Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2022 13:04 Inga gat ekki haldið tárunum aftur á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. Á Alþingi í dag var rædd eingreiðsla til öryrkja. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu, þar á meðal Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún ræddi það þegar hún átti ekki efni á jólamat og sonur hennar þurfti bjóða henni í mat. „Það var í rauninni erfitt að þiggja það. Ég sagði honum að láta ekki svona en hann sagði „Ekki að ræða það. Ég á nóg af peningum og þið ekki. Ég vil fá að bjóða ykkur í mat um jólin. Þið hafið fætt mig og klætt fram að þessu og nú er komið að mér“,“ sagði Inga áður en tárin báru hana ofurliði. Ræðu Ingu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Inga grætur á Alþingi Hún segir að ömmur og afar sem eru fátæk biðji oft aldrei um neitt og þori ekki einu sinni að leita til hjálparstofnana. Hún lagði fram breytingatillögu um að nýr liður bætist við almannatryggingalög. Sá liður snýr að því að sex þúsund ellilífeyrisþegar sem hafa slökustu kjörin fái eingreiðslu upp á rúmar sextíu þúsund krónur líkt og öryrkjar. „Ég bara get ekki talað lengur. Ég er orðin svo sorgmædd yfir þessu öllu. Ég skil ekki af hverju við látum svona. Af hverju við erum ekki góð við þá sem eiga bágt og eru að biðja okkur um að hjálpa sér. Kusu okkur á þing til að hjálpa sér,“ sagði Inga. Alþingi Flokkur fólksins Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Á Alþingi í dag var rædd eingreiðsla til öryrkja. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu, þar á meðal Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún ræddi það þegar hún átti ekki efni á jólamat og sonur hennar þurfti bjóða henni í mat. „Það var í rauninni erfitt að þiggja það. Ég sagði honum að láta ekki svona en hann sagði „Ekki að ræða það. Ég á nóg af peningum og þið ekki. Ég vil fá að bjóða ykkur í mat um jólin. Þið hafið fætt mig og klætt fram að þessu og nú er komið að mér“,“ sagði Inga áður en tárin báru hana ofurliði. Ræðu Ingu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Inga grætur á Alþingi Hún segir að ömmur og afar sem eru fátæk biðji oft aldrei um neitt og þori ekki einu sinni að leita til hjálparstofnana. Hún lagði fram breytingatillögu um að nýr liður bætist við almannatryggingalög. Sá liður snýr að því að sex þúsund ellilífeyrisþegar sem hafa slökustu kjörin fái eingreiðslu upp á rúmar sextíu þúsund krónur líkt og öryrkjar. „Ég bara get ekki talað lengur. Ég er orðin svo sorgmædd yfir þessu öllu. Ég skil ekki af hverju við látum svona. Af hverju við erum ekki góð við þá sem eiga bágt og eru að biðja okkur um að hjálpa sér. Kusu okkur á þing til að hjálpa sér,“ sagði Inga.
Alþingi Flokkur fólksins Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira