Þægileg innivinna Sigurður Páll Jónsson skrifar 27. desember 2022 13:30 Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri. Ágreiningmál og stefnumunur milli flokkana, sem mátti svo augljóslega merkja fyrir kosningarnar 2017, var allur lagður til hliðar til að geta myndað ríkisstjórn án ágreinings, hvernig sem það svo hefur tekist. En þó að þetta sé staðan eru alþingismenn og ráðherrar einstaka sinnum að tjá sig um það sem þeim býr raunverulega í brjósti, stundum gera þeir það í ræðustól Alþingis og stundum í fjölmiðlimum. En það er ekkert að marka það sem þeir segja, því það er fyrir löngu búið að kippa allri pólitík úr sambandi til að þessir flokkar geti setið saman í stjórn þar sem þeir mynda ríkisstjórn umbúða en með engu innihaldi. Frekjuköst eða fýlugangur stjórnaliða eru oftast látinn afskiptalaus en þeir fyrirferðamestu sendir í skammakrókinn þangað til gullfiskaminni fjölmiðla fjarar út. Á meðan mallar kerfið og báknið þenst út sem aldrei fyrr í umboði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar þar sem Sigurð Ingi fær að fljóta með. Allir eru rosa happý þó halli ríkissjóðs sé í sögulegu, já sögulegu hámarki og ekki gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti úr kútnum fyrr árið 2027. Ég endurtek, 2027! Hver trúir því? Getur verið að pólitísk stefnumál ríkistjórnarflokkana séu komin í glatkistuna eða 110 ára kistu Jóhönnu og Steingríms? Er það lýðræðislega réttlátt að þegar hinn almenni kjósandi velur sér flokk í kjörklefanum, af því að honum líst sæmilega á áherslur flokksins, en kemst svo að því að þessar áherslur eru að engu hafðar er flokkurinn, sem hann kaus, rífur þessar sömu áherslur þegar hann myndar ríkisstjórn með flokkum sem eru með allt aðrar áherslur gagnvart sínum kjósendum? Er það lýðræðislegt? Þegar svo útþynntur stjórnasáttmálinn er undirritaður af formönnum hinnar nýju ríkistjórnar, skipta menn á milli sín ráðherrastólum og deila svo út ráðherraheitum sjálfum sér til vegsauka og skrauts. Oft koma mér í hug orð Nelson Mandela er hann var spurður, þá nýkominn úr margra ára fangelsi vegna andstöðu sinnar við kynþáttaskilnaðarstefnu: Hefur þú trú á manninum? Já það kemur ekkert annað til greina, svaraði Mandela. Undirritaður þarf stundum að minna sig á þetta til að fá vind í seglin. Almenningur verður að standa vörð um lýðræðið og veita valdhöfum aðhald. Til þess að grundvallaratriði lýðræðisins geti notið sín verða einstaklingarnir að hafa athafnafrelsi og skoðanafrelsi. Að vera stjórnmálamaður á ekki að vera þægileg innivinna þar sem ríkisstjórn með útþynntan stjórnarsáttmála hallar sér aftur í ráðherrastólunum og lætur kerfið stjórna. Það er misnotkun á lýðræðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri. Ágreiningmál og stefnumunur milli flokkana, sem mátti svo augljóslega merkja fyrir kosningarnar 2017, var allur lagður til hliðar til að geta myndað ríkisstjórn án ágreinings, hvernig sem það svo hefur tekist. En þó að þetta sé staðan eru alþingismenn og ráðherrar einstaka sinnum að tjá sig um það sem þeim býr raunverulega í brjósti, stundum gera þeir það í ræðustól Alþingis og stundum í fjölmiðlimum. En það er ekkert að marka það sem þeir segja, því það er fyrir löngu búið að kippa allri pólitík úr sambandi til að þessir flokkar geti setið saman í stjórn þar sem þeir mynda ríkisstjórn umbúða en með engu innihaldi. Frekjuköst eða fýlugangur stjórnaliða eru oftast látinn afskiptalaus en þeir fyrirferðamestu sendir í skammakrókinn þangað til gullfiskaminni fjölmiðla fjarar út. Á meðan mallar kerfið og báknið þenst út sem aldrei fyrr í umboði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar þar sem Sigurð Ingi fær að fljóta með. Allir eru rosa happý þó halli ríkissjóðs sé í sögulegu, já sögulegu hámarki og ekki gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti úr kútnum fyrr árið 2027. Ég endurtek, 2027! Hver trúir því? Getur verið að pólitísk stefnumál ríkistjórnarflokkana séu komin í glatkistuna eða 110 ára kistu Jóhönnu og Steingríms? Er það lýðræðislega réttlátt að þegar hinn almenni kjósandi velur sér flokk í kjörklefanum, af því að honum líst sæmilega á áherslur flokksins, en kemst svo að því að þessar áherslur eru að engu hafðar er flokkurinn, sem hann kaus, rífur þessar sömu áherslur þegar hann myndar ríkisstjórn með flokkum sem eru með allt aðrar áherslur gagnvart sínum kjósendum? Er það lýðræðislegt? Þegar svo útþynntur stjórnasáttmálinn er undirritaður af formönnum hinnar nýju ríkistjórnar, skipta menn á milli sín ráðherrastólum og deila svo út ráðherraheitum sjálfum sér til vegsauka og skrauts. Oft koma mér í hug orð Nelson Mandela er hann var spurður, þá nýkominn úr margra ára fangelsi vegna andstöðu sinnar við kynþáttaskilnaðarstefnu: Hefur þú trú á manninum? Já það kemur ekkert annað til greina, svaraði Mandela. Undirritaður þarf stundum að minna sig á þetta til að fá vind í seglin. Almenningur verður að standa vörð um lýðræðið og veita valdhöfum aðhald. Til þess að grundvallaratriði lýðræðisins geti notið sín verða einstaklingarnir að hafa athafnafrelsi og skoðanafrelsi. Að vera stjórnmálamaður á ekki að vera þægileg innivinna þar sem ríkisstjórn með útþynntan stjórnarsáttmála hallar sér aftur í ráðherrastólunum og lætur kerfið stjórna. Það er misnotkun á lýðræðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun