Neitaði fjölskyldum frá Úkraínu um hjálp út árið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. desember 2022 20:17 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, neitar fjölskyldum frá Úkraínu um aðstoð út árið í tölvupóstsamskiptum við Íslending sem tengist fjölskyldunum fyrr í desember. „Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ spyr Árni Hilmarsson sem vakti athygli fréttastofu á málinu í kjölfar fréttaflutnings af mismunun Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp hefur sætt mikilli gagnrýni vegna tilkynningar á Facebook þar sem segir að byrjað verði á Íslendingum við matarúthlutun en að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Sjá einnig: Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Í tölvupósti sem Árni sendir Ásgerði 14. desember spyr hann hvort hægt sé að nýta ferð til Reykjavíkur, til þess að sækja matarpoka fyrir flóttafjölskyldur á Selfossi og nærumhverfi. Alls telur hann upp átta úkraínskar konur og kennitölur þeirra, sem hafa börn með sér, ýmist tvö eða þrjú. „Sæl því miður getum við ekki aðstoðað ykkur meira á þessu ári,“ svarar Ásgerður Jóna. Svar Ásgerðar við beiðni Árna.skjáskot Eftir að hafa fengið neitun út árið fannst Árna sérstakt þegar tilkynning um forgangsröðun matarúthlutunar birtist. Kalt viðmót „Við höfum fengið aðstoð tvisvar sinnum en tvisvar sinnum fengið neitun á mjög skrýtnum forsendum,“ segir Árni í samtali við fréttastofu og bætir við að kona hans sé frá Úkraínu og að þau hafi verið að aðstoða fjölskyldurnar sem séu búsettar á Selfossi og í nágrenni. „Þetta er mjög skringilega orðað, að segjast ekki geta aðstoðað okkur út árið. Mér sýnist þetta vera einhver illkvitni, jafnvel rasismi.“ Fjölskyldurnar voru ansi hissa að fá þær fréttir að þessi sama fjölskylduhjálp yrði veitt íslenskum fjölskyldum núna og að flóttafólk þyrfti að bíða. „Við fórum þangað líka í lok nóvember, þá sendi ég póst á undan og spurði hvort það væri hægt að hjálpa þessu fólki. Við renndum síðan við og fengum bara mjög kalt viðmót, bara nei.“ Konurnar fá einhverja aðstoð frá bæjarfélaginu að sögn Árna en hann segir að ískápurinn sé jafnan hálftómur. „Svona fjölskylduhjálp kæmi sér mjög vel fyrir þessar fjölskyldur,“ segir hann að lokum. Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ spyr Árni Hilmarsson sem vakti athygli fréttastofu á málinu í kjölfar fréttaflutnings af mismunun Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp hefur sætt mikilli gagnrýni vegna tilkynningar á Facebook þar sem segir að byrjað verði á Íslendingum við matarúthlutun en að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Sjá einnig: Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Í tölvupósti sem Árni sendir Ásgerði 14. desember spyr hann hvort hægt sé að nýta ferð til Reykjavíkur, til þess að sækja matarpoka fyrir flóttafjölskyldur á Selfossi og nærumhverfi. Alls telur hann upp átta úkraínskar konur og kennitölur þeirra, sem hafa börn með sér, ýmist tvö eða þrjú. „Sæl því miður getum við ekki aðstoðað ykkur meira á þessu ári,“ svarar Ásgerður Jóna. Svar Ásgerðar við beiðni Árna.skjáskot Eftir að hafa fengið neitun út árið fannst Árna sérstakt þegar tilkynning um forgangsröðun matarúthlutunar birtist. Kalt viðmót „Við höfum fengið aðstoð tvisvar sinnum en tvisvar sinnum fengið neitun á mjög skrýtnum forsendum,“ segir Árni í samtali við fréttastofu og bætir við að kona hans sé frá Úkraínu og að þau hafi verið að aðstoða fjölskyldurnar sem séu búsettar á Selfossi og í nágrenni. „Þetta er mjög skringilega orðað, að segjast ekki geta aðstoðað okkur út árið. Mér sýnist þetta vera einhver illkvitni, jafnvel rasismi.“ Fjölskyldurnar voru ansi hissa að fá þær fréttir að þessi sama fjölskylduhjálp yrði veitt íslenskum fjölskyldum núna og að flóttafólk þyrfti að bíða. „Við fórum þangað líka í lok nóvember, þá sendi ég póst á undan og spurði hvort það væri hægt að hjálpa þessu fólki. Við renndum síðan við og fengum bara mjög kalt viðmót, bara nei.“ Konurnar fá einhverja aðstoð frá bæjarfélaginu að sögn Árna en hann segir að ískápurinn sé jafnan hálftómur. „Svona fjölskylduhjálp kæmi sér mjög vel fyrir þessar fjölskyldur,“ segir hann að lokum.
Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira