Ótrúlegar senur á HM: Carlsen mætti á hlaupum, átti þrjátíu sekúndur eftir en vann samt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2022 15:21 Carlsen á sprettinum á leið í fyrstu skákina. Chess of India Norðmaðurinn Magnus Carlsen hóf heimsmeistaramótið í hraðskák með óvenjulegum hætti í dag. Hann mætti í fyrstu skák sína þegar aðeins þrjátíu sekúndur voru eftir af klukkunni hans, var með svart en landaði samt sigri. Carlsen er staddur í Almaty í Kasakstan þar sem heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fer fram. Keppni í atskák hófst á jóladag og tryggði Carlsen sér sigur í gær. Í dag hófst svo keppni í hraðskák þar sem Carlsen er sem fyrr líklegur til sigurs. Allt benti þó til þess að uppskeran yrði rýr í fyrstu skákinni gegn stórmeistaranum Valdislav Kovaljov frá Hvíta-Rússlandi. Skipuleggjendur sýndu Carlsen nokkurn skilning og hófst keppni ekki á slaginu þrjú eins og til stóð. Eftir nokkra bið ákvað dómari að setja skák Carlsen og Kovaljov í gang þótt Carlsen væri ekki mættur. Kovaljov var með hvítt, lék peði fram og smellti á klukkuna. Í hraðskákinni byrjar hvor keppandi með þrjár mínútur á klukkunni. Tíminn byrjaði því að hlaupa frá Carlsen sem eftir tvær mínútur kom á harðahlaupum inn í keppnissalinn klæddur í íþróttaföt; joggingbuxur og hettupeysu. Þrjátíu sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Carlsen tók í höndina á andstæðing sínum og lék sinn fyrsta leik. Carlsen með landa sínum Benjamin Haldorsen í brekkunum í morgun.@magnus_carlsen Nokkrum mínútur síðar hafði Carlsen landað sigri og gat andað léttar. Ástæðan fyrir töfinni var sú að Carlsen hafði farið í skipulagða skíðaferð en Almaty er þekkt fyrir fallegar skíðabrekkur sínar. Töf varð á heimferð sem olli því að Carlsen skilaði sér seint á keppnisstað. Sagði hann töluverðar tafir hafa orðið í umferð. „Þetta er auðvitað mitt klúður, við festumst í umferð. Það tók endalausan tíma og var frekar pirrandi en reddaðist á endanum,“ sagði Carlsen við norska ríkisútvarpið. Carlsen braut reglur skipuleggjenda með klæðaburði sínum en skipti um föt fyrir næstu skák. Hann vann fyrstu fimm skákir sínar en virtist þreytast þegar á leið. Síðustu fimm skákunum lauk öllum með jafntefli. Hann lauk keppnisdeginum með níu vinninga og verður hálfum vinningi hið minnsta á eftir efsta manni í lok fyrri keppnisdags af tveimur. Keppendur tefla níu skákir á morgun. Skák Kasakstan Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Sjá meira
Carlsen er staddur í Almaty í Kasakstan þar sem heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fer fram. Keppni í atskák hófst á jóladag og tryggði Carlsen sér sigur í gær. Í dag hófst svo keppni í hraðskák þar sem Carlsen er sem fyrr líklegur til sigurs. Allt benti þó til þess að uppskeran yrði rýr í fyrstu skákinni gegn stórmeistaranum Valdislav Kovaljov frá Hvíta-Rússlandi. Skipuleggjendur sýndu Carlsen nokkurn skilning og hófst keppni ekki á slaginu þrjú eins og til stóð. Eftir nokkra bið ákvað dómari að setja skák Carlsen og Kovaljov í gang þótt Carlsen væri ekki mættur. Kovaljov var með hvítt, lék peði fram og smellti á klukkuna. Í hraðskákinni byrjar hvor keppandi með þrjár mínútur á klukkunni. Tíminn byrjaði því að hlaupa frá Carlsen sem eftir tvær mínútur kom á harðahlaupum inn í keppnissalinn klæddur í íþróttaföt; joggingbuxur og hettupeysu. Þrjátíu sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Carlsen tók í höndina á andstæðing sínum og lék sinn fyrsta leik. Carlsen með landa sínum Benjamin Haldorsen í brekkunum í morgun.@magnus_carlsen Nokkrum mínútur síðar hafði Carlsen landað sigri og gat andað léttar. Ástæðan fyrir töfinni var sú að Carlsen hafði farið í skipulagða skíðaferð en Almaty er þekkt fyrir fallegar skíðabrekkur sínar. Töf varð á heimferð sem olli því að Carlsen skilaði sér seint á keppnisstað. Sagði hann töluverðar tafir hafa orðið í umferð. „Þetta er auðvitað mitt klúður, við festumst í umferð. Það tók endalausan tíma og var frekar pirrandi en reddaðist á endanum,“ sagði Carlsen við norska ríkisútvarpið. Carlsen braut reglur skipuleggjenda með klæðaburði sínum en skipti um föt fyrir næstu skák. Hann vann fyrstu fimm skákir sínar en virtist þreytast þegar á leið. Síðustu fimm skákunum lauk öllum með jafntefli. Hann lauk keppnisdeginum með níu vinninga og verður hálfum vinningi hið minnsta á eftir efsta manni í lok fyrri keppnisdags af tveimur. Keppendur tefla níu skákir á morgun.
Skák Kasakstan Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Sjá meira