Ritari dæmdur fyrir hlutdeild í fleiri en tíu þúsund morðum Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 15:54 Irmgard Furchner var átján og nítján ára gömul þegar hún vann sem ritari í útrýmingarbúðum í Stutthof. Því var réttað yfir henni fyrir ungmennadómstól í bænum Itzehoe. AP/Christian Charisius Fyrrverandi ritari í útrýmingarbúðum nasista var fundinn sekur um hlutdeild í morði á um 10.500 manns í Þýskalandi í dag. Konan er á tíræðisaldri en hún hlaut tveggja ára skilorðbundinn fangelsisdóm. Imgard Furchner er 97 ára gömul og fyrsta konan sem réttað er yfir vegna glæpa nasista í áratugi. Hún starfaði sem ritari í útrýmingarbúðum í Stutthof þegar hún var táningur frá 1943 til 1945, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þúsundir manna voru teknir af lífi í gasklefum þar á þeim tíma. Dómari í bænum Itzehoe í norðanverðu Þýskalandi sem kvað upp dóminn sagði að Furchner hefði verið fullkunnugt um það sem fór fram í búðunum þrátt fyrir að hún hafi verið borgaralegur starfsmaður. Hún hefði getað sagt upp störfum hvenær sem var. Því var hún var fundin sek um að aðstoða við dráp á 10.505 manns og hlutdeild í tilraun til að drepa fimm til viðbótar. Furchner lýsti iðrun og harmaði að hafa verið í útrýmingarbúðunum á meðan morðin áttu sér stað. Ekki liggur fyrir hvort að hún ætli að áfrýja dómnum. Stutthof er nærri núverandi landamærum Þýskalands og Póllands. Talið er að um 65.000 manns hafi verið teknir af lífi þar, þar á meðal gyðingar, Pólverjar og sovéskir stríðsfangar. Fólk sem lifði af vistina í útrýmingarbúðunum bar vitni við réttarhöldin en sumt þeirra lést á meðan á þeim stóð. Furchner flúði af elliheimilinu þar sem hún bjó þegar réttarhöldin hófust í fyrra en lögregla fann hana á götum Hamborgar. Mögulegt er að réttarhöldin yfir Furchner verði þau síðustu sem tengjast glæpum nasista í Þýskalandi. Rannsókn stendur þó enn yfir á nokkrum einstaklingum til viðbótar. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Imgard Furchner er 97 ára gömul og fyrsta konan sem réttað er yfir vegna glæpa nasista í áratugi. Hún starfaði sem ritari í útrýmingarbúðum í Stutthof þegar hún var táningur frá 1943 til 1945, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þúsundir manna voru teknir af lífi í gasklefum þar á þeim tíma. Dómari í bænum Itzehoe í norðanverðu Þýskalandi sem kvað upp dóminn sagði að Furchner hefði verið fullkunnugt um það sem fór fram í búðunum þrátt fyrir að hún hafi verið borgaralegur starfsmaður. Hún hefði getað sagt upp störfum hvenær sem var. Því var hún var fundin sek um að aðstoða við dráp á 10.505 manns og hlutdeild í tilraun til að drepa fimm til viðbótar. Furchner lýsti iðrun og harmaði að hafa verið í útrýmingarbúðunum á meðan morðin áttu sér stað. Ekki liggur fyrir hvort að hún ætli að áfrýja dómnum. Stutthof er nærri núverandi landamærum Þýskalands og Póllands. Talið er að um 65.000 manns hafi verið teknir af lífi þar, þar á meðal gyðingar, Pólverjar og sovéskir stríðsfangar. Fólk sem lifði af vistina í útrýmingarbúðunum bar vitni við réttarhöldin en sumt þeirra lést á meðan á þeim stóð. Furchner flúði af elliheimilinu þar sem hún bjó þegar réttarhöldin hófust í fyrra en lögregla fann hana á götum Hamborgar. Mögulegt er að réttarhöldin yfir Furchner verði þau síðustu sem tengjast glæpum nasista í Þýskalandi. Rannsókn stendur þó enn yfir á nokkrum einstaklingum til viðbótar.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira