Innlent

Há­degis­fréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Árni Sæberg skrifar
Sjónvarpsfréttir verða klukkan 12 á hádegi að þessu sinni.
Sjónvarpsfréttir verða klukkan 12 á hádegi að þessu sinni. Stöð 2

Búist er við að um tvö hundruð og fimmtíu til þrjú hundruð manns mæti í mat hjá Samhjálp í dag. Í fréttum Stöðvar 2 í hádeginu ræðir fréttastofa við skipuleggjendur en sjaldan hefur verið eins mikið að gera þar.

Þá verður púlsinn tekinn á jólaversluninni en margir eru að kaupa síðasta pakkann í Kringlunni í dag og við skoðum jólaveðrið en gular viðvaranir eru í gildi fyrir nokkra landshluta. 

Margir mættu í kirkjugarðana í morgunsárið til að minnast látinna ástvina. Við ræðum líka við áttatíu og átta ára listmálara sem heldur nú glæsilega sýningu á Listasafni Akureyrar.

Þetta og fleira í hádegisfréttum á Stöð 2 og samtengdum rásum Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×