„Fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2022 22:30 Styrmir Snær Þrastarson var frábær í liði Þórs í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Styrmir Snær Þrastarson skilaði 26 stigum og níu fráköstum er Þór frá Þorlákshöfn vann sinn annan leik á tímabilinu og lyfti sér þar með upp úr botnsæti Subway-deildar karla í körfubolta. Leikmaðurinn segir að nú þurfi liðið að byggja ofan á þennan leik og fara að tengja saman sigra. „Það er bara virkilega gott og við þurfum að byggja ofan á þessu. Þetta er annar leikurinn okkar í vetur þar sem við erum búnir að vera góðir þannig við þurfum bara að byggja ofan á þessu og halda áfram,“ sagði Styrmir að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina frá upphafi leiks, en áttu í vandræðum með að hrista gestina af sér í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu mest átta stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en sprengdu leikinn upp í þriðja leikhluta og voru nánast búnir að gera út um hann áður en lokaleikhlutinn hófst. „Við í rauninni dettum bara í þennan takt þar sem við spilum frábæra vörn og förum að senda boltann mjög vel í sókninni. Þá galopnast allt og við fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um.“ Styrmir getur verið stoltur af sínu dagsverki, en hann skilaði 26 stigum, níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Liðsfélagi hans, Vincent Shahid, var einnig frábær og skoraði 41 stig, ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. „Það er geggjað að hafa hann. Hann náttúrulega æfði ekkert í vikunni. Hann skar sig á putta og var ekkert búinn að æfa í vikunni en kom svo og setti einhverja 52 framlagspunkta hérna. Ég tel það nú bara vera allt í lagi,“ sagði Styrmir léttur. Næsti leikur Þórs er gegn Grindvíkingum á milli jóla og nýárs og Styrmir segir að sigurinn í kvöld muni fylgja liðinu í þann leik. „Já algjörlega. Við erum bara að horfa upp á við því við getum ekki farið mikið neðar. Við þurfum bara eins og ég segi að fara að byggja upp á þessu.“ Að lokum viðurkennir Styrmir að það sé góð tilfinning að vera ekki lengur á botni deildarinnar. „Það hefur allavega verið svona aftast í hausnum og það er gott að vera ekki á botninum yfir jólin. En við erum samt enn í fallsæti og við þurfum bara að horfa upp á við.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
„Það er bara virkilega gott og við þurfum að byggja ofan á þessu. Þetta er annar leikurinn okkar í vetur þar sem við erum búnir að vera góðir þannig við þurfum bara að byggja ofan á þessu og halda áfram,“ sagði Styrmir að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina frá upphafi leiks, en áttu í vandræðum með að hrista gestina af sér í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu mest átta stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en sprengdu leikinn upp í þriðja leikhluta og voru nánast búnir að gera út um hann áður en lokaleikhlutinn hófst. „Við í rauninni dettum bara í þennan takt þar sem við spilum frábæra vörn og förum að senda boltann mjög vel í sókninni. Þá galopnast allt og við fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um.“ Styrmir getur verið stoltur af sínu dagsverki, en hann skilaði 26 stigum, níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Liðsfélagi hans, Vincent Shahid, var einnig frábær og skoraði 41 stig, ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. „Það er geggjað að hafa hann. Hann náttúrulega æfði ekkert í vikunni. Hann skar sig á putta og var ekkert búinn að æfa í vikunni en kom svo og setti einhverja 52 framlagspunkta hérna. Ég tel það nú bara vera allt í lagi,“ sagði Styrmir léttur. Næsti leikur Þórs er gegn Grindvíkingum á milli jóla og nýárs og Styrmir segir að sigurinn í kvöld muni fylgja liðinu í þann leik. „Já algjörlega. Við erum bara að horfa upp á við því við getum ekki farið mikið neðar. Við þurfum bara eins og ég segi að fara að byggja upp á þessu.“ Að lokum viðurkennir Styrmir að það sé góð tilfinning að vera ekki lengur á botni deildarinnar. „Það hefur allavega verið svona aftast í hausnum og það er gott að vera ekki á botninum yfir jólin. En við erum samt enn í fallsæti og við þurfum bara að horfa upp á við.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01