Búast mátti við því að Stefán yrði ráðinn í starfið enda var hann sá eini sem sótti um það líkt og Vísir greindi frá í nóvember. Þá hafði verið auglýst eftir dómara og varadómara við endurupptökudóm.
Stefán lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1990 og öðlaðist málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1992 og hæstaréttarlögmaður árið 1998.
Hann hefur bæði starfað á lögmannsstofum sem og verið sjálfstætt starfandi. Þá hefur hann sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, starfað við lagadeild Eftirlitsstofnunar EFTA og verið gerðarmaður við Alþjóðaíþróttadómstólinn.