„Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Tryggvi Páll Tryggvason og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 8. desember 2022 21:40 Það var ekki laust við að jólaandinn næði alla leið suður fyrr í kvöld þegar fréttamaður okkar, Tryggvi Páll Tryggvason náði tali af Benedikt Inga Grétarssyni, yfirjólasveini Jólagarðsins norður í landi. Fyrsti jólasnjórinn féll fyrr í vikunni fyrir norðan og lét jólasnjórinn sig ekki vanta í þetta innslag kvöldfrétta. Aðspurður hvort að hann hafi pantað snjósendinguna segist Benedikt hafa gert það, sendingin hafi þó komið aðeins of snemma. „Við pöntunum hann svona í hæfilegri slæðu yfir frosna jörð þannig að þetta er alveg geggjað,“ segir Benedikt kátur. Snjórinn geri allt jólalegt og sé góður ef færðin er í lagi og hálka lítil. Þegar fréttamann bar að Jólagarði streymdi fólk að og var bílastæðið nærri fullt. Þó margt fólk kíki við í kringum jól segir Benedikt nóg að gera að sumri til. „Sko, gestirnir á sumrin eru fleiri, en gestirnir sem koma fyrir jólin, þeir eru að hugsa um jólin og gjafir og þess háttar. Á sumrin er þetta svona meira eitthvert flipp.“ Benedikt segir umhverfið og umstangið verða jólalegra með hverju árinu sem líður en hann hefur verið lengi í jólabransanum. „Nú er fólk að koma með barnabörnin sem komu fyrst, þá voru þau lítill, þannig að þetta er farið einhvern veginn að verða manni miklu persónulegra. Ég segi núna í seinni tíð að gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort hann sé með einhver jólaskilaboð til landsmanna leggur hann áherslu á það að fólk sé gott við hvort annað og láti sjá sig fyrir norðan. Viðtalið við Benedikt má sjá í spilaranum hér að ofan. Jól Eyjafjarðarsveit Mest lesið Betri en hefðbundnar sörur Jól Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Halda jólaball fyrir úkraínsk börn og óska eftir gjöfum Jól Engin jólatráasala við Landakot þetta árið Jól „Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“ Jól Jólakveðjum rignir yfir Má Jól Jólastemningin heima hjá Esther Talíu og Ólafi Jól Þvörusleikir kom til byggða í nótt Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól Fleiri fréttir Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Betri en hefðbundnar sörur Sjá meira
Fyrsti jólasnjórinn féll fyrr í vikunni fyrir norðan og lét jólasnjórinn sig ekki vanta í þetta innslag kvöldfrétta. Aðspurður hvort að hann hafi pantað snjósendinguna segist Benedikt hafa gert það, sendingin hafi þó komið aðeins of snemma. „Við pöntunum hann svona í hæfilegri slæðu yfir frosna jörð þannig að þetta er alveg geggjað,“ segir Benedikt kátur. Snjórinn geri allt jólalegt og sé góður ef færðin er í lagi og hálka lítil. Þegar fréttamann bar að Jólagarði streymdi fólk að og var bílastæðið nærri fullt. Þó margt fólk kíki við í kringum jól segir Benedikt nóg að gera að sumri til. „Sko, gestirnir á sumrin eru fleiri, en gestirnir sem koma fyrir jólin, þeir eru að hugsa um jólin og gjafir og þess háttar. Á sumrin er þetta svona meira eitthvert flipp.“ Benedikt segir umhverfið og umstangið verða jólalegra með hverju árinu sem líður en hann hefur verið lengi í jólabransanum. „Nú er fólk að koma með barnabörnin sem komu fyrst, þá voru þau lítill, þannig að þetta er farið einhvern veginn að verða manni miklu persónulegra. Ég segi núna í seinni tíð að gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort hann sé með einhver jólaskilaboð til landsmanna leggur hann áherslu á það að fólk sé gott við hvort annað og láti sjá sig fyrir norðan. Viðtalið við Benedikt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Jól Eyjafjarðarsveit Mest lesið Betri en hefðbundnar sörur Jól Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Halda jólaball fyrir úkraínsk börn og óska eftir gjöfum Jól Engin jólatráasala við Landakot þetta árið Jól „Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“ Jól Jólakveðjum rignir yfir Má Jól Jólastemningin heima hjá Esther Talíu og Ólafi Jól Þvörusleikir kom til byggða í nótt Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól Fleiri fréttir Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Betri en hefðbundnar sörur Sjá meira