Mútumál skekur Evrópuþingið: Heitir því að engum verði hlíft Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2022 22:02 Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, segir að málið verði rannsakað til hlítar. AP/Jean-Francois Badias Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, segir árás hafa verið gerða á lýðræðið í Evrópu. Það er í kjölfar þess að einn varaforseta Evrópuþingsins, og þrír aðrir voru handteknir og hafa verið sakaðir um að þiggja mútur frá yfirvöldum í Katar. Saksóknarar í Belgíu hafa samkvæmt BBC sakað yfirvöld í Katar um að beita mútum til að reyna að hafa áhrif á starfsemi Evrópusambandsins. Þeir segja sérstaka áherslu hafa verið lagða á að ná til aðstoðarmanna á þinginu. Eva Kaili, ein af fjórtán varaforsetum þingsins, og þrír aðrir þingmenn voru handteknir um helgina og hafa þau verið ákærð fyrir mútuþægni og fjárþvætti. Tveir aðrir sem voru handteknir og yfirheyrðir hafa ekki verið ákærðir. Fundu 150 þúsund í reiðufé Lögreglan í Belgíu hefur gert húsleit á fjölmörgum heimilum og skrifstofum á þinginu frá því á föstudaginn. því um helgina, lagði hald á minnst sex hundruð þúsund evrur í reiðufé, samkvæmt frétt Politico. Á einu heimili fundust hundrað og fimmtíu þúsund evrur í reiðufé. Sjá einnig: Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Lögreglan hefur þar að auki lokað á aðgang tíu starfsmanna þingsins að tölvukerfi þess til að varðveita gögn vegna rannsóknarinnar og hefur hald verið lagt á tölvur og síma. Eva Kaili, einn af varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið handtekin ásamt maka hennar en hún er grunuð um að hafa þegið mútur frá Katar.EPA/JALAL MORCHIDI Neita sök Auk Kaili var Francesco Giorgi, maki hennar og starfsmaður þingsins, handtekinn. Eigur þeirra og fjölskyldu Kaili í Grikklandi hafa verið frystar af yfirvöldum þar. Húsleit var einnig gerð hjá þingmanninum Marc Tarabella í dag. Hann var ekki handtekinn og segist ekkert hafa gert af sér en honum hefur þó verið vikið úr sendinefnd þingsins gagnvart Arabíuskaganum. Einnig er vitað að Pier Antonio Panzeri, fyrrverandi þingmaður, er til rannsóknar auk forsvarsmanns verkalýðsfélags í Brussel og ítalsks aðila sem ekki hefur verið nafngreindur. Fjórmenningarnir neita sök. Það gera yfirvöld í Katar einnig. Í yfirlýsingu sem birt var um helgina sögðu ráðamenn þar að yfirvöld færu ávallt eftir alþjóðalögum og reglum. pic.twitter.com/mdxmvl8EOF— Qatar Mission to the European Union (@QatarMissionEU) December 11, 2022 Ötull stuðningsmaður Katar Loucas Fourlas, þingmaður frá Kýpur steig fram um helgina og sagði að Kaili hefði beðið sig um að gera breytingar á skýrslu Evrópuþingsins um mannréttindi í Katar. Hann sagði að tillögur hennar hefðu snúið að því að draga úr ásökunum um mannréttindabrot í Katar. Í ræðu í nóvember þar sem verið var að ræða meint mannréttindabrot yfirvalda í Katar gegn farandverkafólki sem kom að því að byggja leikvanga og aðra innvið vegna Heimsmeistaramótsins, sagði hún Katar mjög framarlega þegar kæmi að réttindum verkafólks. Hún ferðaðist einnig nýverið til Katar og hitti ráðherra þar. Í kjölfar þeirrar heimsóknar sótti hún fund dómsmála- og innansambandsnefndar ESB. Hún situr ekki í nefndinni en mætti samt til að styðja tillögu um að íbúar Katar og Kúveit fái að ferðast innan Schengen-svæðisins án vegabréfsáritana. Mögulega toppurinn á ísjakanum Gagnsæissérfræðingar segja mögulegt að það sem komið hafi í ljós hingað til gæti einungis verið toppurinn á ísjakanum. Sérfræðingar sem vakta Evrópusambandið segja mikla þörf á endurbótum hjá þinginu og Evrópusambandinu og vísa til þess að þingið hafi lengi komið í veg fyrir að stofnun verði mynduð til að vakta starfsemi þingsins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lengi frestað birtingu tillögu um stofnun nokkurs kona innri endurskoðenda ESB sem hafi vald til að rannsaka meinta spillingu og refsa fólki fyrir brot. Í ræðu sem hún hélt í dag sagði Metsola að undanfarnir dagar hefðu verið einhverjir þeir erfiðustu í starfi hennar. Hún hét því að málið yrði rannsakað til hlítar og að engum yrði hlíft. Þá verði skoðað að gera breytingar til að auka gegnsæi og verja gegn spillingu. I am in politics to fight corruption.To stand up for Europe. We will meet this test head on. There will be no impunity.There will be no sweeping under the carpet.There will be no business as usual.@Europarl_EN stands against enemies of democracy wherever they come from. pic.twitter.com/60SW8TzV1K— Roberta Metsola (@EP_President) December 12, 2022 Evrópuþingið er skipað 705 þingmönnum frá 27 ríkjum og er eina stofnun ESB sem kosið er til. Í frétt Washington Post segir að innan stofnana ESB sé talað um málið sem stærsta hneyksli sambandsins á undanförnum árum og er vísað til ummæla Annalenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, um að trúverðugleiki Evrópusambandsins sé í húfi. Victor Orbán, hinn umdeildi forsætisráðherra Ungverjalands, hæddist að Evrópusambandinu í kjölfar þess að ásakanirnar litu dagsins ljós. Framkvæmdastjórn ESB lagði nýverið til að umfangsmiklar fjárveitingar til Ungverjalands yrðu frystar vegna áhyggja af stöðu lýðræðisins þar í landi. Orbán hefur líka verið gagnrýndur fyrir að stöðva aðstoð ESB til Úkraínu. Good morning to the European Parliament! @Europarl_EN pic.twitter.com/VYXGeSOwul— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) December 12, 2022 Evrópusambandið Belgía Grikkland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Saksóknarar í Belgíu hafa samkvæmt BBC sakað yfirvöld í Katar um að beita mútum til að reyna að hafa áhrif á starfsemi Evrópusambandsins. Þeir segja sérstaka áherslu hafa verið lagða á að ná til aðstoðarmanna á þinginu. Eva Kaili, ein af fjórtán varaforsetum þingsins, og þrír aðrir þingmenn voru handteknir um helgina og hafa þau verið ákærð fyrir mútuþægni og fjárþvætti. Tveir aðrir sem voru handteknir og yfirheyrðir hafa ekki verið ákærðir. Fundu 150 þúsund í reiðufé Lögreglan í Belgíu hefur gert húsleit á fjölmörgum heimilum og skrifstofum á þinginu frá því á föstudaginn. því um helgina, lagði hald á minnst sex hundruð þúsund evrur í reiðufé, samkvæmt frétt Politico. Á einu heimili fundust hundrað og fimmtíu þúsund evrur í reiðufé. Sjá einnig: Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Lögreglan hefur þar að auki lokað á aðgang tíu starfsmanna þingsins að tölvukerfi þess til að varðveita gögn vegna rannsóknarinnar og hefur hald verið lagt á tölvur og síma. Eva Kaili, einn af varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið handtekin ásamt maka hennar en hún er grunuð um að hafa þegið mútur frá Katar.EPA/JALAL MORCHIDI Neita sök Auk Kaili var Francesco Giorgi, maki hennar og starfsmaður þingsins, handtekinn. Eigur þeirra og fjölskyldu Kaili í Grikklandi hafa verið frystar af yfirvöldum þar. Húsleit var einnig gerð hjá þingmanninum Marc Tarabella í dag. Hann var ekki handtekinn og segist ekkert hafa gert af sér en honum hefur þó verið vikið úr sendinefnd þingsins gagnvart Arabíuskaganum. Einnig er vitað að Pier Antonio Panzeri, fyrrverandi þingmaður, er til rannsóknar auk forsvarsmanns verkalýðsfélags í Brussel og ítalsks aðila sem ekki hefur verið nafngreindur. Fjórmenningarnir neita sök. Það gera yfirvöld í Katar einnig. Í yfirlýsingu sem birt var um helgina sögðu ráðamenn þar að yfirvöld færu ávallt eftir alþjóðalögum og reglum. pic.twitter.com/mdxmvl8EOF— Qatar Mission to the European Union (@QatarMissionEU) December 11, 2022 Ötull stuðningsmaður Katar Loucas Fourlas, þingmaður frá Kýpur steig fram um helgina og sagði að Kaili hefði beðið sig um að gera breytingar á skýrslu Evrópuþingsins um mannréttindi í Katar. Hann sagði að tillögur hennar hefðu snúið að því að draga úr ásökunum um mannréttindabrot í Katar. Í ræðu í nóvember þar sem verið var að ræða meint mannréttindabrot yfirvalda í Katar gegn farandverkafólki sem kom að því að byggja leikvanga og aðra innvið vegna Heimsmeistaramótsins, sagði hún Katar mjög framarlega þegar kæmi að réttindum verkafólks. Hún ferðaðist einnig nýverið til Katar og hitti ráðherra þar. Í kjölfar þeirrar heimsóknar sótti hún fund dómsmála- og innansambandsnefndar ESB. Hún situr ekki í nefndinni en mætti samt til að styðja tillögu um að íbúar Katar og Kúveit fái að ferðast innan Schengen-svæðisins án vegabréfsáritana. Mögulega toppurinn á ísjakanum Gagnsæissérfræðingar segja mögulegt að það sem komið hafi í ljós hingað til gæti einungis verið toppurinn á ísjakanum. Sérfræðingar sem vakta Evrópusambandið segja mikla þörf á endurbótum hjá þinginu og Evrópusambandinu og vísa til þess að þingið hafi lengi komið í veg fyrir að stofnun verði mynduð til að vakta starfsemi þingsins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lengi frestað birtingu tillögu um stofnun nokkurs kona innri endurskoðenda ESB sem hafi vald til að rannsaka meinta spillingu og refsa fólki fyrir brot. Í ræðu sem hún hélt í dag sagði Metsola að undanfarnir dagar hefðu verið einhverjir þeir erfiðustu í starfi hennar. Hún hét því að málið yrði rannsakað til hlítar og að engum yrði hlíft. Þá verði skoðað að gera breytingar til að auka gegnsæi og verja gegn spillingu. I am in politics to fight corruption.To stand up for Europe. We will meet this test head on. There will be no impunity.There will be no sweeping under the carpet.There will be no business as usual.@Europarl_EN stands against enemies of democracy wherever they come from. pic.twitter.com/60SW8TzV1K— Roberta Metsola (@EP_President) December 12, 2022 Evrópuþingið er skipað 705 þingmönnum frá 27 ríkjum og er eina stofnun ESB sem kosið er til. Í frétt Washington Post segir að innan stofnana ESB sé talað um málið sem stærsta hneyksli sambandsins á undanförnum árum og er vísað til ummæla Annalenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, um að trúverðugleiki Evrópusambandsins sé í húfi. Victor Orbán, hinn umdeildi forsætisráðherra Ungverjalands, hæddist að Evrópusambandinu í kjölfar þess að ásakanirnar litu dagsins ljós. Framkvæmdastjórn ESB lagði nýverið til að umfangsmiklar fjárveitingar til Ungverjalands yrðu frystar vegna áhyggja af stöðu lýðræðisins þar í landi. Orbán hefur líka verið gagnrýndur fyrir að stöðva aðstoð ESB til Úkraínu. Good morning to the European Parliament! @Europarl_EN pic.twitter.com/VYXGeSOwul— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) December 12, 2022
Evrópusambandið Belgía Grikkland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira