Viktor Gísli hefur verið að glíma við meiðsli á olnboga og verið frá keppni í nokkrar vikur. Hann spilaði með Nantes í kvöld en þó aðeins í skamma stund. Hann varði eitt skot af þeim sjö sem hann fékk á sig á meðan hann var inn á vellinum.
Það breytir því ekki að um gleðitíndi er að ræða fyrir íslenska landsliðið enda hafði Viktor Gísli staðið sig einkar vel áður en hann meiddist í upphafi mánaðar.
Nantes var hársbreidd frá því að jafna leikinn undir lok leiks en Andreas Palicka varði þá vítakast frá Valero Rivera, leikmanni Nantes, og PSG vann dramatískan eins marks sigur.
HBC Nantes 32-33 PSG Handball
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 21, 2022
2 huge points for PSG in Nantes without Syprzak and Steins in front of more than 10.000 spectators! Palicka becomes the hero!
: Beinsport#handball pic.twitter.com/nA39Wvgrsr
Nantes er í 3. sæti með 24 stig að loknum 15 leikjum á meðan Montpellier og PSG eru á toppi deildarinnar með 26 stig hvort.