Tengdafaðir Alaba og stjörnukokkurinn Frank Heppner handtekinn Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2022 13:56 Frank Heppner er sagður vera einn þeirra sem var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Þýskalandi á miðvikudaginn. Frank Heppner, þýskur stjörnukokkur og tengdafaðir knattspyrnumannsins David Alaba, er meðal þeirra sem hafa verið handteknir vegna tengsla við hægri öfga-hópinn Reichsburger. Heppner var handtekinn á veitingastað sínum í Austurríki í aðgerðum lögreglunnar. Að minnsta kosti 25 voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Þýskalandi á miðvikudaginn er lögreglan framkvæmdi húsleitir hjá fólki sem tengdist hægri öfga-hópnum Reichsburger. Fram hefur komið að meðal þeirra handteknu séu 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, og fyrrverandi þingmaður á þýska þinginu. Fréttastofa Sky greinir nú frá því að stjörnukokkurinn Frank Heppner hafi einnig verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Hann var staddur á veitingastað sínum í Austurríki, Kitzbuhel, þegar hann var tekinn. Samkvæmt grein Sky átti Heppner að taka við mötuneyti nýju ríkisstjórnarinnar. Þá átti hann líka að elda ofan í hermenn landsins. Heppner hefur starfað á mörgum af fínustu veitingastöðum Evrópu en hann sérhæfir sig í evrópsk-asískri matargerð. Dóttir hans, Shalimar Heppner, starfar sem samskiptafulltrúi og fyrirsæta. Hún er í sambandi með knattspyrnumanninum David Alaba sem spilar fyrir Real Madrid á Spáni. David Alaba var hluti af austurríska liðinu sem Ísland sigraði á EM 2016 og tryggði sig þannig áfram í sextán liða úrslit mótsins. Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Að minnsta kosti 25 voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Þýskalandi á miðvikudaginn er lögreglan framkvæmdi húsleitir hjá fólki sem tengdist hægri öfga-hópnum Reichsburger. Fram hefur komið að meðal þeirra handteknu séu 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, og fyrrverandi þingmaður á þýska þinginu. Fréttastofa Sky greinir nú frá því að stjörnukokkurinn Frank Heppner hafi einnig verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Hann var staddur á veitingastað sínum í Austurríki, Kitzbuhel, þegar hann var tekinn. Samkvæmt grein Sky átti Heppner að taka við mötuneyti nýju ríkisstjórnarinnar. Þá átti hann líka að elda ofan í hermenn landsins. Heppner hefur starfað á mörgum af fínustu veitingastöðum Evrópu en hann sérhæfir sig í evrópsk-asískri matargerð. Dóttir hans, Shalimar Heppner, starfar sem samskiptafulltrúi og fyrirsæta. Hún er í sambandi með knattspyrnumanninum David Alaba sem spilar fyrir Real Madrid á Spáni. David Alaba var hluti af austurríska liðinu sem Ísland sigraði á EM 2016 og tryggði sig þannig áfram í sextán liða úrslit mótsins.
Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08
25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37