Þjóðverjar búast við fleiri handtökum Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 15:30 Umfangsmikil aðgerð lögreglunnar í Þýskalandi nær til allra horna landsins. EPA/FILIP SINGER Lögregluþjónar víðsvegar um Þýskaland leita nú manna og kvenna sem talin eru hafa komið að ráðabruggi um að taka þingmenn í gíslingu og mynda nýja ríkisstjórn þar í landi. Minnst 25 voru handteknir vegna hinnar meintu valdaránstilraunar en þar á meðal er maður sem kallar sig prins og ætlaði að taka völdin og fyrrverandi þingmaður og dómari. Þá hafa rannsakendur verið að grandskoða gögn sem hald var lagt á í aðgerðum lögreglu í gær. DW hefur eftir háttsettum lögreglumanni að tveir aðilar hafi bæst við hóp þeirra sem grunaðir eru um að hafa komið að ráðabrugginu. Alls eru 54 grunaðir um aðkomu að valdaránstilrauninni. Margir hinna grunuðu eru sagðir meira en 50 ára gamlir. Lögreglan segir að þó hópurinn hafi lagt á ráðin um að velta ríkisstjórn Þýskalands úr sessi sé ólíklegt að hann hafi haft burði til þess. Hins vegar innihéldi hópurinn fólk sem ætti mikið af peningum og aðra sem ættu vopn. Augljóst væri að fólkið væri hættulegt og því hefði verið gripið til aðgerða Vopn fundust á fleiri en fimmtíu af þeim stöðum þar sem lögregluþjónar leituðu í gær. Eins og fram kom í gær tengist hópurinn Reichsbürger-hreyfingunni svokölluðu sem er hreyfing fjar-hægri öfgamanna sem telja ríkisstjórn Þýskalands ólögmæta. Um tuttugu þúsund manns eru sagðir tilheyra hreyfingunni. DW sagði frá því að tilefni aðgerða lögreglunnar hafi verið rannsókn á öðrum hópi manna sem tengjast Reichsbürger-hreyfingunni og að sá hópur hafi verið að skipuleggja að ræna Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Dómari og fyrrverandi þingmaður Birgit Malsack-Winkemann, er meðal þeirra sem voru handtekin í gær. Hún er fyrrverandi þingmaður þýska hægriflokksins Alternative für Deutschland eða AfD. Hún starfar sem dómari en yfirvöld hafa þegar hafið ferli sem snýr að því að reka hana, samkvæmt frétt Zeit. Það að reka dómara sem vill ekki láta reka sig er sagt mjög erfitt í Þýskalandi. Zeit segir eingöngu hægt að beita því í takmörkuðum tilvikum og að stórir tálmar séu á þeirri tilteknu braut. Þetta sé til að tryggja sjálfstæði dómvaldsins í Þýskalandi. Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Þá hafa rannsakendur verið að grandskoða gögn sem hald var lagt á í aðgerðum lögreglu í gær. DW hefur eftir háttsettum lögreglumanni að tveir aðilar hafi bæst við hóp þeirra sem grunaðir eru um að hafa komið að ráðabrugginu. Alls eru 54 grunaðir um aðkomu að valdaránstilrauninni. Margir hinna grunuðu eru sagðir meira en 50 ára gamlir. Lögreglan segir að þó hópurinn hafi lagt á ráðin um að velta ríkisstjórn Þýskalands úr sessi sé ólíklegt að hann hafi haft burði til þess. Hins vegar innihéldi hópurinn fólk sem ætti mikið af peningum og aðra sem ættu vopn. Augljóst væri að fólkið væri hættulegt og því hefði verið gripið til aðgerða Vopn fundust á fleiri en fimmtíu af þeim stöðum þar sem lögregluþjónar leituðu í gær. Eins og fram kom í gær tengist hópurinn Reichsbürger-hreyfingunni svokölluðu sem er hreyfing fjar-hægri öfgamanna sem telja ríkisstjórn Þýskalands ólögmæta. Um tuttugu þúsund manns eru sagðir tilheyra hreyfingunni. DW sagði frá því að tilefni aðgerða lögreglunnar hafi verið rannsókn á öðrum hópi manna sem tengjast Reichsbürger-hreyfingunni og að sá hópur hafi verið að skipuleggja að ræna Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Dómari og fyrrverandi þingmaður Birgit Malsack-Winkemann, er meðal þeirra sem voru handtekin í gær. Hún er fyrrverandi þingmaður þýska hægriflokksins Alternative für Deutschland eða AfD. Hún starfar sem dómari en yfirvöld hafa þegar hafið ferli sem snýr að því að reka hana, samkvæmt frétt Zeit. Það að reka dómara sem vill ekki láta reka sig er sagt mjög erfitt í Þýskalandi. Zeit segir eingöngu hægt að beita því í takmörkuðum tilvikum og að stórir tálmar séu á þeirri tilteknu braut. Þetta sé til að tryggja sjálfstæði dómvaldsins í Þýskalandi.
Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08
25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37