5G senda. Sjá einnig: Flugfélög vara við óreiðu vegna 5G BBC hefur eftir sérfræðingi að þetta eigi ekki við í Evrópu. 5G í Evrópu noti aðra tíðni en kerfið í Bandaríkjunum og í Evrópu hafi rannsóknir sýnt fram á að samskiptatæknin trufli búnað flugvéla ekki. Bandaríkjamenn ólíklegir til að vera með Sérfræðingar í Bandaríkjunum segja ólíklegt að þar verði tekin sambærileg ákvörðun og í Evrópu. Búnaður í flugvélum verði fyrir meiri truflunum frá 5G en í Evrópu en starfsmenn flugfélaga vestanhafs hafa þó unnið að því að gera endurbætur á viðkvæmum búnaði svo hann þoli betur 5G sendingar. Þessum endurbætum á að ljúka fyrir lok næsta árs. Einn sérfræðingur segir í samtali við Washington Post að tæknin til að gera farþegum flugvéla kleift að tala í síma sína hafi verið til staðar um árabil. Tom Wheeler, fyrrverandi yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna, sagðist hafa skoðað árið 2013 að breyta reglunum og leyfa fólki að nota síma í flugvélum. Hann hafi hins vegar mætt mikilli mótspyrnu innan fluggeirans en sú mótspyrna hafi snúið að því að ekki var vilji til að leyfa fólki að tala í síma sína, því það gæti komið niður á flugferð annarra farþega. Evrópusambandið Fréttir af flugi Fjarskipti Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Ríkjum ESB hefur verið gefinn frestur til júní á næsta ári til að setja ákveðna 5G tíðni til hliðar fyrir flugvélar en notaðir verða sérstakir netbeinar í flugvélum sem veita eiga farþegum aðgang að internetinu og símaþjónustu. Lengi hafa verið uppi áhyggjur um að 5G sendingar á jörðu niðri geti haft áhrif á og truflað búnað í farþegaþotum. Mestar eru áhyggjurnar í Bandaríkjunum þar sem 5G kerfið notar sambærilega tíðni og ýmiss búnaður í flugvélum. Þar á meðal búnaður sem mælir hæð flugvéla frá jörðu. Því hafa yfirvöld í Bandaríkjunum takmarkað það hve nærri flugvöllum samskiptafyrirtæki geti reist 5G senda. Sjá einnig: Flugfélög vara við óreiðu vegna 5G BBC hefur eftir sérfræðingi að þetta eigi ekki við í Evrópu. 5G í Evrópu noti aðra tíðni en kerfið í Bandaríkjunum og í Evrópu hafi rannsóknir sýnt fram á að samskiptatæknin trufli búnað flugvéla ekki. Bandaríkjamenn ólíklegir til að vera með Sérfræðingar í Bandaríkjunum segja ólíklegt að þar verði tekin sambærileg ákvörðun og í Evrópu. Búnaður í flugvélum verði fyrir meiri truflunum frá 5G en í Evrópu en starfsmenn flugfélaga vestanhafs hafa þó unnið að því að gera endurbætur á viðkvæmum búnaði svo hann þoli betur 5G sendingar. Þessum endurbætum á að ljúka fyrir lok næsta árs. Einn sérfræðingur segir í samtali við Washington Post að tæknin til að gera farþegum flugvéla kleift að tala í síma sína hafi verið til staðar um árabil. Tom Wheeler, fyrrverandi yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna, sagðist hafa skoðað árið 2013 að breyta reglunum og leyfa fólki að nota síma í flugvélum. Hann hafi hins vegar mætt mikilli mótspyrnu innan fluggeirans en sú mótspyrna hafi snúið að því að ekki var vilji til að leyfa fólki að tala í síma sína, því það gæti komið niður á flugferð annarra farþega.
Evrópusambandið Fréttir af flugi Fjarskipti Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira