Judge fær 360 milljónir dollara fyrir níu ára samning eða sem svarar rúmlega 51,1 milljarði íslenskra króna.
Það má segja að Judge hafi veðjað á sjálfan sig og uppskorið ríkulega fyrir það.
Breaking: Aaron Judge has agreed to a nine-year, $360 million contract to remain with the Yankees, sources confirmed to ESPN.
— ESPN (@espn) December 7, 2022
More on Judge's deal: https://t.co/rq2HA5zOTk pic.twitter.com/Pz8CsGbFSV
Judge hafði lengi verið í samningaviðræðum við New York Yankees, þar sem hann hefur spilað frá árinu 2016, en rann út á samning eftir síðasta tímabil eftir að samningar tókust ekki.
Síðasta tilboð Yankees var 213,5 milljónir dollara fyrir sjö ára samning.
Judge ákvað að fara á markaðinn og hlusta á fleiri tilboð. Yankees vildu alls ekki missa hann og buðu honum á endanum 146 milljónum dollurum meira en fyrir ári síðan. Samningur Judge hækkaði því um tuttugu milljarða króna á einu ári.
Hann átti líka eitt besta tímabilið í sögu hafnaboltans og skoraði 62 heimahafnahlaup sem er það mesta í sögu Ameríkudeildarinnar. Gamla metið átti Roger Maris og var það frá 1961.
Judge var að sjálfsögðu valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar en þetta er í fyrsta sinn sem þessi þrítugi leikmaður fær þau virtu verðlaun.
BREAKING: Aaron Judge has agreed to a 9-year, $360 million with the Yankees, per @Ken_Rosenthal.
— Joe Pompliano (@JoePompliano) December 7, 2022
That's nearly $770,000 per week, $110,000 per day, $4,600 per hour, or $76 per minute....for the next nine years.
Insane pic.twitter.com/B1tu28kjUM