Gengur betur næst? Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 17. desember 2022 10:30 Í sumar birti ég greinarflokk á Kjarnanum þar sem ég fjallaði um kreppu og hnignun íslensku verkalýðshreyfingarinnar síðustu fjóra áratugi og greindi ástæðurnar þar að baki. Nú hefur sú kreppa spilast út fyrir almenningssjónum enn á ný, að þessu sinni með snautlegri niðurstöðu af kjarasamningagerð stærstu landssambanda hreyfingarinnar. Undirritaðir hafa verið kjarasamningur sem rýra kaupmátt lág- og millitekjufólks á tímum taumlauss góðæris og fela í sér brellur og blekkingar varðandi áður umsamdar hækkanir. Auk þess eru samningarnir prósentusamningar sem veita fólki með milljón krónur í laun á mánuði tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk. Óðagot og samstöðuleysi við kjarasamningsgerðina leiddi til þess að tækifæri til að setja þrýsting á stjórnvöld glutraðist niður. Aðgerðapakki stjórnvalda var því einstaklega léttvægur og að stórum hluta byggður á brellum og sjónhverfingum. Barnabætur aukast til dæmis ekki heldur rýrna að raunvirði, og talað er um áður samþykktar upphæðir sem ný framlög. Ekki tókst að koma í gegn leigubremsu sem er forsenda þess að hækkanir á húsaleigubótum skili sér raunverulega í vasa leigjenda. Eftir sitja leiðtogar stærstu stéttarfélaga og landssambanda verkafólks vængbrotnir, sneyptir og með skert traust meðal sinna umbjóðenda. Orsakirnar að baki þessum óförum eru nákvæmlega þær sömu og leitt hafa til þess að aðrir leiðtogar hreyfingarinnar hafa á síðustu árum tapað trausti, uppskorið óvinsældir og horfið úr embættum – sama hvort þeir heita Gylfi Arnbjörnsson, Drífa Snædal eða Sigurður Bessson. Þessar orsakir eru tengslaleysi við almennt félagsfólk í hreyfingunni, skortur á gagnsæi og lýðræði innan félaganna og vanræksla á því að beita fjöldanum og kraftinum sem býr í félagsfólki. Leiðtogar hafa gengið einangraðir og fáliðaðir til viðræðna, sett allt sitt traust á launaða sérfræðinga og haldið efnisatriðum viðræðna leyndum fyrir félagsfólki. Þeir láta í reynd Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina ákveða niðurstöðu viðræðna, og sætta sig við að koma fram sem nokkurs konar markaðs- og kynningarfulltrúar þeirrar niðurstöðu þegar allt er um garð gengið. Eftir fyrirheit um nýja tíma innan verkalýðshreyfingarinnar hljóta þessi gatslitnu vinnubrögð að valda vonbrigðum. Árangur í kjaraviðræðum snýst ekki um persónubundna eiginleika einstakra leiðtoga heldur það hversu vel tekst að virkja styrkleika og forskot sem stéttarfélög hafa umfram atvinnurekendur og ríkisvaldið. Styrkleikar verkalýðshreyfingarinnar eru augljóslega fyrst og fremst fjöldi og samstaða félagsfólks. Ég og félagar mínir á B-listanum sem buðum fram og sigruðum í kosningum í Eflingu í byrjun þessa árs höfum frá upphafi lagt alla áherslu á þessi atriði: fjölda, samstöðu og sýnileika verka- og láglaunafólks. Við vitum af okkar eigin reynslu og af reynslu verkafólks um allan heim að árangur næst ekki með reiknikúnstum eða blekkingum. Hann næst með því að við séum fjölmenn, sýnileg og sameinuð. Sölumennskan í kringum nýundirritaða samninga gengur út á að afsaka þá með því að þetta séu aðeins skammtímasamningar, og að meiri árangur muni nást að ári. Það er holur hljómur í þessum rökum. Atvinnurekendur og stjórnvöld hafa náð frábærum árangri á síðustu vikum í að spila á veikleika íslensku verkalýðshreyfingarinnar, og munu að sjálfsögðu leika þann leik á ný að ári. Þá eins og nú verða dregnar fram reiknikúnstir, vísað verður í einverjar erfiðar „aðstæður“ sem hamli launahækkunum og líkt og alltaf verður mögnuð upp óþolandi tímapressa til þess að lágmarka svigrúm hreyfingarinnar til aðgerða. Efling hefur undir forystu minni og Baráttulistans sagt skilið við gömlu íslensku verkalýðshreyfinguna. Í okkar huga þá þýðir það að við ætlum raunverulega að starfa betur og öðruvísi fyrir okkar umbjóðendur. Þess vegna sættum við okkur hvorki við vinnubrögðin né niðurstöðuna af þeim samingnum sem aðrir innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gert. Við vitum að tilgangurinn með því að neyða verkafólk til samþykkis við nýundirritaða samninga er sá að tryggja að hægt verði að leika sama leik næst. Því höfnum við. Við setjum markið hærra. Við erum meira virði. Höfundur er formaður Eflingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í sumar birti ég greinarflokk á Kjarnanum þar sem ég fjallaði um kreppu og hnignun íslensku verkalýðshreyfingarinnar síðustu fjóra áratugi og greindi ástæðurnar þar að baki. Nú hefur sú kreppa spilast út fyrir almenningssjónum enn á ný, að þessu sinni með snautlegri niðurstöðu af kjarasamningagerð stærstu landssambanda hreyfingarinnar. Undirritaðir hafa verið kjarasamningur sem rýra kaupmátt lág- og millitekjufólks á tímum taumlauss góðæris og fela í sér brellur og blekkingar varðandi áður umsamdar hækkanir. Auk þess eru samningarnir prósentusamningar sem veita fólki með milljón krónur í laun á mánuði tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk. Óðagot og samstöðuleysi við kjarasamningsgerðina leiddi til þess að tækifæri til að setja þrýsting á stjórnvöld glutraðist niður. Aðgerðapakki stjórnvalda var því einstaklega léttvægur og að stórum hluta byggður á brellum og sjónhverfingum. Barnabætur aukast til dæmis ekki heldur rýrna að raunvirði, og talað er um áður samþykktar upphæðir sem ný framlög. Ekki tókst að koma í gegn leigubremsu sem er forsenda þess að hækkanir á húsaleigubótum skili sér raunverulega í vasa leigjenda. Eftir sitja leiðtogar stærstu stéttarfélaga og landssambanda verkafólks vængbrotnir, sneyptir og með skert traust meðal sinna umbjóðenda. Orsakirnar að baki þessum óförum eru nákvæmlega þær sömu og leitt hafa til þess að aðrir leiðtogar hreyfingarinnar hafa á síðustu árum tapað trausti, uppskorið óvinsældir og horfið úr embættum – sama hvort þeir heita Gylfi Arnbjörnsson, Drífa Snædal eða Sigurður Bessson. Þessar orsakir eru tengslaleysi við almennt félagsfólk í hreyfingunni, skortur á gagnsæi og lýðræði innan félaganna og vanræksla á því að beita fjöldanum og kraftinum sem býr í félagsfólki. Leiðtogar hafa gengið einangraðir og fáliðaðir til viðræðna, sett allt sitt traust á launaða sérfræðinga og haldið efnisatriðum viðræðna leyndum fyrir félagsfólki. Þeir láta í reynd Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina ákveða niðurstöðu viðræðna, og sætta sig við að koma fram sem nokkurs konar markaðs- og kynningarfulltrúar þeirrar niðurstöðu þegar allt er um garð gengið. Eftir fyrirheit um nýja tíma innan verkalýðshreyfingarinnar hljóta þessi gatslitnu vinnubrögð að valda vonbrigðum. Árangur í kjaraviðræðum snýst ekki um persónubundna eiginleika einstakra leiðtoga heldur það hversu vel tekst að virkja styrkleika og forskot sem stéttarfélög hafa umfram atvinnurekendur og ríkisvaldið. Styrkleikar verkalýðshreyfingarinnar eru augljóslega fyrst og fremst fjöldi og samstaða félagsfólks. Ég og félagar mínir á B-listanum sem buðum fram og sigruðum í kosningum í Eflingu í byrjun þessa árs höfum frá upphafi lagt alla áherslu á þessi atriði: fjölda, samstöðu og sýnileika verka- og láglaunafólks. Við vitum af okkar eigin reynslu og af reynslu verkafólks um allan heim að árangur næst ekki með reiknikúnstum eða blekkingum. Hann næst með því að við séum fjölmenn, sýnileg og sameinuð. Sölumennskan í kringum nýundirritaða samninga gengur út á að afsaka þá með því að þetta séu aðeins skammtímasamningar, og að meiri árangur muni nást að ári. Það er holur hljómur í þessum rökum. Atvinnurekendur og stjórnvöld hafa náð frábærum árangri á síðustu vikum í að spila á veikleika íslensku verkalýðshreyfingarinnar, og munu að sjálfsögðu leika þann leik á ný að ári. Þá eins og nú verða dregnar fram reiknikúnstir, vísað verður í einverjar erfiðar „aðstæður“ sem hamli launahækkunum og líkt og alltaf verður mögnuð upp óþolandi tímapressa til þess að lágmarka svigrúm hreyfingarinnar til aðgerða. Efling hefur undir forystu minni og Baráttulistans sagt skilið við gömlu íslensku verkalýðshreyfinguna. Í okkar huga þá þýðir það að við ætlum raunverulega að starfa betur og öðruvísi fyrir okkar umbjóðendur. Þess vegna sættum við okkur hvorki við vinnubrögðin né niðurstöðuna af þeim samingnum sem aðrir innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gert. Við vitum að tilgangurinn með því að neyða verkafólk til samþykkis við nýundirritaða samninga er sá að tryggja að hægt verði að leika sama leik næst. Því höfnum við. Við setjum markið hærra. Við erum meira virði. Höfundur er formaður Eflingar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun