Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 21:45 Daniel átti að mæta til Íslands í gær en dvelur nú þess í stað á hóteli skammt frá flugvellinum í Helsinki, 36 tímum eftir að hann lagði af stað frá Texas. samsett Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands. „Mér líður svo sem ágætlega, svona hlutir gerast. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég flýg utan Bandaríkjanna, sem og fyrsta skipti sem ég ferðast einn,“ segir Daniel í samtali við fréttastofu. „Maður getur víst ekki stjórnað veðrinu. Ég er bara stóískur og vona að allt endi vel.“ Það sem áttu að vera þrjár flugferðir mun því að öllum líkindum enda í sex ferðum, frá Texas til Chigaco og þaðan til London. Frá London til Helsinki, Helsinki til Berlínar og þaðan til fyrirheitna landsins Íslands. Lenti á brottfararstað Daniel hefur verið í 36 tíma ferðalagi og náð einungis um fjögurra tíma svefni á þeim tíma. „Ég sofnaði aðeins í fluginu sem átti að vera frá Helsinki til Íslands. Flugstjóranum snerist hugur á leiðinni og ég vaknaði aftur í Helsinki, þessi ferð er alveg með ólíkindum.“ Daniel flaug frá Chicago til London þar sem hann missti af næsta flugi til Íslands vegna rafmagnsbilunar í vélinni. „Klukkutími í London varð að tólf tímum. Ég fann ekki töskuna strax og fór í raðir til að ræða við einhvern og missti á endanum af fluginu. Ég beið svo í síma ferðaþjónustunnar í einn og hálfan tíma sem sagði að ég þyrfti að tala við flugfélagið. Loks átti ég flug frá London til Helsinki og þaðan til Íslands.“ Sú ferð misheppnaðist hins vegar eins og áður segir og er Daniel nú staddur á hóteli sem flugfélagið FinnAir útvegaði honum. Vonar það besta „Það hefur reyndar sennilega verið það besta við ferðina hingað til, að geta sofið á hótelherbergi.“ Það besta við ferðina til Íslands hingað til: hótelherbergi í Helsinki.aðsend Ef allt gengur að óskum flýgur Daniel til Berlínar á morgun en þar tekur við 5 tíma bið áður en flogið verður til Íslands. Hingað til lands ætti hann því að mæta um fjögur leytið á morgun. „Ég er kennari og er með tveggja vikna frí nú um jólin og vildi upplifa eitthvað allt annað en í mínum heimabæ í Texas. Ég þekki nokkra frá Íslandi þannig mér datt bara í hug að kanna hvernig lífið væri á Íslandi“ segir Daniel og bætir við að hann hafi kynnst nokkrum Íslendingum á samfélagsmiðlum. „Nú bíð ég bara og vona að það rætist eitthvað úr þessu,“ segir Daniel að lokum. Ferðalög Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Mér líður svo sem ágætlega, svona hlutir gerast. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég flýg utan Bandaríkjanna, sem og fyrsta skipti sem ég ferðast einn,“ segir Daniel í samtali við fréttastofu. „Maður getur víst ekki stjórnað veðrinu. Ég er bara stóískur og vona að allt endi vel.“ Það sem áttu að vera þrjár flugferðir mun því að öllum líkindum enda í sex ferðum, frá Texas til Chigaco og þaðan til London. Frá London til Helsinki, Helsinki til Berlínar og þaðan til fyrirheitna landsins Íslands. Lenti á brottfararstað Daniel hefur verið í 36 tíma ferðalagi og náð einungis um fjögurra tíma svefni á þeim tíma. „Ég sofnaði aðeins í fluginu sem átti að vera frá Helsinki til Íslands. Flugstjóranum snerist hugur á leiðinni og ég vaknaði aftur í Helsinki, þessi ferð er alveg með ólíkindum.“ Daniel flaug frá Chicago til London þar sem hann missti af næsta flugi til Íslands vegna rafmagnsbilunar í vélinni. „Klukkutími í London varð að tólf tímum. Ég fann ekki töskuna strax og fór í raðir til að ræða við einhvern og missti á endanum af fluginu. Ég beið svo í síma ferðaþjónustunnar í einn og hálfan tíma sem sagði að ég þyrfti að tala við flugfélagið. Loks átti ég flug frá London til Helsinki og þaðan til Íslands.“ Sú ferð misheppnaðist hins vegar eins og áður segir og er Daniel nú staddur á hóteli sem flugfélagið FinnAir útvegaði honum. Vonar það besta „Það hefur reyndar sennilega verið það besta við ferðina hingað til, að geta sofið á hótelherbergi.“ Það besta við ferðina til Íslands hingað til: hótelherbergi í Helsinki.aðsend Ef allt gengur að óskum flýgur Daniel til Berlínar á morgun en þar tekur við 5 tíma bið áður en flogið verður til Íslands. Hingað til lands ætti hann því að mæta um fjögur leytið á morgun. „Ég er kennari og er með tveggja vikna frí nú um jólin og vildi upplifa eitthvað allt annað en í mínum heimabæ í Texas. Ég þekki nokkra frá Íslandi þannig mér datt bara í hug að kanna hvernig lífið væri á Íslandi“ segir Daniel og bætir við að hann hafi kynnst nokkrum Íslendingum á samfélagsmiðlum. „Nú bíð ég bara og vona að það rætist eitthvað úr þessu,“ segir Daniel að lokum.
Ferðalög Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira