Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. desember 2022 19:30 Vísir/Egill Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið. Mikil umræða skapaðist á Alþingi í dag í kjölfar þess að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var sett á dagskrá í fimmta sinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ekki bara frumvarpið heldur tímasetningu þess. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, flutti tillögu að dagskrárbreytingu og vildi salta málið fram yfir áramót. „Í því ljósi er í rauninni óskiljanlegt að forseti tefli í tvísýnu farsælum lokum þingársins með því að setja útlendingafrumvarpið á dagskrá á þessum tímapunkti. Mál sem er hvorki brýnt né háð sérstakri tímasetningu“, sagði Andrés á alþingi í dag. Andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarpið er ekki ný af nálinni og eitt þeirra atriða sem helst hefur verið gagnrýnt er heimild stjórnvalda til þess að fella niður rétt fólks til heilbrigðisþjónustu ef þau eru enn á landinu 30 dögum eftir lokasynjun. Þá gerði meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar breytingartillögu við frumvarpið sem felur í sér að fólk sem ekki tókst að vísa á brott vegna heimsfaraldurs kórónuveiru fái möguleika til þess að sækja um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþáttöku í stað þess að sækja um alþjóðlega vernd. Ekki er ljóst á þessu stigi hversu margir falla undir þessa nýju breytingu. Annar þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir málið tefja fyrir öðrum mikilvægum málum sem væri brýnt að afgreiða sem fyrst. „Ég er svona að reyna að sjá hvað þeim gengur til. Vegna þess að á meðan við erum að ræða þetta mjög svo umdeilda mál þá bíða öryrkjar eftir eingreiðslunni sinni sem allir eru sammála um. Við erum öll sammála um það.“ Alþingi Píratar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Mikil umræða skapaðist á Alþingi í dag í kjölfar þess að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var sett á dagskrá í fimmta sinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ekki bara frumvarpið heldur tímasetningu þess. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, flutti tillögu að dagskrárbreytingu og vildi salta málið fram yfir áramót. „Í því ljósi er í rauninni óskiljanlegt að forseti tefli í tvísýnu farsælum lokum þingársins með því að setja útlendingafrumvarpið á dagskrá á þessum tímapunkti. Mál sem er hvorki brýnt né háð sérstakri tímasetningu“, sagði Andrés á alþingi í dag. Andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarpið er ekki ný af nálinni og eitt þeirra atriða sem helst hefur verið gagnrýnt er heimild stjórnvalda til þess að fella niður rétt fólks til heilbrigðisþjónustu ef þau eru enn á landinu 30 dögum eftir lokasynjun. Þá gerði meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar breytingartillögu við frumvarpið sem felur í sér að fólk sem ekki tókst að vísa á brott vegna heimsfaraldurs kórónuveiru fái möguleika til þess að sækja um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþáttöku í stað þess að sækja um alþjóðlega vernd. Ekki er ljóst á þessu stigi hversu margir falla undir þessa nýju breytingu. Annar þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir málið tefja fyrir öðrum mikilvægum málum sem væri brýnt að afgreiða sem fyrst. „Ég er svona að reyna að sjá hvað þeim gengur til. Vegna þess að á meðan við erum að ræða þetta mjög svo umdeilda mál þá bíða öryrkjar eftir eingreiðslunni sinni sem allir eru sammála um. Við erum öll sammála um það.“
Alþingi Píratar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira