Bjó til skautasvell í garðinum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 23. desember 2022 21:16 Skautasvellið hefur vakið mikla lukku. Aðsend Ólöf Dagný Óskarsdóttir bjó til skautasvell í garðinum sem hún segir tilvalið fyrir jólamyndatökurnar. Hún segist vera mikil stemningsmanneskja og hélt stærðarinnar skötuboð fyrr í kvöld. Ólöf Dagný segir svellið hafa vakið mikla lukku. Ólöf Dagný bauð Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamanni Stöðvar 2, í skötuveislu fyrr í kvöld. Hún segir hefðina árlega - það sé engin Þorláksmessa án hinnar kæstu skötu. „Þetta er búið að vera alveg síðan ég var lítil, mamma bauð alltaf öllum heim. Og síðan þegar hún var orðin níutíu ára þá treysti hún sér ekki lengur þannig að ég tók við,“ segir Ólöf Dagný. Hún eldar skötuna úti og segir að þeim, sem ekki þyki skatan góð, sé boðið upp á pizzur. Sjálfri þyki henni skatan æðisleg. Minnsta vesenið að elda úti „Það eru svona alltaf einhverjir sem eru að kvarta en þetta er minnsta vesenið; að elda þetta úti. Svo þarf maður að hreinsa allt og lofta út og þá er maður góður fyrir veisluna á morgun.“ Í tilefni jólanna ákvað Ólöf Dagný að búa til skautasvell í garðinum heima. Aðspurð situr hún ekki á svörum: „Ég er mikil stemningsmanneskja. Ég ákvað bara að skella í þetta, þegar ég heyrði að það yrði frost fram yfir áramót - að hafa skautasvell. Og hafa þetta svona eins og „photo-booth“, þannig að nú er hægt að taka myndir af sér hér fyrir jólakortin – þó að seint sé,“ segir hún og hlær. Svellið er engin smásmíði. „Ég setti bara plast, smíðaði grind og fór svo með nokkrar fötur af vatni, því það er náttúrulega allt frosið í slöngunni, þannig ég hellti bara í þetta þangað til að þetta væri orðið nokkuð gott. En ég ákvað fyrir gestina að setja teppi svo að enginn myndi slasast hér í kvöld.“ Svellið er hið jólalegasta.Aðsend Jól Reykjavík Tengdar fréttir „Maður er afklæddur í forstofunni“ Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag. 23. desember 2022 20:31 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Toblerone-ís fyrir tólf Jól Jóladagatal Vísis: Þegar goðsögn úr Police Academy fór í kattaslag við Pétur Jóhann Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Jól Jólin eru á leið inn í breytingaskeið Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Ólöf Dagný bauð Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamanni Stöðvar 2, í skötuveislu fyrr í kvöld. Hún segir hefðina árlega - það sé engin Þorláksmessa án hinnar kæstu skötu. „Þetta er búið að vera alveg síðan ég var lítil, mamma bauð alltaf öllum heim. Og síðan þegar hún var orðin níutíu ára þá treysti hún sér ekki lengur þannig að ég tók við,“ segir Ólöf Dagný. Hún eldar skötuna úti og segir að þeim, sem ekki þyki skatan góð, sé boðið upp á pizzur. Sjálfri þyki henni skatan æðisleg. Minnsta vesenið að elda úti „Það eru svona alltaf einhverjir sem eru að kvarta en þetta er minnsta vesenið; að elda þetta úti. Svo þarf maður að hreinsa allt og lofta út og þá er maður góður fyrir veisluna á morgun.“ Í tilefni jólanna ákvað Ólöf Dagný að búa til skautasvell í garðinum heima. Aðspurð situr hún ekki á svörum: „Ég er mikil stemningsmanneskja. Ég ákvað bara að skella í þetta, þegar ég heyrði að það yrði frost fram yfir áramót - að hafa skautasvell. Og hafa þetta svona eins og „photo-booth“, þannig að nú er hægt að taka myndir af sér hér fyrir jólakortin – þó að seint sé,“ segir hún og hlær. Svellið er engin smásmíði. „Ég setti bara plast, smíðaði grind og fór svo með nokkrar fötur af vatni, því það er náttúrulega allt frosið í slöngunni, þannig ég hellti bara í þetta þangað til að þetta væri orðið nokkuð gott. En ég ákvað fyrir gestina að setja teppi svo að enginn myndi slasast hér í kvöld.“ Svellið er hið jólalegasta.Aðsend
Jól Reykjavík Tengdar fréttir „Maður er afklæddur í forstofunni“ Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag. 23. desember 2022 20:31 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Toblerone-ís fyrir tólf Jól Jóladagatal Vísis: Þegar goðsögn úr Police Academy fór í kattaslag við Pétur Jóhann Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Jól Jólin eru á leið inn í breytingaskeið Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
„Maður er afklæddur í forstofunni“ Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag. 23. desember 2022 20:31