Tíðni andvana fæðinga lág en þungburafæðinga há Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2022 06:54 Nýbura- og ungbarnadauði er algengari í ríkjum þar sem þungunarrof er bannað eða verulega takmarkað. Tíðni andvana fæðinga á Íslandi hefur alla jafna verið lág og var 1,7 til 3,2 á hver 1.000 fædd börn árin 2015-2019. Þá var tíðni nýbura- og ungbarnadauða mjög lág á Íslandi árið 2019, eða 0,5 og 0,9 börn af 1.000 lifandi börnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, þar sem meðal annars er fjallað um skýrslu Euro-Peristat um heilsu og líðan nýbura og mæðra í ríkjum Evrópu árin 2015-2019. Í Talnabrunninum segir meðal annars að tíðni nýbura- og ungbarnadauða hafi verið lág á Íslandi á þessum árum og með því lægsta sem sást í öðrum löndum Evrópu, þar sem hún var sums staðar tvöfalt til þrefalt hærri. Tíðni nýburadauða var einna hæst á Möltu, Írlandi, Norður-Írlandi og í Póllandi, þar sem rétturinn til þungunarrofs er ýmist ekki til staðar eða mjög takmarkaður. Vegna þessa fæðast fleiri börn sem eiga ekki lífsvon vegna meðfæddra fæðingagalla. „Skilgreining á nýburadauða er þegar dauða ber að 0 til 27 dögum eftir fæðingu barns en ungbarnadauði er þegar dauða barns ber að allt að einu ári eftir fæðingu þess,“ segir í Talnabrunninum. Tíðni keisaraskurða var einnig lág á Íslandi, eða 16,6 prósent. Hún var hæst á Kýpur, þar sem rúmlega helmingur barna kom í heiminn með keisaraskurði. Athygli vekur hins vegar að tíðni þungburafæðinga var hæst á Íslandi eða 4,8 prósent. Hún var 3 prósent í Noregi en 1,1 prósent í Evrópu allri. Fæðing telst vera þungburafæðing ef barnið er 4,5 kíló eða þyngra. Aldur og þyngd mikilvægir þættir Fjórar af hverjum tíu konum sem fæddu börn á Spáni, Portúgal og Ítalíu voru 35 ára eða eldri og í þessum ríkjum var um það bil helmingur allra fæðandi kvenna að eignast sitt fyrsta barn. „Þegar á heildina er litið stendur Ísland nokkuð vel hvað varðar lykilvísa, er vitna um heilsu og líðan nýbura og mæðra þeirra, og teknir voru til skoðunar í skýrslu Euro-Peristat. Tíðni alvarlegra atburða á borð við andvana fæðingar, nýburaog ungbarnadauða er lág á Íslandi,“ segir í samantekt. Þá segir að lengi hafi verið þekkt að börn á Íslandi fæðist óvenjulega stór en ástæður þess séu að mörgu leyti óljósar. Meðalaldur fæðandi kvenna hafi farið hækkandi, samfara aukinni tíðni offitu. „Hættan á ýmsum meðgöngukvillum eykst með aldri og aukinni líkamsþyngd, en það leiðir svo jafnframt til aukinnar tilhneigingar til inngripa í fæðingu. Það er mikilvægt fyrir lýðheilsu að sem flestar konur séu í kjörþyngd þegar þær eignast börn sín og að konur séu vel upplýstar um kosti þess að eignast fyrsta barnið fyrir þrítugt, ekki aðeins með frjósemi í huga heldur einnig áhættu á fylgikvillum meðgöngu og fæðingar.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, þar sem meðal annars er fjallað um skýrslu Euro-Peristat um heilsu og líðan nýbura og mæðra í ríkjum Evrópu árin 2015-2019. Í Talnabrunninum segir meðal annars að tíðni nýbura- og ungbarnadauða hafi verið lág á Íslandi á þessum árum og með því lægsta sem sást í öðrum löndum Evrópu, þar sem hún var sums staðar tvöfalt til þrefalt hærri. Tíðni nýburadauða var einna hæst á Möltu, Írlandi, Norður-Írlandi og í Póllandi, þar sem rétturinn til þungunarrofs er ýmist ekki til staðar eða mjög takmarkaður. Vegna þessa fæðast fleiri börn sem eiga ekki lífsvon vegna meðfæddra fæðingagalla. „Skilgreining á nýburadauða er þegar dauða ber að 0 til 27 dögum eftir fæðingu barns en ungbarnadauði er þegar dauða barns ber að allt að einu ári eftir fæðingu þess,“ segir í Talnabrunninum. Tíðni keisaraskurða var einnig lág á Íslandi, eða 16,6 prósent. Hún var hæst á Kýpur, þar sem rúmlega helmingur barna kom í heiminn með keisaraskurði. Athygli vekur hins vegar að tíðni þungburafæðinga var hæst á Íslandi eða 4,8 prósent. Hún var 3 prósent í Noregi en 1,1 prósent í Evrópu allri. Fæðing telst vera þungburafæðing ef barnið er 4,5 kíló eða þyngra. Aldur og þyngd mikilvægir þættir Fjórar af hverjum tíu konum sem fæddu börn á Spáni, Portúgal og Ítalíu voru 35 ára eða eldri og í þessum ríkjum var um það bil helmingur allra fæðandi kvenna að eignast sitt fyrsta barn. „Þegar á heildina er litið stendur Ísland nokkuð vel hvað varðar lykilvísa, er vitna um heilsu og líðan nýbura og mæðra þeirra, og teknir voru til skoðunar í skýrslu Euro-Peristat. Tíðni alvarlegra atburða á borð við andvana fæðingar, nýburaog ungbarnadauða er lág á Íslandi,“ segir í samantekt. Þá segir að lengi hafi verið þekkt að börn á Íslandi fæðist óvenjulega stór en ástæður þess séu að mörgu leyti óljósar. Meðalaldur fæðandi kvenna hafi farið hækkandi, samfara aukinni tíðni offitu. „Hættan á ýmsum meðgöngukvillum eykst með aldri og aukinni líkamsþyngd, en það leiðir svo jafnframt til aukinnar tilhneigingar til inngripa í fæðingu. Það er mikilvægt fyrir lýðheilsu að sem flestar konur séu í kjörþyngd þegar þær eignast börn sín og að konur séu vel upplýstar um kosti þess að eignast fyrsta barnið fyrir þrítugt, ekki aðeins með frjósemi í huga heldur einnig áhættu á fylgikvillum meðgöngu og fæðingar.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira