Þumalputtareglan að svara gagnrýni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. desember 2022 22:40 Andrés Jónsson almannatengill ræddi málin í Reykjavík síðdegis. Vísir/Vilhelm Almannatengill segir almennt ekki vænlegt til árangurs að bíða opinbera gagnrýni af sér, þegjandi og hljóðalaust. Yfirleitt sé betra að svara eða sýna að verið sé að hlusta. Reglan er þó ekki undantekningarlaus. Andrés Jónsson almannatengill ræddi krísustjórnun á almennum nótum í Reykjavík síðdegis í dag. Eðli málsins samkvæmt gat hann ekki rætt einstök mál efnislega en tilefni viðtalsins er meðal annars vegna einhliða yfirlýsinga fyrirtækja, sem gagnrýndar hafa verið undanfarið. Forstjóri Brims vísaði til að mynda einungis til yfirlýsingar fyrr í dag, sem samin var af almannatengslafyrirtæki, og vildi engu við hana bæta. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins ræddi málið einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði að samfélagið þyrfti að stöðva þessa þróun. Andrés segir málið ekki klippt og skorið. „Almenna þumalputtareglan er að svara gagnrýni og bregðast við, og leiðrétta ef eitthvað er, eða segja alla vega: Við erum að hlusta, við vitum af þessu, við skiljum af hverju þið eruð að varpa þessum spurningum fram. Og sýna, ef við erum ekki með svörin, þá munum við koma með þau um leið og við erum búin að skoða málið betur,“ segir Andrés. Stundum gildar ástæður Hann bætir við að með þessari aðferð sé hægt að ná betur utan um umræðuna og því eðlilegt að svara eftir atvikum. Eins og með allflestar reglur, er hún þó ekki undantekningarlaus. „Það eru stundum gildar ástæður. Það eru alls konar ástæður fyrir því að fólk kannski bregst seint við eða treystir sér ekki til að fara í viðtal eða annað. Stundum er það þannig að mál verða bara verri, það er kannski eitthvað sem við ekki vitum sem tengist þessu sem þú getur ekki sagt. Og ef þú myndir segja það þá yrði útkoman jafnvel enn verri í umræðunni heldur en að láta yfir sig ganga einhverja svona öldu,“ segir Andrés. Hann segir að málin geti jafnan verið flókin, sérstaklega þegar tilfinningar eru í spilinu. „Öll þessi mál geta snúist mjög hratt og það er mjög auðvelt að gera mistök. Ég hef unnið með fullt af aðilum sem hafa mikið traust og eru góðir í samskiptum. Flest fyrirtæki á Íslandi, flestar stofnanir þurfa að viðhalda trausti almennings. Það er mikilvægt að vera góður í að svara, það er verra að vera með enga góða talsmenn og fara aldrei í viðtöl, og hlaupa undan slæmum málum, af því það rýrir traustið. En það er samt engin trygging. Það er mjög auðvelt að verða fótaskortur á þessu svelli og ég bið kannski fólk að hafa aðeins í huga að það eru ekki allir vitleysingar og það eru ekki allir illgjarnir.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill ræddi krísustjórnun á almennum nótum í Reykjavík síðdegis í dag. Eðli málsins samkvæmt gat hann ekki rætt einstök mál efnislega en tilefni viðtalsins er meðal annars vegna einhliða yfirlýsinga fyrirtækja, sem gagnrýndar hafa verið undanfarið. Forstjóri Brims vísaði til að mynda einungis til yfirlýsingar fyrr í dag, sem samin var af almannatengslafyrirtæki, og vildi engu við hana bæta. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins ræddi málið einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði að samfélagið þyrfti að stöðva þessa þróun. Andrés segir málið ekki klippt og skorið. „Almenna þumalputtareglan er að svara gagnrýni og bregðast við, og leiðrétta ef eitthvað er, eða segja alla vega: Við erum að hlusta, við vitum af þessu, við skiljum af hverju þið eruð að varpa þessum spurningum fram. Og sýna, ef við erum ekki með svörin, þá munum við koma með þau um leið og við erum búin að skoða málið betur,“ segir Andrés. Stundum gildar ástæður Hann bætir við að með þessari aðferð sé hægt að ná betur utan um umræðuna og því eðlilegt að svara eftir atvikum. Eins og með allflestar reglur, er hún þó ekki undantekningarlaus. „Það eru stundum gildar ástæður. Það eru alls konar ástæður fyrir því að fólk kannski bregst seint við eða treystir sér ekki til að fara í viðtal eða annað. Stundum er það þannig að mál verða bara verri, það er kannski eitthvað sem við ekki vitum sem tengist þessu sem þú getur ekki sagt. Og ef þú myndir segja það þá yrði útkoman jafnvel enn verri í umræðunni heldur en að láta yfir sig ganga einhverja svona öldu,“ segir Andrés. Hann segir að málin geti jafnan verið flókin, sérstaklega þegar tilfinningar eru í spilinu. „Öll þessi mál geta snúist mjög hratt og það er mjög auðvelt að gera mistök. Ég hef unnið með fullt af aðilum sem hafa mikið traust og eru góðir í samskiptum. Flest fyrirtæki á Íslandi, flestar stofnanir þurfa að viðhalda trausti almennings. Það er mikilvægt að vera góður í að svara, það er verra að vera með enga góða talsmenn og fara aldrei í viðtöl, og hlaupa undan slæmum málum, af því það rýrir traustið. En það er samt engin trygging. Það er mjög auðvelt að verða fótaskortur á þessu svelli og ég bið kannski fólk að hafa aðeins í huga að það eru ekki allir vitleysingar og það eru ekki allir illgjarnir.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira