„Þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2022 07:00 Valsmenn stóðu vel í þýska stórliðinu Flensburg, en mæta Svíþjóðarmeisturum Ystads annað kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni hjá hlaðvarpi Seinni bylgjunnar á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um viðureign Vals og Ystads sem framundan er í Evrópudeildinni í handbolta. Bjarni þekkir það vel að leika gegn Ystads, en hann og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tap gegn liðinu í úrslitaeinvíginu um Svíþjóðarmeistaratitilinn í vor. „Þetta er eiginlega nákvæmlega sama lið og við mættum í úrslitum í vor. Þetta er bara heilt yfir gott lið með góðan miðjumann, vinstri skyttu, línumann og markmann. Síðan eru þeir náttúrulega með Kim Andersson sem er með einstaklingsgæði og getur allt í einu tekið upp á því að hamra honum af tíu metrum, standandi kjurr, upp í skeytin,“ sagði Bjarni. „En þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt. Ég er persónulega mjög spenntur fyrir þessum leik og finnst mjög spennandi að sjá hann.“ Umræddur Kim Andersson er langt frá því að vera nýbyrjarður í sportinu, en hann varð fertugur í ágúst á þessu ári. Bjarni segir að þrátt fyrir að vera orðinn gamall á handboltamælikvarða sé hann þó enn með nóg á tankinum. „Hann er enn þá alveg góður sko. Hann er náttúrulega líka bara með leikskilning eftir tuttugu ár á toppleveli. Síðan getur hann alveg hamrað honum fyrir utan enn þá þó hann sé orðinn gamall karlinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar er Ystads nú búið að vinna þrjá leiki í röð og situr í þriðja sæti riðilsins með sex stig, einu stigi meira en Valsmenn. Þar á meðal er sænska liðið búið að vinna efstu tvö lið riðilsins, PAUC og Flensburg. Bjarni telur þó að Valsmenn eigi góða möguleika þegar liðin mætast annað kvöld. „Já ég met það alveg þannig að þeir eigi góða möguleika. Það er eiginlega ómögulegt að segja hvorum megin maður ætti að vera að veðja á leikinn og ég býst bara við frekar jöfnum leik. Svona fyrirfram er allavega erfitt að segja,“ sagði Bjarni að lokum. Hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um leik Vals og Ystads hefst eftir tæpar 13 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Símað til Svíþjóðar og Sviss Valur og Ystads mætast í Origo-höllinni annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:15. Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Bjarni þekkir það vel að leika gegn Ystads, en hann og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tap gegn liðinu í úrslitaeinvíginu um Svíþjóðarmeistaratitilinn í vor. „Þetta er eiginlega nákvæmlega sama lið og við mættum í úrslitum í vor. Þetta er bara heilt yfir gott lið með góðan miðjumann, vinstri skyttu, línumann og markmann. Síðan eru þeir náttúrulega með Kim Andersson sem er með einstaklingsgæði og getur allt í einu tekið upp á því að hamra honum af tíu metrum, standandi kjurr, upp í skeytin,“ sagði Bjarni. „En þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt. Ég er persónulega mjög spenntur fyrir þessum leik og finnst mjög spennandi að sjá hann.“ Umræddur Kim Andersson er langt frá því að vera nýbyrjarður í sportinu, en hann varð fertugur í ágúst á þessu ári. Bjarni segir að þrátt fyrir að vera orðinn gamall á handboltamælikvarða sé hann þó enn með nóg á tankinum. „Hann er enn þá alveg góður sko. Hann er náttúrulega líka bara með leikskilning eftir tuttugu ár á toppleveli. Síðan getur hann alveg hamrað honum fyrir utan enn þá þó hann sé orðinn gamall karlinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar er Ystads nú búið að vinna þrjá leiki í röð og situr í þriðja sæti riðilsins með sex stig, einu stigi meira en Valsmenn. Þar á meðal er sænska liðið búið að vinna efstu tvö lið riðilsins, PAUC og Flensburg. Bjarni telur þó að Valsmenn eigi góða möguleika þegar liðin mætast annað kvöld. „Já ég met það alveg þannig að þeir eigi góða möguleika. Það er eiginlega ómögulegt að segja hvorum megin maður ætti að vera að veðja á leikinn og ég býst bara við frekar jöfnum leik. Svona fyrirfram er allavega erfitt að segja,“ sagði Bjarni að lokum. Hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um leik Vals og Ystads hefst eftir tæpar 13 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Símað til Svíþjóðar og Sviss Valur og Ystads mætast í Origo-höllinni annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:15.
Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða