Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. desember 2022 06:42 Áhyggjur eru uppi um að það stefni í vopnuð átök milli Serbíu og Kosovo. AP/Serbneska varnarmálaráðuneytið Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 en er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af stjórnvöldum í Belgrad. Þau hafa hvatt 120 þúsund serbneska íbúa Kósovó til að taka afstöðu gegn stjórninni í Pristina. Þetta er ekki í fyrsta sinn á síðustu misserum sem viðbúnaður hefur verið aukinn hjá hersveitum Serbíu vegna átaka við Kósovó; það gerðist síðast í nóvember þegar stjórnvöld héldu því fram að drónar hefðu verið sendir yfir landamærin frá Kósovó. Þann 10. desember síðastliðinn settu Serbar í norðurhluta Kósovó svo upp vegatálma til að mótmæla handtöku fyrrverandi lögreglumanns, sem var grunaður um að hafa átt þátt í árásum gegn albönskum lögreglumönnum. Þessu til viðbótar hefur skotárásum fjölgað. Vucevic sagði í gær að til að bregðast við ástandinu hefði vopnuðum hermönnum verið fjölgað úr 1.500 í 5.000. Yfirmaður hermála, Milan Mojsilovic, var sendur að landamærunum á sunnudag og sagði ástandið þar flókið og erfitt. Ástand mála hefur verið sérstaklega viðkvæmt í norðurhluta Kósovó frá því í nóvember, þegar hundruð Serba innan lögreglu- og dómskerfisins gengu frá störfum sínum. Um var að ræða mótmæli gegn ákvörðun stjórnvalda í Kosovo um að banna serbneskum íbúum landsins að nota bílnúmer gefin út í Serbíu. Fallið var frá ákvörðuninni. Ana Brnabic, forsætisráðherra Serbíu, sagði í síðustu viku að ríkin væru á barmi vopnaðra átaka. Serbía Kósovó Hernaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Kósovó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 en er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af stjórnvöldum í Belgrad. Þau hafa hvatt 120 þúsund serbneska íbúa Kósovó til að taka afstöðu gegn stjórninni í Pristina. Þetta er ekki í fyrsta sinn á síðustu misserum sem viðbúnaður hefur verið aukinn hjá hersveitum Serbíu vegna átaka við Kósovó; það gerðist síðast í nóvember þegar stjórnvöld héldu því fram að drónar hefðu verið sendir yfir landamærin frá Kósovó. Þann 10. desember síðastliðinn settu Serbar í norðurhluta Kósovó svo upp vegatálma til að mótmæla handtöku fyrrverandi lögreglumanns, sem var grunaður um að hafa átt þátt í árásum gegn albönskum lögreglumönnum. Þessu til viðbótar hefur skotárásum fjölgað. Vucevic sagði í gær að til að bregðast við ástandinu hefði vopnuðum hermönnum verið fjölgað úr 1.500 í 5.000. Yfirmaður hermála, Milan Mojsilovic, var sendur að landamærunum á sunnudag og sagði ástandið þar flókið og erfitt. Ástand mála hefur verið sérstaklega viðkvæmt í norðurhluta Kósovó frá því í nóvember, þegar hundruð Serba innan lögreglu- og dómskerfisins gengu frá störfum sínum. Um var að ræða mótmæli gegn ákvörðun stjórnvalda í Kosovo um að banna serbneskum íbúum landsins að nota bílnúmer gefin út í Serbíu. Fallið var frá ákvörðuninni. Ana Brnabic, forsætisráðherra Serbíu, sagði í síðustu viku að ríkin væru á barmi vopnaðra átaka.
Serbía Kósovó Hernaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira