Van Gaal gerði stjörnuna vandræðalega: „Núna kyssumst við á munninn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. desember 2022 13:47 Louis van Gaal og Memphis Depay sem varð vandræðalegur við ummæli stjórans. Skjáskot Louis van Gaal gefur lítið fyrir gagnrýni Ángels Di María sem var rifjuð upp fyrir honum á blaðamannafundi fyrir leik Hollands og Argentínu í dag. Holland og Argentína eigast við í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á morgun. Þar mun Ángel Di María, leikmaður Argentínu, mæta sínum fyrrum stjóra, Louis van Gaal, sem stýrir Hollandi. Van Gaal var stjóri Manchester United þegar félagið keypti Di María dýrum dómi frá Real Madrid á Spáni árið 2014 en sá argentínski fann sig ekki í Manchester-borg og entist aðeins í eina leiktíð áður en hann fann fjölina hjá Paris Saint-Germain ári síðar. Haft var eftir Di María eftir dvöl hans í Englandi að van Gaal væri versti stjóri sem hann hefði haft á ferlinum. Van Gaal var beðinn um svör við þeim ummælum á blaðamannafundi í dag. „Sagði Di María að ég væri versti stjóri sem hann hefði haft? Hann er einn af fáum sem er á þeirri skoðun. Mér þykir þetta leiðinlegt og sorglegt að hann hafi sagt þetta,“ „En hér hjá mér situr Memphis [Depay, leikmaður Hollands og fyrrum leikmaður Man Utd]. Hann var einnig í Manchester og spilaði lítið. Og nú kyssumst við á munninn. Við ætlum ekki að gera það hér, en svona er þetta stundum í boltanum,“ sagði van Gaal á fundinum í dag. Vel fór á með þeim félögum á fundinum.Cathrin Mueller - FIFA/FIFA via Getty Images Memphis Depay, leikmaður Hollands, sat þá honum við hlið og varð býsna vandræðalegur við ummæli stjórans. Depay kom til Manchester sama sumar og Di María yfirgaf félagið, árið 2015, en hann fann sig ekki heldur og entist aðeins í eina og hálfa leiktíð hjá liðinu. Holland og Argentína keppast um sæti á 8-liða úrslitum HM annað kvöld. HM 2022 í Katar Hollenski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Holland og Argentína eigast við í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á morgun. Þar mun Ángel Di María, leikmaður Argentínu, mæta sínum fyrrum stjóra, Louis van Gaal, sem stýrir Hollandi. Van Gaal var stjóri Manchester United þegar félagið keypti Di María dýrum dómi frá Real Madrid á Spáni árið 2014 en sá argentínski fann sig ekki í Manchester-borg og entist aðeins í eina leiktíð áður en hann fann fjölina hjá Paris Saint-Germain ári síðar. Haft var eftir Di María eftir dvöl hans í Englandi að van Gaal væri versti stjóri sem hann hefði haft á ferlinum. Van Gaal var beðinn um svör við þeim ummælum á blaðamannafundi í dag. „Sagði Di María að ég væri versti stjóri sem hann hefði haft? Hann er einn af fáum sem er á þeirri skoðun. Mér þykir þetta leiðinlegt og sorglegt að hann hafi sagt þetta,“ „En hér hjá mér situr Memphis [Depay, leikmaður Hollands og fyrrum leikmaður Man Utd]. Hann var einnig í Manchester og spilaði lítið. Og nú kyssumst við á munninn. Við ætlum ekki að gera það hér, en svona er þetta stundum í boltanum,“ sagði van Gaal á fundinum í dag. Vel fór á með þeim félögum á fundinum.Cathrin Mueller - FIFA/FIFA via Getty Images Memphis Depay, leikmaður Hollands, sat þá honum við hlið og varð býsna vandræðalegur við ummæli stjórans. Depay kom til Manchester sama sumar og Di María yfirgaf félagið, árið 2015, en hann fann sig ekki heldur og entist aðeins í eina og hálfa leiktíð hjá liðinu. Holland og Argentína keppast um sæti á 8-liða úrslitum HM annað kvöld.
HM 2022 í Katar Hollenski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira