Klæmint er mikill markaskorari og er bæði markahæstur í sögu efstu deildar í Færeyjum og þá hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir færeyska landsliðið, eða tíu. Hann hefur skorað 226 mörk í 358 leikjum í færeysku úrvalsdeildinni.
Alls hefur Klæmint skorað 258 mörk fyrir NSÍ Runavík féll úr færeysku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og hann ákvað í kjölfarið að róa á ný mið.
Vit gleða okkum til at bjóða tær vælkomnum í okkara sterka toymi Klæmint Andrasson Olsen
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) December 13, 2022
Klæmint hefur leikið 363 leiki fyrir NSI Runavík og skorað í þeim 242 mörk
Halldór Halldórsson pic.twitter.com/FOd9w7aa1C
Klæmint er sjötti leikmaðurinn sem Breiðablik fær eftir að síðasta tímabili lauk. Áður voru landi hans Patrik Johannessen, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Alex Freyr Elísson, Eyþór Aron Wöhler og Ágúst Eðvald Hlynsson komnir til Blika.
Klæmint þekkir ágætlega að spila undir stjórn íslensks þjálfara en Guðjón Þórðarson var þjálfari NSÍ tímabilið 2019.