Innlent

Raf­magns­laust víða í upp­sveitum Ár­nes­sýslu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Flúðum í Hrunamannahreppi. Myndin er úr safni.
Frá Flúðum í Hrunamannahreppi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Rafmagnslaust er víða í uppsveitum Árnessýslu eftir að bilun varð í aðveitustöðinni á Flúðum. Bilunin hefur áhrif í Hrunamannahreppi og Skeið- og Gnúpverjahreppi og er unnið að viðgerð.

Þetta kemur fram á vef RARIK. 

„Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9000,“ segir í tilkynningunni.

Sjá má kort af svæðinu sem bilunin nær yfir að neðan. 

 

RARIK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×