Íþróttaeldhugi ársins verðlaunaður í fyrsta sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 22:46 Íþróttaeldhugi ársins verður útnefndur úr röðum sjálfboðaliða, samhliða vali á Íþróttamanni ársins. Samhliða kjöri á Íþróttamanni ársins þann 29. desember næstkomandi mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, standa fyrir þeirri nýbreytni að útnefna Íþróttaeldhuga ársins úr röðum sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni. Kallað var eftir tilnefningum frá almenningi og alls bárust 375 tilnefningar um 175 einstaklinga, úr 24 íþróttagreinum. Valnefnd fór yfir innsendar tilnefningar og valdi þrjá framúrskarandi einstaklinga úr hópnum. Þau þrjú sem urðu fyrir valinu eru; • Friðrik Þór Óskarsson (frjálsíþróttir), sem hefur starfað fyrir ÍR og Frjálsíþróttasamband Íslands • Haraldur Ingólfsson (knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur) sem hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Þór og Þór/KA • Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (listskautar) sem hefur starfað fyrir Björninn, SR og Skautasamband Íslands. Það er einnig í höndum valnefndarinnar að taka ákvörðun um hver þessara þriggja mun hljóta titilinn Íþróttaeldhugi ársins 2022, en öll eru þau vel að titlinum komin. Valnefndin var skipuð fyrrverandi afreksíþróttafólkinu; Þóreyju Eddu Elísdóttur formanni, Kristínu Rós Hákonardóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur, Bjarna Friðrikssyni og Degi Sigurðssyni. Íþróttaeldhugi ársins 2022 fær afhentan glæsilegan verðlaunagrip frá Lottó. „Íþróttastarfið á Íslandi stendur í mikilli þakkarskuld við þá einstaklinga sem gefið hafa af tíma sínum til að sinna sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Með þessari viðurkenningu viljum við lyfta upp starfi sjálfboðaliðans og þakka fyrir hið óeigingjarna starf sem unnið er af fjölda fólks um land allt,” segir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ. Almenningi gafst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða en leitað var eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarf, t.d. með því að sinna stjórnunarstörfum, safna fjármunum, bæta aðstöðu eða auka þátttöku hvar á landinu sem er. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, segir markmiðið með verðlaununum einfalt. „Við viljum beina kastljósinu að fólkinu á bak við tjöldin í íþróttahreyfingunni og vekja verðskuldaða athygli á ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða um land allt,“ sagði Stefán. Íþróttamaður ársins ÍSÍ Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
Kallað var eftir tilnefningum frá almenningi og alls bárust 375 tilnefningar um 175 einstaklinga, úr 24 íþróttagreinum. Valnefnd fór yfir innsendar tilnefningar og valdi þrjá framúrskarandi einstaklinga úr hópnum. Þau þrjú sem urðu fyrir valinu eru; • Friðrik Þór Óskarsson (frjálsíþróttir), sem hefur starfað fyrir ÍR og Frjálsíþróttasamband Íslands • Haraldur Ingólfsson (knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur) sem hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Þór og Þór/KA • Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (listskautar) sem hefur starfað fyrir Björninn, SR og Skautasamband Íslands. Það er einnig í höndum valnefndarinnar að taka ákvörðun um hver þessara þriggja mun hljóta titilinn Íþróttaeldhugi ársins 2022, en öll eru þau vel að titlinum komin. Valnefndin var skipuð fyrrverandi afreksíþróttafólkinu; Þóreyju Eddu Elísdóttur formanni, Kristínu Rós Hákonardóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur, Bjarna Friðrikssyni og Degi Sigurðssyni. Íþróttaeldhugi ársins 2022 fær afhentan glæsilegan verðlaunagrip frá Lottó. „Íþróttastarfið á Íslandi stendur í mikilli þakkarskuld við þá einstaklinga sem gefið hafa af tíma sínum til að sinna sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Með þessari viðurkenningu viljum við lyfta upp starfi sjálfboðaliðans og þakka fyrir hið óeigingjarna starf sem unnið er af fjölda fólks um land allt,” segir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ. Almenningi gafst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða en leitað var eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarf, t.d. með því að sinna stjórnunarstörfum, safna fjármunum, bæta aðstöðu eða auka þátttöku hvar á landinu sem er. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, segir markmiðið með verðlaununum einfalt. „Við viljum beina kastljósinu að fólkinu á bak við tjöldin í íþróttahreyfingunni og vekja verðskuldaða athygli á ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða um land allt,“ sagði Stefán.
• Friðrik Þór Óskarsson (frjálsíþróttir), sem hefur starfað fyrir ÍR og Frjálsíþróttasamband Íslands • Haraldur Ingólfsson (knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur) sem hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Þór og Þór/KA • Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (listskautar) sem hefur starfað fyrir Björninn, SR og Skautasamband Íslands.
Íþróttamaður ársins ÍSÍ Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira