Ljósleiðaradeildin í beinni: Barist á báðum endum töflunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. desember 2022 19:03 Leikir kvöldsins. Elleftu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lýkur í kvöld með þremur leikjum í beinni útsendingu hér á Vísi. Búast má við spennandi kvöldi, enda er barist á báðum endum töflunnar. Við hefjum leik á toppslag Atlantic Esports Iceland og LAVA klukkan 19:30, en með sigri verður Atlantic Esports eitt á toppi deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Dusty og Þór. LAVA situr hins vegar í fjórða sæti með 12 stig, en getur brúað bilið í toppliðin með sigri. Klukkan 20:30 mætast svo liðin í fimmta og sjötta sæti, Breiðablik og Ármann. Liðin eru jöfn að stigum og því má búast við hörkuviðureign þar. Að lokum eigast Fylkir og Ten5ion við í sannkölluðum botnslag klukkan 21:30 í seinustu viðureign kvöldsins. Ten5ion situr á botni deildarinnar og er liðið enn í leit að sínum fyrsta sigri, en Fylkir situr sæti ofar með fjögur stig. Beina útsendingu frá Ljósleiðaradeildinni má sjá á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn
Við hefjum leik á toppslag Atlantic Esports Iceland og LAVA klukkan 19:30, en með sigri verður Atlantic Esports eitt á toppi deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Dusty og Þór. LAVA situr hins vegar í fjórða sæti með 12 stig, en getur brúað bilið í toppliðin með sigri. Klukkan 20:30 mætast svo liðin í fimmta og sjötta sæti, Breiðablik og Ármann. Liðin eru jöfn að stigum og því má búast við hörkuviðureign þar. Að lokum eigast Fylkir og Ten5ion við í sannkölluðum botnslag klukkan 21:30 í seinustu viðureign kvöldsins. Ten5ion situr á botni deildarinnar og er liðið enn í leit að sínum fyrsta sigri, en Fylkir situr sæti ofar með fjögur stig. Beina útsendingu frá Ljósleiðaradeildinni má sjá á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn