Einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlegt svar við erfiðum málum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2022 19:30 Sigríður segir einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál. vísir/samsett Samfélagið ætti ekki að sætta sig við einhliða yfirlýsingar kjörinna fulltrúa eða forsvarsmanna fyrirtækja í málum er varða almenning. Þetta segir formaður blaðamannafélagsins sem telur yfirlýsingar þeirra á samfélagsmiðlum ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál. Hér áður fyrr þegar kjörnir fulltrúar eða forstjórar fyrirtækja þurftu að svara fyrir erfið mál mættu þeir í viðtöl og svöruðu spurningum fréttamanna. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur þetta að sumu leyti breyst því aldrei hefur verið auðveldara að stýra umræðunni með einhliða yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Við sjáum dæmi. Þegar Samgönguráðherra var sakaður um að hafa viðhaft rasísk ummæli svaraði hann ekki símtölum fréttamanna, setti yfirlýsingu á Facebook og sagði að þar með væri hann búinn að svara fyrir málið. Yfirlýsing Sigurðar Inga.skjáskot „Ég er búinn að svara,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi daginn eftir að hann birti færsluna. Búið að svara fyrir málið? Þegar nýsköpunarráðherra var gagnrýnd fyrir umdeilt læk svaraði hún heldur ekki símtölum en sendi frá sér yfirlýsingu. Það gerði einnig framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags á föstudaginn eftir nokkra klukkutíma í felum og nú síðast forstjóri Brims í dag þegar hann vitnaði í stutta yfirlýsingu senda af almannatengslafyrirtæki og sagði að þar með væri búið að svara fyrir málið. Þrátt fyrir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi í síðasta mánuði sagt að auka þyrfti gagnsæi og sinna samfélaginu með trúverðugu samtali. Formaður blaðamannafélagsins hefur merkt þessa hegðun í auknum mæli. „Það segir sig sjálft að stöðuuppfærsla eða einhver yfirlýsing eins og þetta er alltaf bara einhliða. Þetta er voðalega þægileg leið ef þú ert hræddur við að koma og reyna að svara spurningum, þá er þetta kannski auðveldasta leiðin en þetta er ekki heiðarlegasta leiðin,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins. Sérstaklega á tímum þar sem mikil krafa er um gagnsæi og virkt samtal eins og fram kemur á nokkrum stöðum í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Almenningur ætti kannski að láta meira í sér heyra þegar svona gerist vegna þess að blaðamenn eru alltaf að reyna að ná í upplýsingar og fá svar við spurningum sem almenningur er að spyrja sig. Að þetta skuli vera látið óátalið er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að stöðva.“ Fjölmiðlar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Hér áður fyrr þegar kjörnir fulltrúar eða forstjórar fyrirtækja þurftu að svara fyrir erfið mál mættu þeir í viðtöl og svöruðu spurningum fréttamanna. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur þetta að sumu leyti breyst því aldrei hefur verið auðveldara að stýra umræðunni með einhliða yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Við sjáum dæmi. Þegar Samgönguráðherra var sakaður um að hafa viðhaft rasísk ummæli svaraði hann ekki símtölum fréttamanna, setti yfirlýsingu á Facebook og sagði að þar með væri hann búinn að svara fyrir málið. Yfirlýsing Sigurðar Inga.skjáskot „Ég er búinn að svara,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi daginn eftir að hann birti færsluna. Búið að svara fyrir málið? Þegar nýsköpunarráðherra var gagnrýnd fyrir umdeilt læk svaraði hún heldur ekki símtölum en sendi frá sér yfirlýsingu. Það gerði einnig framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags á föstudaginn eftir nokkra klukkutíma í felum og nú síðast forstjóri Brims í dag þegar hann vitnaði í stutta yfirlýsingu senda af almannatengslafyrirtæki og sagði að þar með væri búið að svara fyrir málið. Þrátt fyrir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi í síðasta mánuði sagt að auka þyrfti gagnsæi og sinna samfélaginu með trúverðugu samtali. Formaður blaðamannafélagsins hefur merkt þessa hegðun í auknum mæli. „Það segir sig sjálft að stöðuuppfærsla eða einhver yfirlýsing eins og þetta er alltaf bara einhliða. Þetta er voðalega þægileg leið ef þú ert hræddur við að koma og reyna að svara spurningum, þá er þetta kannski auðveldasta leiðin en þetta er ekki heiðarlegasta leiðin,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins. Sérstaklega á tímum þar sem mikil krafa er um gagnsæi og virkt samtal eins og fram kemur á nokkrum stöðum í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Almenningur ætti kannski að láta meira í sér heyra þegar svona gerist vegna þess að blaðamenn eru alltaf að reyna að ná í upplýsingar og fá svar við spurningum sem almenningur er að spyrja sig. Að þetta skuli vera látið óátalið er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að stöðva.“
Fjölmiðlar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira