Lengi skal manninn reyna Inga Sæland skrifar 8. desember 2022 15:02 Á þriðjudagskvöldið þann 29. nóvember sl. greiddu alþingismenn atkvæði um breytingartillögur mínar við frumvarp til fjáraukalaga. Samþykkt var tillaga um eingreiðslu til öryrkja en öðru gegndi um tillögu mína um að greiða sambærilega eingreiðslu til þess hluta eldri fólks sem situr eftir á berstrípuðum greiðslum almannatrygginga og hefur ekkert annað. þetta er eldra fólk sem áður voru öryrkjar og umbreyttustu á einni nóttu í 67 ára fullfríska einstaklinga samkvæmt skilgreiningu laganna. Á svipstundu lækkuðu lífeyrisgreiðslur til þeirra sem áður höfðu fengið greitt viðbótarframlag frá TR. vegna aldurstengdrar örorku. Ég trúi því ekki að fólks sjái ekki óréttlætið og mismununina sem þarna blasir við. Í þessum hópi fátækustu eldri borgara landsins eru einnig fullorðnar konur, ömmur og langömmur sem eyddu öllum sínum starfsæviárum í það, að vera heimavinnandi húsmæður. Þessar konur eiga þar af leiðandi engin lífeyrissjóðsréttindi. Ég lagði einnig til breytingatillögu við fjáraukann upp á 150 milljónir til hjálparstofnana sem styðja við þá sem eiga bágast í samfélaginu. Það er athyglinnar virði að sjá hvernig raunverulega er litið á þá sem stjórnvöld halda í það sárri fátækt að þau neyðast til að standa í löngum röðum fyrir framan hjálparstofnanir til að biðja um mat. Þörfin er slík að ekki er hægt að anna allri þeirri eftirspurn sem óskað er. Oft þarf að loka á þá sem eru aftastir í röðinni þar sem maturinn er uppurin í það skiptið. Þannig verða margir frá að hverfa án þess að fá mat fyrir sig og börnin sín. Með tilliti til þess hvernig hægt er að ausa peningum í milljarða tuga vís eins og það að mubblera upp Seðlabankann og dytta að honum fyrir ríflega 3 milljarða króna. Eins og að óska eftir 6 milljörðum til að fjárfesta í Snobb Hill við Austurbakka (nýju Landsbankahöllinni). Eins og að ausa milljörðum í stólaskipti ráðuneyta. Eins og að tapa stórfé úr ríkissjóði með lækkun bankaskatts. Eins og að tapa milljörðum með því að sækja ekki aukna fjármuni til stórútgerðar sem hefur makað krókinn á sameiginlegri auðlind okkar. Hvorki meira né minna en 533 milljarðar króna frá 2009 í hreinan hagnað sjávarútvegsins og þá búið að greiða fyrir aðganginn að auðlindinni 85,9 milljarða. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta vægast sagt síðasta sort. Tillögur mínar voru felldar. Stjórnarflokkarnir samstíga sem einn maður og sneru öll blinda auganu að sínum minnstu bræðrum og systrum. Sjálfstæðisflokkur XD sagði NEI Framsóknarflokkur XB sagði NEI Vinstri hreyfingin grænt framboð XV sagði NEI Viðreisn kaus ekki með tillögu minni um stuðning við hjálparsamtök. Ég mun leggja fram sambærilegar breytingatillögur fyrir þriðju umræðu fjáraukalaga. Enn er von um gleðilegri jól til þeirra sem þurfa mest á hjálp okkar að halda. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á þriðjudagskvöldið þann 29. nóvember sl. greiddu alþingismenn atkvæði um breytingartillögur mínar við frumvarp til fjáraukalaga. Samþykkt var tillaga um eingreiðslu til öryrkja en öðru gegndi um tillögu mína um að greiða sambærilega eingreiðslu til þess hluta eldri fólks sem situr eftir á berstrípuðum greiðslum almannatrygginga og hefur ekkert annað. þetta er eldra fólk sem áður voru öryrkjar og umbreyttustu á einni nóttu í 67 ára fullfríska einstaklinga samkvæmt skilgreiningu laganna. Á svipstundu lækkuðu lífeyrisgreiðslur til þeirra sem áður höfðu fengið greitt viðbótarframlag frá TR. vegna aldurstengdrar örorku. Ég trúi því ekki að fólks sjái ekki óréttlætið og mismununina sem þarna blasir við. Í þessum hópi fátækustu eldri borgara landsins eru einnig fullorðnar konur, ömmur og langömmur sem eyddu öllum sínum starfsæviárum í það, að vera heimavinnandi húsmæður. Þessar konur eiga þar af leiðandi engin lífeyrissjóðsréttindi. Ég lagði einnig til breytingatillögu við fjáraukann upp á 150 milljónir til hjálparstofnana sem styðja við þá sem eiga bágast í samfélaginu. Það er athyglinnar virði að sjá hvernig raunverulega er litið á þá sem stjórnvöld halda í það sárri fátækt að þau neyðast til að standa í löngum röðum fyrir framan hjálparstofnanir til að biðja um mat. Þörfin er slík að ekki er hægt að anna allri þeirri eftirspurn sem óskað er. Oft þarf að loka á þá sem eru aftastir í röðinni þar sem maturinn er uppurin í það skiptið. Þannig verða margir frá að hverfa án þess að fá mat fyrir sig og börnin sín. Með tilliti til þess hvernig hægt er að ausa peningum í milljarða tuga vís eins og það að mubblera upp Seðlabankann og dytta að honum fyrir ríflega 3 milljarða króna. Eins og að óska eftir 6 milljörðum til að fjárfesta í Snobb Hill við Austurbakka (nýju Landsbankahöllinni). Eins og að ausa milljörðum í stólaskipti ráðuneyta. Eins og að tapa stórfé úr ríkissjóði með lækkun bankaskatts. Eins og að tapa milljörðum með því að sækja ekki aukna fjármuni til stórútgerðar sem hefur makað krókinn á sameiginlegri auðlind okkar. Hvorki meira né minna en 533 milljarðar króna frá 2009 í hreinan hagnað sjávarútvegsins og þá búið að greiða fyrir aðganginn að auðlindinni 85,9 milljarða. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta vægast sagt síðasta sort. Tillögur mínar voru felldar. Stjórnarflokkarnir samstíga sem einn maður og sneru öll blinda auganu að sínum minnstu bræðrum og systrum. Sjálfstæðisflokkur XD sagði NEI Framsóknarflokkur XB sagði NEI Vinstri hreyfingin grænt framboð XV sagði NEI Viðreisn kaus ekki með tillögu minni um stuðning við hjálparsamtök. Ég mun leggja fram sambærilegar breytingatillögur fyrir þriðju umræðu fjáraukalaga. Enn er von um gleðilegri jól til þeirra sem þurfa mest á hjálp okkar að halda. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun