Sprengingin varð snemma í morgun og ekki er ljóst hvað olli slysinu. Björgunarsveitir hafa borið kennsl á fjórtán manns, þar á meðal konur og börn. Margir hlutu slæm brunasár og liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi.
Göngin voru byggð á sjötta áratugnum gegna mikilvægu hlutverki og tengja saman Suður- og Norðurhluta landsins. Talsmaður innviðaráðuneytisins segir að fljótt hafi tekist að slökkva eldinn en björgunarstörf standa enn yfir. Guardian greindi frá.