Ákall um 300 milljóna lífsbjörg Tómas A. Tómasson skrifar 8. desember 2022 12:00 Alkóhólismi er enginn venjulegur sjúkdómur. Hann hefur afdrifarík áhrif bæði á geðræna og líkamlega heilsu sjúklingsins og aðstandenda hans. Þannig getur óhófleg neysla áfengis og annarra vímuefna gjörbreytt persónuleika viðkomandi einstaklings til hins verra og alið af sér þráhyggju, fíkn, stjórnleysi og afneitun. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður rétt leiðir hann oft til dauða. Sjúklingurinn einangrast félagslega, hann missir atvinnuna og fjármálin fara í rúst. Lífsgleðin fjarar út, myrkrið tekur við og í sumum tilvikum er neyðarúrræðið sjálfsvíg. Þá eru ótaldar andvökunætur, angist og vonleysi aðstandenda sem ekkert fá að gert. En ég hef líka upplifað hvernig SÁÁ hefur kveikt lífslöngunina hjá fólki sem virtist í vonlausri stöðu vegna vímuefnaleyslu. Komið því á braut batans sem síðan heldur áfram með atfylgi AA samtakanna. Óumdeilt er að SÁÁ gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Með hverjum sjúklingi sem öðlast bata frá alkóhólisma gjörbreytist líðan margra í kringum hann. Í vaxandi fíkniefnavanda er sterkt ákall úti í samfélaginu eftir aukinni bráðaþjónustu SÁÁ og að stjórnvöld standi þétt við bakið á samtökunum. Biðlistarnir eru allt of langir og samtökin skortir 300 milljónir til að geta annað skilgreindu hlutverki sínu. Inga Sæland lagði fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2022 þess efnis að ríkið leggi SÁÁ til þessar 300 milljónir sem svo brýn þörf er á. Tillaga hennar var felld. Þá hefur Eyjólfur Ármannsson lagt fram breytingartilllögu að sömu fjárhæð við fjárlögin fyrir næsta ár. Við skulum vona að ríkisstjórnin sjái að sér og verði við ákalli þingmanna Flokks fólksins um þessa 300 milljóna króna lífsbjörg. Alltof margir látast hérlendis úr þessum skæða sjúkdómi á hverju ári og það er sár eftirsjá að þeim mannauði. Hér er einfaldlega svo mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Alkóhólismi er enginn venjulegur sjúkdómur. Hann hefur afdrifarík áhrif bæði á geðræna og líkamlega heilsu sjúklingsins og aðstandenda hans. Þannig getur óhófleg neysla áfengis og annarra vímuefna gjörbreytt persónuleika viðkomandi einstaklings til hins verra og alið af sér þráhyggju, fíkn, stjórnleysi og afneitun. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður rétt leiðir hann oft til dauða. Sjúklingurinn einangrast félagslega, hann missir atvinnuna og fjármálin fara í rúst. Lífsgleðin fjarar út, myrkrið tekur við og í sumum tilvikum er neyðarúrræðið sjálfsvíg. Þá eru ótaldar andvökunætur, angist og vonleysi aðstandenda sem ekkert fá að gert. En ég hef líka upplifað hvernig SÁÁ hefur kveikt lífslöngunina hjá fólki sem virtist í vonlausri stöðu vegna vímuefnaleyslu. Komið því á braut batans sem síðan heldur áfram með atfylgi AA samtakanna. Óumdeilt er að SÁÁ gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Með hverjum sjúklingi sem öðlast bata frá alkóhólisma gjörbreytist líðan margra í kringum hann. Í vaxandi fíkniefnavanda er sterkt ákall úti í samfélaginu eftir aukinni bráðaþjónustu SÁÁ og að stjórnvöld standi þétt við bakið á samtökunum. Biðlistarnir eru allt of langir og samtökin skortir 300 milljónir til að geta annað skilgreindu hlutverki sínu. Inga Sæland lagði fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2022 þess efnis að ríkið leggi SÁÁ til þessar 300 milljónir sem svo brýn þörf er á. Tillaga hennar var felld. Þá hefur Eyjólfur Ármannsson lagt fram breytingartilllögu að sömu fjárhæð við fjárlögin fyrir næsta ár. Við skulum vona að ríkisstjórnin sjái að sér og verði við ákalli þingmanna Flokks fólksins um þessa 300 milljóna króna lífsbjörg. Alltof margir látast hérlendis úr þessum skæða sjúkdómi á hverju ári og það er sár eftirsjá að þeim mannauði. Hér er einfaldlega svo mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun