Snjór nær víðsvegar upp að mitti í vesturhluta New York. Veðrið í borginni Buffaló hefur verið mjög slæmt og hundruðir björgunarsveitarmanna, hermenn og lögreglumenn hafa verið að störfum. Ríkisstjóri segir ástandið svo slæmt að björgunarsveitarmenn séu farnir að bjarga kollegum sínum.
„Þetta er skelfilegasti stormur í sögu ríkisins. Þetta lífshættulega og mannskæða ástand stendur enn yfir. Starfsmenn vegagerða hafa linnulaust mokað og sett sig í hættulegar aðstæður,“ sagði Kathy Hochul ríkisstjóri New York. Hún ítrekaði að akstursbann væri í gildi í Erie-sýslu og bað ökumenn að virða lokanir.
Ökumenn hafa fundist látnir í bílum sínum eftir að hafa fest sig á vegum. Fjölmargir íbúar í ríkinu hafa setið fastir í á þriðja sólarhring í fimbulkulda. Rafmagnslaust er víða og hiti af skornum skammti. Fólk hefur fundist látið í snjósköflum en meirihluti dauðsfalla hafa verið bílslys. CNN greinir frá.