Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 13:17 Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, og Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, ásamt leikmönnum meistaraflokks og yngri flokka FH. Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu. FH, sem er óumdeilanlega stórveldi í handboltanum, hefur verið án aðalsamstarfsaðila undanfarið ár eða svo. Það hefur sést á því að engin stór auglýsing hefur verið framan á búningum félagsins í handboltanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu ákváðu FH-ingar að vera frekar þolinmóðir við leit sína og tryggja sér öflugan styrktaraðila. Eitt af meginmarkmiðum samstarfsins verður að auka þátttöku í handknattleik og styrkja um leið lýðheilsu barna og ungmenna. Þessi markmið eru í takt við samfélagslegar áherslur Coripharma sem eru „Heilsa og vellíðan“ og „Jafnrétti kynjanna“ og eru hluti af „Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun„“. Vörumerki Coripharma verður á öllum keppnisbúningum iðkenda FH í handknattleik næstu þrjú árin. „Coripharma vill leggja íþrótta- og æskulýðsstarfi í okkar nærumhverfi lið og sýna samfélagslega ábyrgð sem ört stækkandi fyrirtæki í Hafnarfirði. Stefna FH í að auka veg og virðingu handbolta kvenna jafnt sem karla, ásamt áframhaldandi uppbyggingarstarfi yngri flokka beggja kynja, er stór liður í því að við ákváðum að ganga til samstarfs við félagið. Jafnrétti kynja er mikilvægur hluti af hugmyndafræði Coripharma og áætlanir FH ríma vel við okkar markmið. Við hlökkum verulega til samstarfsins og trúum því að það muni verða gjöfult fyrir báða aðila,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, í tilkynningu. „Það hefur verið mikill vöxtur í iðkendafjölda hjá FH á síðustu árum enda hefur félagið yfir að ráða einstakri aðstöðu og afar hæfum þjálfurum. Við vitum hversu mikilvægt það er að hafa öflugan samstarfsaðila með okkur í þeim verkefnum að breiða út handbolta til yngri iðkenda og að styðja við bakið á verkefnum meistaraflokka félagsins. Það er gríðarlega mikill fengur í því að hafa fengið Coripharma í lið með okkur næstu þrjú árin. Við teljum að tenging fyrirtækja við íþróttir sé mikils virði fyrir samfélagið í heild sinni því það gefur íþróttafélögum færi á að sækja fram í að styrkja þjónustu við nærsamfélagið í gegnum fjölbreytt íþróttastarf og stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan barna og ungmenna,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. Coripharma er nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti en það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á samheitalyfjum til útflutnings. Félagið var stofnað árið 2018 en hjá því starfa nú um 170 manns í fjölbreyttum störfum við þróun og framleiðslu lyfja. Lyf FH Auglýsinga- og markaðsmál Hafnarfjörður Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Sjá meira
FH, sem er óumdeilanlega stórveldi í handboltanum, hefur verið án aðalsamstarfsaðila undanfarið ár eða svo. Það hefur sést á því að engin stór auglýsing hefur verið framan á búningum félagsins í handboltanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu ákváðu FH-ingar að vera frekar þolinmóðir við leit sína og tryggja sér öflugan styrktaraðila. Eitt af meginmarkmiðum samstarfsins verður að auka þátttöku í handknattleik og styrkja um leið lýðheilsu barna og ungmenna. Þessi markmið eru í takt við samfélagslegar áherslur Coripharma sem eru „Heilsa og vellíðan“ og „Jafnrétti kynjanna“ og eru hluti af „Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun„“. Vörumerki Coripharma verður á öllum keppnisbúningum iðkenda FH í handknattleik næstu þrjú árin. „Coripharma vill leggja íþrótta- og æskulýðsstarfi í okkar nærumhverfi lið og sýna samfélagslega ábyrgð sem ört stækkandi fyrirtæki í Hafnarfirði. Stefna FH í að auka veg og virðingu handbolta kvenna jafnt sem karla, ásamt áframhaldandi uppbyggingarstarfi yngri flokka beggja kynja, er stór liður í því að við ákváðum að ganga til samstarfs við félagið. Jafnrétti kynja er mikilvægur hluti af hugmyndafræði Coripharma og áætlanir FH ríma vel við okkar markmið. Við hlökkum verulega til samstarfsins og trúum því að það muni verða gjöfult fyrir báða aðila,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, í tilkynningu. „Það hefur verið mikill vöxtur í iðkendafjölda hjá FH á síðustu árum enda hefur félagið yfir að ráða einstakri aðstöðu og afar hæfum þjálfurum. Við vitum hversu mikilvægt það er að hafa öflugan samstarfsaðila með okkur í þeim verkefnum að breiða út handbolta til yngri iðkenda og að styðja við bakið á verkefnum meistaraflokka félagsins. Það er gríðarlega mikill fengur í því að hafa fengið Coripharma í lið með okkur næstu þrjú árin. Við teljum að tenging fyrirtækja við íþróttir sé mikils virði fyrir samfélagið í heild sinni því það gefur íþróttafélögum færi á að sækja fram í að styrkja þjónustu við nærsamfélagið í gegnum fjölbreytt íþróttastarf og stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan barna og ungmenna,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. Coripharma er nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti en það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á samheitalyfjum til útflutnings. Félagið var stofnað árið 2018 en hjá því starfa nú um 170 manns í fjölbreyttum störfum við þróun og framleiðslu lyfja.
Lyf FH Auglýsinga- og markaðsmál Hafnarfjörður Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Sjá meira