Prísar sig sæla að hafa ekki fundið ástina í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2022 12:21 Vigdís Finnbogadóttir vildi lítið ræða ástina í viðtalinu við Heimi Má Pétursson. Vísir/Ívar Fannar Vigdís Finnbogadóttir forseti segir að þrátt fyrir ánægjulega dvöl í Frakklandi á háskólaárunum hafi hún aldrei orðið skotin í frönskum karlmanni. Vigdís fór um víðan völl í ítarlegu viðtali við Heimi Má Pétursson á annan dag jóla. Þar voru rifjuð upp árin hennar í Frakklandi. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum þar í landi. Fyrst við háskólann í Grenoble og síðar Sorbonne. Hún segir það hafa reynst vel að byrja í minni háskóla á meðan hún var að öðlast hugrekki til að tala tungumálið sem hún var að læra. París er oft nefnd borg ástarinnar. Vigdís segir ástina ekki hafa komið við sögu í París. „Almáttugur nei,“ segir Vigdís og skellir upp úr. „Ég var svo heppin að ég varð aldrei skotin í Fransmanni.“ Hún útskýrir nánar af hverju Frakkarnir hafi ekki heillað hana. „Þeir voru svo macho Frakkar, eða voru þá. Miklu meira þá en núna kannski. Þeir voru svo óskaplega mikið franskir, miklir karlar. Karlar voru svo miklir karlar í Frakklandi. Það voru miklu færri konur í háskólunum til dæmis. Núna eru þetta allt aðrir tímar.“ Vigdís varð fyrst kvenna lýðræðislega kjörin forseti í heiminum. Hún hefur alla tíð haldið einkalífi sínu nokkuð út af fyrir sig. Hún giftist Ragnari Arinbjarnar árið 1954 en þau skildu sjö árum síðar. Árið 1972 ættleiddi hún svo dóttur sína Ástríði og var að því er næst verður komist fyrst einhleypra kvenna til að ættleiða barn hér á landi. Annars hefur lítið frést af ástum og örlögum forsetans sem varð 92 ára fyrr á árinu. „Hvað er þetta, heldurðu að ég fari að segja þér það,“ svaraði Vigdís aðspurð um ástina. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri tilfinningu en ég ber hana ekki á torg.“ Ástin og lífið Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44 Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Vigdís fór um víðan völl í ítarlegu viðtali við Heimi Má Pétursson á annan dag jóla. Þar voru rifjuð upp árin hennar í Frakklandi. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum þar í landi. Fyrst við háskólann í Grenoble og síðar Sorbonne. Hún segir það hafa reynst vel að byrja í minni háskóla á meðan hún var að öðlast hugrekki til að tala tungumálið sem hún var að læra. París er oft nefnd borg ástarinnar. Vigdís segir ástina ekki hafa komið við sögu í París. „Almáttugur nei,“ segir Vigdís og skellir upp úr. „Ég var svo heppin að ég varð aldrei skotin í Fransmanni.“ Hún útskýrir nánar af hverju Frakkarnir hafi ekki heillað hana. „Þeir voru svo macho Frakkar, eða voru þá. Miklu meira þá en núna kannski. Þeir voru svo óskaplega mikið franskir, miklir karlar. Karlar voru svo miklir karlar í Frakklandi. Það voru miklu færri konur í háskólunum til dæmis. Núna eru þetta allt aðrir tímar.“ Vigdís varð fyrst kvenna lýðræðislega kjörin forseti í heiminum. Hún hefur alla tíð haldið einkalífi sínu nokkuð út af fyrir sig. Hún giftist Ragnari Arinbjarnar árið 1954 en þau skildu sjö árum síðar. Árið 1972 ættleiddi hún svo dóttur sína Ástríði og var að því er næst verður komist fyrst einhleypra kvenna til að ættleiða barn hér á landi. Annars hefur lítið frést af ástum og örlögum forsetans sem varð 92 ára fyrr á árinu. „Hvað er þetta, heldurðu að ég fari að segja þér það,“ svaraði Vigdís aðspurð um ástina. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri tilfinningu en ég ber hana ekki á torg.“
Ástin og lífið Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44 Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44
Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04