Allt um Kryddsíld 2022: Gestir í sal, húsband á staðnum og ólíkur hópur frá því í fyrra Snorri Másson skrifar 30. desember 2022 09:08 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri, Snorri Másson fréttamaður og Telma Tómasson gestgjafi hafa umsjón með Kryddsíld ársins 2022. Stöð 2/Vilhelm Kryddsíld Stöðvar 2 verður á sínum stað í beinni útsendingu klukkan tvö á síðasta degi ársins, 31. desember. Þar koma saman leiðtogar allra stjórnmálaflokka á Alþingi og gera upp árið 2022 hvort tveggja á sviði stjórnmálanna og í hinu persónulega lífi. Hér má sjá stiklu fyrir þáttinn, sem hefur í meira en þrjátíu ár verið fastur liður í hátíðarhöldum fólks vítt og breitt um landið. Breytt samsetning þáttargesta Það dregur til tíðinda að sá hópur stjórnmálamanna sem Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri, Snorri Másson fréttamaður og Telma Tómasson gestgjafi þáttarins taka á móti að þessu sinni er að fernu leyti ólíkur samsetningunni sem mætti á Hótel Borg í fyrra. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kemur í ár en vegna covid-sýkingar hans kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í hans stað í fyrra. Inga Sæland mætir hress til leiks en í fyrra forfallaðist hún, einmitt vegna þess sem var að hennar mati vafasöm viðvera Þórdísar Kolbrúnar í þættinum, sem var nýkomin úr einangrun. Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar sest í stól Loga Einarssonar, sem er hættur sem formaður flokksins. Loks verður Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fulltrúi Pírata í stað Halldóru Mogensen í fyrra. Ákavítið hlífði engum frekar en fyrri daginn í útsendingunni í fyrra, sem var sú síðasta sem Logi Einarsson þáverandi formaður Samfylkingarinnar tók þátt í í bili.Vísir/Vilhelm Húsband og áhorfendur í sal Til viðbótar við líflegar umræður sem vænta má um innlend stjórnmál er í Kryddsíldinni vaninn að svipta hulunni af vali fréttastofunnar á manni ársins. Á því er engin undantekning í ár. Tekið verður á móti stjórnmálaleiðtogum í sérlega skrautlegu og hátíðlegu myndveri á Suðurlandsbraut við undirleik húsbands og í félagsskap gesta í sal, en gestirnir eru nýjung í þættinum. Þá er skemmtiatriðis að vænta undir lok þáttar eins og hefðin býður. Kryddsíld hefur verið fastur liður í áramótahefðum fjölda Íslendinga í meira en 30 ár.Vísir/Vilhelm Kryddsíld opin áskrifendum Kryddsíld hefst klukkan 14 og stendur til 16. Útsendingin er opin áskrifendum Stöðvar 2 í sjónvarpi og á www.sjonvarp.stod2.is. Þeir sem ekki hafa áskrift að stöðinni eru hvattir til að tryggja sér hana í tæka tíð á þessari vefslóð hér eða í þjónustuveri okkar í síma 1817. Tryggðu þér áskrift hér: https://kaup.stod2.is/order?productId=41319 . Hafa má samband við þjónustuver okkar í síma 1817 eða á netspjallinu hér. Kryddsíld Áramót Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Hér má sjá stiklu fyrir þáttinn, sem hefur í meira en þrjátíu ár verið fastur liður í hátíðarhöldum fólks vítt og breitt um landið. Breytt samsetning þáttargesta Það dregur til tíðinda að sá hópur stjórnmálamanna sem Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri, Snorri Másson fréttamaður og Telma Tómasson gestgjafi þáttarins taka á móti að þessu sinni er að fernu leyti ólíkur samsetningunni sem mætti á Hótel Borg í fyrra. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kemur í ár en vegna covid-sýkingar hans kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í hans stað í fyrra. Inga Sæland mætir hress til leiks en í fyrra forfallaðist hún, einmitt vegna þess sem var að hennar mati vafasöm viðvera Þórdísar Kolbrúnar í þættinum, sem var nýkomin úr einangrun. Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar sest í stól Loga Einarssonar, sem er hættur sem formaður flokksins. Loks verður Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fulltrúi Pírata í stað Halldóru Mogensen í fyrra. Ákavítið hlífði engum frekar en fyrri daginn í útsendingunni í fyrra, sem var sú síðasta sem Logi Einarsson þáverandi formaður Samfylkingarinnar tók þátt í í bili.Vísir/Vilhelm Húsband og áhorfendur í sal Til viðbótar við líflegar umræður sem vænta má um innlend stjórnmál er í Kryddsíldinni vaninn að svipta hulunni af vali fréttastofunnar á manni ársins. Á því er engin undantekning í ár. Tekið verður á móti stjórnmálaleiðtogum í sérlega skrautlegu og hátíðlegu myndveri á Suðurlandsbraut við undirleik húsbands og í félagsskap gesta í sal, en gestirnir eru nýjung í þættinum. Þá er skemmtiatriðis að vænta undir lok þáttar eins og hefðin býður. Kryddsíld hefur verið fastur liður í áramótahefðum fjölda Íslendinga í meira en 30 ár.Vísir/Vilhelm Kryddsíld opin áskrifendum Kryddsíld hefst klukkan 14 og stendur til 16. Útsendingin er opin áskrifendum Stöðvar 2 í sjónvarpi og á www.sjonvarp.stod2.is. Þeir sem ekki hafa áskrift að stöðinni eru hvattir til að tryggja sér hana í tæka tíð á þessari vefslóð hér eða í þjónustuveri okkar í síma 1817. Tryggðu þér áskrift hér: https://kaup.stod2.is/order?productId=41319 . Hafa má samband við þjónustuver okkar í síma 1817 eða á netspjallinu hér.
Kryddsíld Áramót Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira