Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2022 13:04 Inga gat ekki haldið tárunum aftur á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. Á Alþingi í dag var rædd eingreiðsla til öryrkja. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu, þar á meðal Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún ræddi það þegar hún átti ekki efni á jólamat og sonur hennar þurfti bjóða henni í mat. „Það var í rauninni erfitt að þiggja það. Ég sagði honum að láta ekki svona en hann sagði „Ekki að ræða það. Ég á nóg af peningum og þið ekki. Ég vil fá að bjóða ykkur í mat um jólin. Þið hafið fætt mig og klætt fram að þessu og nú er komið að mér“,“ sagði Inga áður en tárin báru hana ofurliði. Ræðu Ingu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Inga grætur á Alþingi Hún segir að ömmur og afar sem eru fátæk biðji oft aldrei um neitt og þori ekki einu sinni að leita til hjálparstofnana. Hún lagði fram breytingatillögu um að nýr liður bætist við almannatryggingalög. Sá liður snýr að því að sex þúsund ellilífeyrisþegar sem hafa slökustu kjörin fái eingreiðslu upp á rúmar sextíu þúsund krónur líkt og öryrkjar. „Ég bara get ekki talað lengur. Ég er orðin svo sorgmædd yfir þessu öllu. Ég skil ekki af hverju við látum svona. Af hverju við erum ekki góð við þá sem eiga bágt og eru að biðja okkur um að hjálpa sér. Kusu okkur á þing til að hjálpa sér,“ sagði Inga. Alþingi Flokkur fólksins Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Á Alþingi í dag var rædd eingreiðsla til öryrkja. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu, þar á meðal Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún ræddi það þegar hún átti ekki efni á jólamat og sonur hennar þurfti bjóða henni í mat. „Það var í rauninni erfitt að þiggja það. Ég sagði honum að láta ekki svona en hann sagði „Ekki að ræða það. Ég á nóg af peningum og þið ekki. Ég vil fá að bjóða ykkur í mat um jólin. Þið hafið fætt mig og klætt fram að þessu og nú er komið að mér“,“ sagði Inga áður en tárin báru hana ofurliði. Ræðu Ingu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Inga grætur á Alþingi Hún segir að ömmur og afar sem eru fátæk biðji oft aldrei um neitt og þori ekki einu sinni að leita til hjálparstofnana. Hún lagði fram breytingatillögu um að nýr liður bætist við almannatryggingalög. Sá liður snýr að því að sex þúsund ellilífeyrisþegar sem hafa slökustu kjörin fái eingreiðslu upp á rúmar sextíu þúsund krónur líkt og öryrkjar. „Ég bara get ekki talað lengur. Ég er orðin svo sorgmædd yfir þessu öllu. Ég skil ekki af hverju við látum svona. Af hverju við erum ekki góð við þá sem eiga bágt og eru að biðja okkur um að hjálpa sér. Kusu okkur á þing til að hjálpa sér,“ sagði Inga.
Alþingi Flokkur fólksins Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira