Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 13:17 Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, og Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, ásamt leikmönnum meistaraflokks og yngri flokka FH. Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu. FH, sem er óumdeilanlega stórveldi í handboltanum, hefur verið án aðalsamstarfsaðila undanfarið ár eða svo. Það hefur sést á því að engin stór auglýsing hefur verið framan á búningum félagsins í handboltanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu ákváðu FH-ingar að vera frekar þolinmóðir við leit sína og tryggja sér öflugan styrktaraðila. Eitt af meginmarkmiðum samstarfsins verður að auka þátttöku í handknattleik og styrkja um leið lýðheilsu barna og ungmenna. Þessi markmið eru í takt við samfélagslegar áherslur Coripharma sem eru „Heilsa og vellíðan“ og „Jafnrétti kynjanna“ og eru hluti af „Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun„“. Vörumerki Coripharma verður á öllum keppnisbúningum iðkenda FH í handknattleik næstu þrjú árin. „Coripharma vill leggja íþrótta- og æskulýðsstarfi í okkar nærumhverfi lið og sýna samfélagslega ábyrgð sem ört stækkandi fyrirtæki í Hafnarfirði. Stefna FH í að auka veg og virðingu handbolta kvenna jafnt sem karla, ásamt áframhaldandi uppbyggingarstarfi yngri flokka beggja kynja, er stór liður í því að við ákváðum að ganga til samstarfs við félagið. Jafnrétti kynja er mikilvægur hluti af hugmyndafræði Coripharma og áætlanir FH ríma vel við okkar markmið. Við hlökkum verulega til samstarfsins og trúum því að það muni verða gjöfult fyrir báða aðila,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, í tilkynningu. „Það hefur verið mikill vöxtur í iðkendafjölda hjá FH á síðustu árum enda hefur félagið yfir að ráða einstakri aðstöðu og afar hæfum þjálfurum. Við vitum hversu mikilvægt það er að hafa öflugan samstarfsaðila með okkur í þeim verkefnum að breiða út handbolta til yngri iðkenda og að styðja við bakið á verkefnum meistaraflokka félagsins. Það er gríðarlega mikill fengur í því að hafa fengið Coripharma í lið með okkur næstu þrjú árin. Við teljum að tenging fyrirtækja við íþróttir sé mikils virði fyrir samfélagið í heild sinni því það gefur íþróttafélögum færi á að sækja fram í að styrkja þjónustu við nærsamfélagið í gegnum fjölbreytt íþróttastarf og stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan barna og ungmenna,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. Coripharma er nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti en það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á samheitalyfjum til útflutnings. Félagið var stofnað árið 2018 en hjá því starfa nú um 170 manns í fjölbreyttum störfum við þróun og framleiðslu lyfja. Lyf FH Auglýsinga- og markaðsmál Hafnarfjörður Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
FH, sem er óumdeilanlega stórveldi í handboltanum, hefur verið án aðalsamstarfsaðila undanfarið ár eða svo. Það hefur sést á því að engin stór auglýsing hefur verið framan á búningum félagsins í handboltanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu ákváðu FH-ingar að vera frekar þolinmóðir við leit sína og tryggja sér öflugan styrktaraðila. Eitt af meginmarkmiðum samstarfsins verður að auka þátttöku í handknattleik og styrkja um leið lýðheilsu barna og ungmenna. Þessi markmið eru í takt við samfélagslegar áherslur Coripharma sem eru „Heilsa og vellíðan“ og „Jafnrétti kynjanna“ og eru hluti af „Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun„“. Vörumerki Coripharma verður á öllum keppnisbúningum iðkenda FH í handknattleik næstu þrjú árin. „Coripharma vill leggja íþrótta- og æskulýðsstarfi í okkar nærumhverfi lið og sýna samfélagslega ábyrgð sem ört stækkandi fyrirtæki í Hafnarfirði. Stefna FH í að auka veg og virðingu handbolta kvenna jafnt sem karla, ásamt áframhaldandi uppbyggingarstarfi yngri flokka beggja kynja, er stór liður í því að við ákváðum að ganga til samstarfs við félagið. Jafnrétti kynja er mikilvægur hluti af hugmyndafræði Coripharma og áætlanir FH ríma vel við okkar markmið. Við hlökkum verulega til samstarfsins og trúum því að það muni verða gjöfult fyrir báða aðila,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, í tilkynningu. „Það hefur verið mikill vöxtur í iðkendafjölda hjá FH á síðustu árum enda hefur félagið yfir að ráða einstakri aðstöðu og afar hæfum þjálfurum. Við vitum hversu mikilvægt það er að hafa öflugan samstarfsaðila með okkur í þeim verkefnum að breiða út handbolta til yngri iðkenda og að styðja við bakið á verkefnum meistaraflokka félagsins. Það er gríðarlega mikill fengur í því að hafa fengið Coripharma í lið með okkur næstu þrjú árin. Við teljum að tenging fyrirtækja við íþróttir sé mikils virði fyrir samfélagið í heild sinni því það gefur íþróttafélögum færi á að sækja fram í að styrkja þjónustu við nærsamfélagið í gegnum fjölbreytt íþróttastarf og stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan barna og ungmenna,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. Coripharma er nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti en það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á samheitalyfjum til útflutnings. Félagið var stofnað árið 2018 en hjá því starfa nú um 170 manns í fjölbreyttum störfum við þróun og framleiðslu lyfja.
Lyf FH Auglýsinga- og markaðsmál Hafnarfjörður Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira