Áskorun til matvælaráðherra Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 19. desember 2022 10:01 Staða þeirra landsmanna sem stunda sauðfjárrækt að atvinnu hefur verið til umræðu um langa hríð án þess að nokkurt bitastætt hafi gerst í þá veru að gera því fólki rekstur sinna sauðfjárbúa bærilegan með tilliti til afkomu. Það er helst á hátíðis- og tyllidögum sem ráðamenn hafa uppi stór orð um að aðgerða sé þörf en þegar til kastanna kemur þá gerist því miður fátt. Nú nálgast jólahátíð og tyllidagar þar í kring og því þykir mér a.m.k. tilraunarinnar virði að vekja athygli á málinu og byggi grein þessa á áskorun sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 15. desember s.l. og sendi til matvælaráðherra og einnig til nokkurra alþingismanna til upplýsinga en a.m.k. hafa enn sem komið er viðbrögðin ekki verið mikil. Áskorunin hljóðar svo: „Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á matvælaráðherra að virða það samkomulag sem gert var við undirritun búvörusamninga í febrúar 2016 og fresta fyrirhugaðri niðurtröppun greiðslumarks hjá sauðfjárbændum til 1. janúar 2024. Markmið samningsins um aukna verðmætasköpun greinarinnar hafa alls ekki gengið eftir sem var megin forsenda niðurtröppunar samkvæmt því samkomulagi.“ Til frekari upplýsinga þá voru árið 2021 rúmlega 24.000 vetrarfóðraðar kindur í Dalabyggð en í skýrslu Byggðastofnunnar sem unnin var fyrir Innviðaráðuneytið fyrr á þessu ár kemur fram að sauðfjárrækt sé hlutfallslega mikilvægust á landinu í Dalabyggð en 5,3 sauðfjárbú, með fleiri en 300 kindur, eru á hverja 100 íbúa sveitarfélagins. 70% skólabarna í grunnskóladeild Auðarskóla koma úr dreifbýlinu utan Búðardals. Flest börnin úr dreifbýli koma frá heimilum þar sem sauðfjárrækt er undirstaða í atvinnutekjum heimils. Nokkur endurnýjun hefur verið á sauðfjárbúum í sveitarfélaginu uppá síðkasti og ábúendur fjárfest í greiðslumarki sem nú á að trappa niður þannig að hluti ríkisstuðnings mun flytja úr Dalabyggð í önnur sveitarfélög þar sem atvinnugreinin er minna mikilvæg en í Dalabyggð. Samkvæmt skýrslum um rekstur sauðfjárbúa undanfarin ár hefur greiðslumark mikil áhrif á rekstrarhæfni þeirra. Best reknu búin hafa meiri afurðir eftir hverjar kind sem leiðir til lægra kolefnisspors á dilkakjötsframleiðsluna. Að draga úr vægi greiðslumarks sauðfjárbænda gengur því gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi ásamt því að ganga gegn markmið búvörulaga nr. 99/1993 um að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Sveitarstjórn Dalabyggðar ítrekar hvatningu til ráðherra og vonar að matvælaráðherra taki áskoruninni vel og gefi sauðfjárbændum tækifæri til að kynna aðstæður og forsendur í sínum rekstri þegar að fyrirhugaðri heimsókn ráðherrans í Dalina verður á nýju ári. Samtal um málefni sauðfjárræktar á forsendum möguleika til aukinnar verðmætasköpunar verður að verða og það er von Dalamanna að ráðherrann komi vel undirbúin til viðræðna um málefni landbúnaðarins þegar heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika, því aðgerða er þörf. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Staða þeirra landsmanna sem stunda sauðfjárrækt að atvinnu hefur verið til umræðu um langa hríð án þess að nokkurt bitastætt hafi gerst í þá veru að gera því fólki rekstur sinna sauðfjárbúa bærilegan með tilliti til afkomu. Það er helst á hátíðis- og tyllidögum sem ráðamenn hafa uppi stór orð um að aðgerða sé þörf en þegar til kastanna kemur þá gerist því miður fátt. Nú nálgast jólahátíð og tyllidagar þar í kring og því þykir mér a.m.k. tilraunarinnar virði að vekja athygli á málinu og byggi grein þessa á áskorun sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 15. desember s.l. og sendi til matvælaráðherra og einnig til nokkurra alþingismanna til upplýsinga en a.m.k. hafa enn sem komið er viðbrögðin ekki verið mikil. Áskorunin hljóðar svo: „Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á matvælaráðherra að virða það samkomulag sem gert var við undirritun búvörusamninga í febrúar 2016 og fresta fyrirhugaðri niðurtröppun greiðslumarks hjá sauðfjárbændum til 1. janúar 2024. Markmið samningsins um aukna verðmætasköpun greinarinnar hafa alls ekki gengið eftir sem var megin forsenda niðurtröppunar samkvæmt því samkomulagi.“ Til frekari upplýsinga þá voru árið 2021 rúmlega 24.000 vetrarfóðraðar kindur í Dalabyggð en í skýrslu Byggðastofnunnar sem unnin var fyrir Innviðaráðuneytið fyrr á þessu ár kemur fram að sauðfjárrækt sé hlutfallslega mikilvægust á landinu í Dalabyggð en 5,3 sauðfjárbú, með fleiri en 300 kindur, eru á hverja 100 íbúa sveitarfélagins. 70% skólabarna í grunnskóladeild Auðarskóla koma úr dreifbýlinu utan Búðardals. Flest börnin úr dreifbýli koma frá heimilum þar sem sauðfjárrækt er undirstaða í atvinnutekjum heimils. Nokkur endurnýjun hefur verið á sauðfjárbúum í sveitarfélaginu uppá síðkasti og ábúendur fjárfest í greiðslumarki sem nú á að trappa niður þannig að hluti ríkisstuðnings mun flytja úr Dalabyggð í önnur sveitarfélög þar sem atvinnugreinin er minna mikilvæg en í Dalabyggð. Samkvæmt skýrslum um rekstur sauðfjárbúa undanfarin ár hefur greiðslumark mikil áhrif á rekstrarhæfni þeirra. Best reknu búin hafa meiri afurðir eftir hverjar kind sem leiðir til lægra kolefnisspors á dilkakjötsframleiðsluna. Að draga úr vægi greiðslumarks sauðfjárbænda gengur því gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi ásamt því að ganga gegn markmið búvörulaga nr. 99/1993 um að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Sveitarstjórn Dalabyggðar ítrekar hvatningu til ráðherra og vonar að matvælaráðherra taki áskoruninni vel og gefi sauðfjárbændum tækifæri til að kynna aðstæður og forsendur í sínum rekstri þegar að fyrirhugaðri heimsókn ráðherrans í Dalina verður á nýju ári. Samtal um málefni sauðfjárræktar á forsendum möguleika til aukinnar verðmætasköpunar verður að verða og það er von Dalamanna að ráðherrann komi vel undirbúin til viðræðna um málefni landbúnaðarins þegar heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika, því aðgerða er þörf. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun