Blómstrið er dýrt eða ekki til – á ábyrgð stjórnvalda Ólafur Stephensen skrifar 15. desember 2022 15:01 „... og blómstrið það á þrótt / að veita vor og yndi / um vetrar miðja nótt,“ segir í jólasálmi Matthíasar Jochumssonar. Sjálfsagt eru fleiri en greinarhöfundur sem finnst gaman að lífga upp á skammdegið með nýskornum jólatúlipönum. Nú bregður hins vegar svo við að sáralítið af innlendum túlipönum sést í verzlunum þótt komið sé fram í miðjan desember. Blómaverzlanir fá loðin og lítil svör þegar þær reyna að panta íslenzka túlipana og eru í fullkominni óvissu um hvort þær fá blóm, hvenær og þá hversu mikið. Einhvers konar uppskerubrestur virðist hrjá íslenzka túlipanaframleiðslu. Sums staðar eru í boði fáein búnt af innfluttum túlipönum, þar sem sjö blóm kosta að lágmarki upp undir þrjú þúsund krónur. Það er verð sem enginn neytandi í nágrannalöndunum myndi láta bjóða sér. Hinn stóri kostur frjálsra alþjóðaviðskipta er að skort í einu landi má bæta upp með því að kaupa vörur í öðru. En milliríkjaviðskipti með blóm eru alls ekki frjáls á Íslandi. Ef blómaverzlun vill bregðast við skorti á innlendri vöru með því að flytja inn blóm er henni gert það nánast ókleift með himinháum tollum. Innflutningsverðið þrefaldast vegna tolla Tökum dæmi: Búnt af tíu túlipönum kostar 600 krónur í innkaupum, komið til landsins. Á hvert blóm leggst 95 króna stykkjatollur, auk 30% verðtolls. Tollarnir eru þá 1.130 krónur, nánast tvöfalt innkaupsverðið, og kostnaðarverð búntsins komið í tæplega þrefalt innkaupsverð. Þá er eftir að greiða laun starfsmanna og allan annan kostnað. Verzlunin á tvo kosti; að sleppa innflutningum eða bjóða blómin á svo háu verði að neytendur veigra sér við að kaupa þau. Eins og áður segir virðist vera uppskerubrestur hjá íslenzkum túlipanaframleiðendum. Með lagabreytingu 2019 var felldur úr lögum sá möguleiki að bregðast við slíku ástandi með því að lækka tolla tímabundið og gefa út svokallaðan skortkvóta. Það er með öðrum orðum ekki hægt að virkja gangverk alþjóðaviðskipta til að bæta úr skortinum í þágu blómaverzlana og viðskiptavina þeirra. Þögn fjármálaráðherrans Félag atvinnurekenda og 25 blómaverzlanir sendu fjármálaráðuneytinu og þáverandi atvinnuvegaráðuneyti erindi haustið 2019 og fóru fram á endurskoðun á tollum á blóm. Var m.a. bent á að vel mætti lækka tolla án þess að það hefði nein áhrif á innlenda framleiðslu, vegna þess að annars vegar eru lagðir tollar á fjölda blómategunda sem alls ekki eru ræktaðar á Íslandi og hins vegar annar framleiðsla þeirra fáu blómategunda sem eru ræktaðar á Íslandi engan veginn eftirspurn. Erindinu var vel tekið í fyrstu, fjármálaráðuneytið kallaði hagsmunaaðila á fundi og lagði talsverða vinnu í að skoða gögn málsins. Tilkynnt var að niðurstöðu væri að vænta í júní 2020 þegar „pólitíkin“ í ráðuneytinu væri búin að taka afstöðu til þess. Svo hætti ráðuneytið skyndilega að svara bréfum. Margítrekuðum fyrirspurnum FA til Bjarna Benediktsonar fjármálaráðherra um stöðu málsins hefur síðan verið mætt með þögninni einni. Lækkun tolla á blómum myndi þýða aukna veltu á blómamarkaði, sem þýddi auknar tekjur fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Þau tækifæri virðist fjármálaráðherrann ekki koma auga á. Ekki verður annað ráðið af þögn hans en að ráðherrann vilji standa vörð um óréttlátt og úr sér gengið kerfi sem verndar hagsmuni örfárra fyrirtækja, sem geta svo ekki einu sinni mætt eftirspurn á markaðnum sem þau þykjast sinna. Verndin er á kostnað neytenda, sem annaðhvort grípa í tómt í búðunum eða mega greiða miklu hærra verð fyrir blóm en gerist í nágrannalöndunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Blóm Stjórnsýsla Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
„... og blómstrið það á þrótt / að veita vor og yndi / um vetrar miðja nótt,“ segir í jólasálmi Matthíasar Jochumssonar. Sjálfsagt eru fleiri en greinarhöfundur sem finnst gaman að lífga upp á skammdegið með nýskornum jólatúlipönum. Nú bregður hins vegar svo við að sáralítið af innlendum túlipönum sést í verzlunum þótt komið sé fram í miðjan desember. Blómaverzlanir fá loðin og lítil svör þegar þær reyna að panta íslenzka túlipana og eru í fullkominni óvissu um hvort þær fá blóm, hvenær og þá hversu mikið. Einhvers konar uppskerubrestur virðist hrjá íslenzka túlipanaframleiðslu. Sums staðar eru í boði fáein búnt af innfluttum túlipönum, þar sem sjö blóm kosta að lágmarki upp undir þrjú þúsund krónur. Það er verð sem enginn neytandi í nágrannalöndunum myndi láta bjóða sér. Hinn stóri kostur frjálsra alþjóðaviðskipta er að skort í einu landi má bæta upp með því að kaupa vörur í öðru. En milliríkjaviðskipti með blóm eru alls ekki frjáls á Íslandi. Ef blómaverzlun vill bregðast við skorti á innlendri vöru með því að flytja inn blóm er henni gert það nánast ókleift með himinháum tollum. Innflutningsverðið þrefaldast vegna tolla Tökum dæmi: Búnt af tíu túlipönum kostar 600 krónur í innkaupum, komið til landsins. Á hvert blóm leggst 95 króna stykkjatollur, auk 30% verðtolls. Tollarnir eru þá 1.130 krónur, nánast tvöfalt innkaupsverðið, og kostnaðarverð búntsins komið í tæplega þrefalt innkaupsverð. Þá er eftir að greiða laun starfsmanna og allan annan kostnað. Verzlunin á tvo kosti; að sleppa innflutningum eða bjóða blómin á svo háu verði að neytendur veigra sér við að kaupa þau. Eins og áður segir virðist vera uppskerubrestur hjá íslenzkum túlipanaframleiðendum. Með lagabreytingu 2019 var felldur úr lögum sá möguleiki að bregðast við slíku ástandi með því að lækka tolla tímabundið og gefa út svokallaðan skortkvóta. Það er með öðrum orðum ekki hægt að virkja gangverk alþjóðaviðskipta til að bæta úr skortinum í þágu blómaverzlana og viðskiptavina þeirra. Þögn fjármálaráðherrans Félag atvinnurekenda og 25 blómaverzlanir sendu fjármálaráðuneytinu og þáverandi atvinnuvegaráðuneyti erindi haustið 2019 og fóru fram á endurskoðun á tollum á blóm. Var m.a. bent á að vel mætti lækka tolla án þess að það hefði nein áhrif á innlenda framleiðslu, vegna þess að annars vegar eru lagðir tollar á fjölda blómategunda sem alls ekki eru ræktaðar á Íslandi og hins vegar annar framleiðsla þeirra fáu blómategunda sem eru ræktaðar á Íslandi engan veginn eftirspurn. Erindinu var vel tekið í fyrstu, fjármálaráðuneytið kallaði hagsmunaaðila á fundi og lagði talsverða vinnu í að skoða gögn málsins. Tilkynnt var að niðurstöðu væri að vænta í júní 2020 þegar „pólitíkin“ í ráðuneytinu væri búin að taka afstöðu til þess. Svo hætti ráðuneytið skyndilega að svara bréfum. Margítrekuðum fyrirspurnum FA til Bjarna Benediktsonar fjármálaráðherra um stöðu málsins hefur síðan verið mætt með þögninni einni. Lækkun tolla á blómum myndi þýða aukna veltu á blómamarkaði, sem þýddi auknar tekjur fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Þau tækifæri virðist fjármálaráðherrann ekki koma auga á. Ekki verður annað ráðið af þögn hans en að ráðherrann vilji standa vörð um óréttlátt og úr sér gengið kerfi sem verndar hagsmuni örfárra fyrirtækja, sem geta svo ekki einu sinni mætt eftirspurn á markaðnum sem þau þykjast sinna. Verndin er á kostnað neytenda, sem annaðhvort grípa í tómt í búðunum eða mega greiða miklu hærra verð fyrir blóm en gerist í nágrannalöndunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar