Gengur betur næst? Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 17. desember 2022 10:30 Í sumar birti ég greinarflokk á Kjarnanum þar sem ég fjallaði um kreppu og hnignun íslensku verkalýðshreyfingarinnar síðustu fjóra áratugi og greindi ástæðurnar þar að baki. Nú hefur sú kreppa spilast út fyrir almenningssjónum enn á ný, að þessu sinni með snautlegri niðurstöðu af kjarasamningagerð stærstu landssambanda hreyfingarinnar. Undirritaðir hafa verið kjarasamningur sem rýra kaupmátt lág- og millitekjufólks á tímum taumlauss góðæris og fela í sér brellur og blekkingar varðandi áður umsamdar hækkanir. Auk þess eru samningarnir prósentusamningar sem veita fólki með milljón krónur í laun á mánuði tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk. Óðagot og samstöðuleysi við kjarasamningsgerðina leiddi til þess að tækifæri til að setja þrýsting á stjórnvöld glutraðist niður. Aðgerðapakki stjórnvalda var því einstaklega léttvægur og að stórum hluta byggður á brellum og sjónhverfingum. Barnabætur aukast til dæmis ekki heldur rýrna að raunvirði, og talað er um áður samþykktar upphæðir sem ný framlög. Ekki tókst að koma í gegn leigubremsu sem er forsenda þess að hækkanir á húsaleigubótum skili sér raunverulega í vasa leigjenda. Eftir sitja leiðtogar stærstu stéttarfélaga og landssambanda verkafólks vængbrotnir, sneyptir og með skert traust meðal sinna umbjóðenda. Orsakirnar að baki þessum óförum eru nákvæmlega þær sömu og leitt hafa til þess að aðrir leiðtogar hreyfingarinnar hafa á síðustu árum tapað trausti, uppskorið óvinsældir og horfið úr embættum – sama hvort þeir heita Gylfi Arnbjörnsson, Drífa Snædal eða Sigurður Bessson. Þessar orsakir eru tengslaleysi við almennt félagsfólk í hreyfingunni, skortur á gagnsæi og lýðræði innan félaganna og vanræksla á því að beita fjöldanum og kraftinum sem býr í félagsfólki. Leiðtogar hafa gengið einangraðir og fáliðaðir til viðræðna, sett allt sitt traust á launaða sérfræðinga og haldið efnisatriðum viðræðna leyndum fyrir félagsfólki. Þeir láta í reynd Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina ákveða niðurstöðu viðræðna, og sætta sig við að koma fram sem nokkurs konar markaðs- og kynningarfulltrúar þeirrar niðurstöðu þegar allt er um garð gengið. Eftir fyrirheit um nýja tíma innan verkalýðshreyfingarinnar hljóta þessi gatslitnu vinnubrögð að valda vonbrigðum. Árangur í kjaraviðræðum snýst ekki um persónubundna eiginleika einstakra leiðtoga heldur það hversu vel tekst að virkja styrkleika og forskot sem stéttarfélög hafa umfram atvinnurekendur og ríkisvaldið. Styrkleikar verkalýðshreyfingarinnar eru augljóslega fyrst og fremst fjöldi og samstaða félagsfólks. Ég og félagar mínir á B-listanum sem buðum fram og sigruðum í kosningum í Eflingu í byrjun þessa árs höfum frá upphafi lagt alla áherslu á þessi atriði: fjölda, samstöðu og sýnileika verka- og láglaunafólks. Við vitum af okkar eigin reynslu og af reynslu verkafólks um allan heim að árangur næst ekki með reiknikúnstum eða blekkingum. Hann næst með því að við séum fjölmenn, sýnileg og sameinuð. Sölumennskan í kringum nýundirritaða samninga gengur út á að afsaka þá með því að þetta séu aðeins skammtímasamningar, og að meiri árangur muni nást að ári. Það er holur hljómur í þessum rökum. Atvinnurekendur og stjórnvöld hafa náð frábærum árangri á síðustu vikum í að spila á veikleika íslensku verkalýðshreyfingarinnar, og munu að sjálfsögðu leika þann leik á ný að ári. Þá eins og nú verða dregnar fram reiknikúnstir, vísað verður í einverjar erfiðar „aðstæður“ sem hamli launahækkunum og líkt og alltaf verður mögnuð upp óþolandi tímapressa til þess að lágmarka svigrúm hreyfingarinnar til aðgerða. Efling hefur undir forystu minni og Baráttulistans sagt skilið við gömlu íslensku verkalýðshreyfinguna. Í okkar huga þá þýðir það að við ætlum raunverulega að starfa betur og öðruvísi fyrir okkar umbjóðendur. Þess vegna sættum við okkur hvorki við vinnubrögðin né niðurstöðuna af þeim samingnum sem aðrir innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gert. Við vitum að tilgangurinn með því að neyða verkafólk til samþykkis við nýundirritaða samninga er sá að tryggja að hægt verði að leika sama leik næst. Því höfnum við. Við setjum markið hærra. Við erum meira virði. Höfundur er formaður Eflingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í sumar birti ég greinarflokk á Kjarnanum þar sem ég fjallaði um kreppu og hnignun íslensku verkalýðshreyfingarinnar síðustu fjóra áratugi og greindi ástæðurnar þar að baki. Nú hefur sú kreppa spilast út fyrir almenningssjónum enn á ný, að þessu sinni með snautlegri niðurstöðu af kjarasamningagerð stærstu landssambanda hreyfingarinnar. Undirritaðir hafa verið kjarasamningur sem rýra kaupmátt lág- og millitekjufólks á tímum taumlauss góðæris og fela í sér brellur og blekkingar varðandi áður umsamdar hækkanir. Auk þess eru samningarnir prósentusamningar sem veita fólki með milljón krónur í laun á mánuði tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk. Óðagot og samstöðuleysi við kjarasamningsgerðina leiddi til þess að tækifæri til að setja þrýsting á stjórnvöld glutraðist niður. Aðgerðapakki stjórnvalda var því einstaklega léttvægur og að stórum hluta byggður á brellum og sjónhverfingum. Barnabætur aukast til dæmis ekki heldur rýrna að raunvirði, og talað er um áður samþykktar upphæðir sem ný framlög. Ekki tókst að koma í gegn leigubremsu sem er forsenda þess að hækkanir á húsaleigubótum skili sér raunverulega í vasa leigjenda. Eftir sitja leiðtogar stærstu stéttarfélaga og landssambanda verkafólks vængbrotnir, sneyptir og með skert traust meðal sinna umbjóðenda. Orsakirnar að baki þessum óförum eru nákvæmlega þær sömu og leitt hafa til þess að aðrir leiðtogar hreyfingarinnar hafa á síðustu árum tapað trausti, uppskorið óvinsældir og horfið úr embættum – sama hvort þeir heita Gylfi Arnbjörnsson, Drífa Snædal eða Sigurður Bessson. Þessar orsakir eru tengslaleysi við almennt félagsfólk í hreyfingunni, skortur á gagnsæi og lýðræði innan félaganna og vanræksla á því að beita fjöldanum og kraftinum sem býr í félagsfólki. Leiðtogar hafa gengið einangraðir og fáliðaðir til viðræðna, sett allt sitt traust á launaða sérfræðinga og haldið efnisatriðum viðræðna leyndum fyrir félagsfólki. Þeir láta í reynd Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina ákveða niðurstöðu viðræðna, og sætta sig við að koma fram sem nokkurs konar markaðs- og kynningarfulltrúar þeirrar niðurstöðu þegar allt er um garð gengið. Eftir fyrirheit um nýja tíma innan verkalýðshreyfingarinnar hljóta þessi gatslitnu vinnubrögð að valda vonbrigðum. Árangur í kjaraviðræðum snýst ekki um persónubundna eiginleika einstakra leiðtoga heldur það hversu vel tekst að virkja styrkleika og forskot sem stéttarfélög hafa umfram atvinnurekendur og ríkisvaldið. Styrkleikar verkalýðshreyfingarinnar eru augljóslega fyrst og fremst fjöldi og samstaða félagsfólks. Ég og félagar mínir á B-listanum sem buðum fram og sigruðum í kosningum í Eflingu í byrjun þessa árs höfum frá upphafi lagt alla áherslu á þessi atriði: fjölda, samstöðu og sýnileika verka- og láglaunafólks. Við vitum af okkar eigin reynslu og af reynslu verkafólks um allan heim að árangur næst ekki með reiknikúnstum eða blekkingum. Hann næst með því að við séum fjölmenn, sýnileg og sameinuð. Sölumennskan í kringum nýundirritaða samninga gengur út á að afsaka þá með því að þetta séu aðeins skammtímasamningar, og að meiri árangur muni nást að ári. Það er holur hljómur í þessum rökum. Atvinnurekendur og stjórnvöld hafa náð frábærum árangri á síðustu vikum í að spila á veikleika íslensku verkalýðshreyfingarinnar, og munu að sjálfsögðu leika þann leik á ný að ári. Þá eins og nú verða dregnar fram reiknikúnstir, vísað verður í einverjar erfiðar „aðstæður“ sem hamli launahækkunum og líkt og alltaf verður mögnuð upp óþolandi tímapressa til þess að lágmarka svigrúm hreyfingarinnar til aðgerða. Efling hefur undir forystu minni og Baráttulistans sagt skilið við gömlu íslensku verkalýðshreyfinguna. Í okkar huga þá þýðir það að við ætlum raunverulega að starfa betur og öðruvísi fyrir okkar umbjóðendur. Þess vegna sættum við okkur hvorki við vinnubrögðin né niðurstöðuna af þeim samingnum sem aðrir innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gert. Við vitum að tilgangurinn með því að neyða verkafólk til samþykkis við nýundirritaða samninga er sá að tryggja að hægt verði að leika sama leik næst. Því höfnum við. Við setjum markið hærra. Við erum meira virði. Höfundur er formaður Eflingar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun