Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 20:16 Vopnaðir hermenn á götum Arequipa. Mótmælendur stöðvuðu flugumferð á alþjóðaflugvellinum þar á dögunum. AP/José Sotomayor Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. Neyðarlögin gilda um allt landið í þrjátíu daga. Luis Otarola Peñaranda, varnarmálaráðherra, vísaði til þess að nauðsynlegt væri að grípa til ákveðinna aðgerða til að bregðast við skemmdarverkum, ofbeldi og vegartálmum sem mótmælendur hafa sett upp. Lögreglan og herinn fær heimild til þess að leita á heimilum fólks án leyfis eða réttarheimildar. Otarola segir að ekki hafi ákveðið hvort að útgöngubanni verði komið á. Að minnsta kosti sjö manns hafa látist í mótmælunum. Mótmælendur hafa meðal annars sett upp vegartálma í höfuðborginni Lima og í mörgum smærri bæjum og þorpum. Þeir hafa kveikt í lögreglustöðvum, hertekið flugvöll flughersins og rutt sér leið inn á flugbraut alþjóðaflugvallar í Arequipa sem er mikilvægur ferðaþjónustunni í landinu. Þeir krefjast þess að Castillo verði sleppt úr haldi en hann er sakaður um spillingu og að reyna að ræna völdum í landinu. Þá vilja þeir að boðað verði til kosninga tafarlaust. Dina Boluarte, varaforsetaefni Castillo sem tók við af honum, hefur gert að því skóna að kosið verði í desember á næsta ári. Castillo ætlaði að leysa upp þingið áður en það gæti greitt atkvæði um að kæra hann fyrir embættisbrot í þriðja skipti. Þess í stað veik þingið honum úr embætti. Castillo var handtekinn og sakaður um að ætla að sækjast eftir pólitísku hæli í mexíkóska sendiráðinu. Perú Tengdar fréttir Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Forseti Perú ákærður fyrir spillingu Saksóknari í Perú hefur ákært forseta landsins, Pedro Castillo, fyrir spillingu. Samkvæmt ákærunni á forsetinn að tilheyra glæpasamtökum, en forsetinn sjálfur neitar sök í málinu. 12. október 2022 09:05 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Neyðarlögin gilda um allt landið í þrjátíu daga. Luis Otarola Peñaranda, varnarmálaráðherra, vísaði til þess að nauðsynlegt væri að grípa til ákveðinna aðgerða til að bregðast við skemmdarverkum, ofbeldi og vegartálmum sem mótmælendur hafa sett upp. Lögreglan og herinn fær heimild til þess að leita á heimilum fólks án leyfis eða réttarheimildar. Otarola segir að ekki hafi ákveðið hvort að útgöngubanni verði komið á. Að minnsta kosti sjö manns hafa látist í mótmælunum. Mótmælendur hafa meðal annars sett upp vegartálma í höfuðborginni Lima og í mörgum smærri bæjum og þorpum. Þeir hafa kveikt í lögreglustöðvum, hertekið flugvöll flughersins og rutt sér leið inn á flugbraut alþjóðaflugvallar í Arequipa sem er mikilvægur ferðaþjónustunni í landinu. Þeir krefjast þess að Castillo verði sleppt úr haldi en hann er sakaður um spillingu og að reyna að ræna völdum í landinu. Þá vilja þeir að boðað verði til kosninga tafarlaust. Dina Boluarte, varaforsetaefni Castillo sem tók við af honum, hefur gert að því skóna að kosið verði í desember á næsta ári. Castillo ætlaði að leysa upp þingið áður en það gæti greitt atkvæði um að kæra hann fyrir embættisbrot í þriðja skipti. Þess í stað veik þingið honum úr embætti. Castillo var handtekinn og sakaður um að ætla að sækjast eftir pólitísku hæli í mexíkóska sendiráðinu.
Perú Tengdar fréttir Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Forseti Perú ákærður fyrir spillingu Saksóknari í Perú hefur ákært forseta landsins, Pedro Castillo, fyrir spillingu. Samkvæmt ákærunni á forsetinn að tilheyra glæpasamtökum, en forsetinn sjálfur neitar sök í málinu. 12. október 2022 09:05 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39
Forseti Perú ákærður fyrir spillingu Saksóknari í Perú hefur ákært forseta landsins, Pedro Castillo, fyrir spillingu. Samkvæmt ákærunni á forsetinn að tilheyra glæpasamtökum, en forsetinn sjálfur neitar sök í málinu. 12. október 2022 09:05