Allt um Kryddsíld 2022: Gestir í sal, húsband á staðnum og ólíkur hópur frá því í fyrra Snorri Másson skrifar 30. desember 2022 09:08 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri, Snorri Másson fréttamaður og Telma Tómasson gestgjafi hafa umsjón með Kryddsíld ársins 2022. Stöð 2/Vilhelm Kryddsíld Stöðvar 2 verður á sínum stað í beinni útsendingu klukkan tvö á síðasta degi ársins, 31. desember. Þar koma saman leiðtogar allra stjórnmálaflokka á Alþingi og gera upp árið 2022 hvort tveggja á sviði stjórnmálanna og í hinu persónulega lífi. Hér má sjá stiklu fyrir þáttinn, sem hefur í meira en þrjátíu ár verið fastur liður í hátíðarhöldum fólks vítt og breitt um landið. Breytt samsetning þáttargesta Það dregur til tíðinda að sá hópur stjórnmálamanna sem Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri, Snorri Másson fréttamaður og Telma Tómasson gestgjafi þáttarins taka á móti að þessu sinni er að fernu leyti ólíkur samsetningunni sem mætti á Hótel Borg í fyrra. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kemur í ár en vegna covid-sýkingar hans kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í hans stað í fyrra. Inga Sæland mætir hress til leiks en í fyrra forfallaðist hún, einmitt vegna þess sem var að hennar mati vafasöm viðvera Þórdísar Kolbrúnar í þættinum, sem var nýkomin úr einangrun. Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar sest í stól Loga Einarssonar, sem er hættur sem formaður flokksins. Loks verður Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fulltrúi Pírata í stað Halldóru Mogensen í fyrra. Ákavítið hlífði engum frekar en fyrri daginn í útsendingunni í fyrra, sem var sú síðasta sem Logi Einarsson þáverandi formaður Samfylkingarinnar tók þátt í í bili.Vísir/Vilhelm Húsband og áhorfendur í sal Til viðbótar við líflegar umræður sem vænta má um innlend stjórnmál er í Kryddsíldinni vaninn að svipta hulunni af vali fréttastofunnar á manni ársins. Á því er engin undantekning í ár. Tekið verður á móti stjórnmálaleiðtogum í sérlega skrautlegu og hátíðlegu myndveri á Suðurlandsbraut við undirleik húsbands og í félagsskap gesta í sal, en gestirnir eru nýjung í þættinum. Þá er skemmtiatriðis að vænta undir lok þáttar eins og hefðin býður. Kryddsíld hefur verið fastur liður í áramótahefðum fjölda Íslendinga í meira en 30 ár.Vísir/Vilhelm Kryddsíld opin áskrifendum Kryddsíld hefst klukkan 14 og stendur til 16. Útsendingin er opin áskrifendum Stöðvar 2 í sjónvarpi og á www.sjonvarp.stod2.is. Þeir sem ekki hafa áskrift að stöðinni eru hvattir til að tryggja sér hana í tæka tíð á þessari vefslóð hér eða í þjónustuveri okkar í síma 1817. Tryggðu þér áskrift hér: https://kaup.stod2.is/order?productId=41319 . Hafa má samband við þjónustuver okkar í síma 1817 eða á netspjallinu hér. Kryddsíld Áramót Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
Hér má sjá stiklu fyrir þáttinn, sem hefur í meira en þrjátíu ár verið fastur liður í hátíðarhöldum fólks vítt og breitt um landið. Breytt samsetning þáttargesta Það dregur til tíðinda að sá hópur stjórnmálamanna sem Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri, Snorri Másson fréttamaður og Telma Tómasson gestgjafi þáttarins taka á móti að þessu sinni er að fernu leyti ólíkur samsetningunni sem mætti á Hótel Borg í fyrra. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kemur í ár en vegna covid-sýkingar hans kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í hans stað í fyrra. Inga Sæland mætir hress til leiks en í fyrra forfallaðist hún, einmitt vegna þess sem var að hennar mati vafasöm viðvera Þórdísar Kolbrúnar í þættinum, sem var nýkomin úr einangrun. Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar sest í stól Loga Einarssonar, sem er hættur sem formaður flokksins. Loks verður Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fulltrúi Pírata í stað Halldóru Mogensen í fyrra. Ákavítið hlífði engum frekar en fyrri daginn í útsendingunni í fyrra, sem var sú síðasta sem Logi Einarsson þáverandi formaður Samfylkingarinnar tók þátt í í bili.Vísir/Vilhelm Húsband og áhorfendur í sal Til viðbótar við líflegar umræður sem vænta má um innlend stjórnmál er í Kryddsíldinni vaninn að svipta hulunni af vali fréttastofunnar á manni ársins. Á því er engin undantekning í ár. Tekið verður á móti stjórnmálaleiðtogum í sérlega skrautlegu og hátíðlegu myndveri á Suðurlandsbraut við undirleik húsbands og í félagsskap gesta í sal, en gestirnir eru nýjung í þættinum. Þá er skemmtiatriðis að vænta undir lok þáttar eins og hefðin býður. Kryddsíld hefur verið fastur liður í áramótahefðum fjölda Íslendinga í meira en 30 ár.Vísir/Vilhelm Kryddsíld opin áskrifendum Kryddsíld hefst klukkan 14 og stendur til 16. Útsendingin er opin áskrifendum Stöðvar 2 í sjónvarpi og á www.sjonvarp.stod2.is. Þeir sem ekki hafa áskrift að stöðinni eru hvattir til að tryggja sér hana í tæka tíð á þessari vefslóð hér eða í þjónustuveri okkar í síma 1817. Tryggðu þér áskrift hér: https://kaup.stod2.is/order?productId=41319 . Hafa má samband við þjónustuver okkar í síma 1817 eða á netspjallinu hér.
Kryddsíld Áramót Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira