„Vonandi helst ljósið á“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. desember 2022 21:30 Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Rariks segir að neyðarástand hafa skapast þegar rafmagn fór af Reyðarfirði í dag. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi segir að fólk hafi fljótt farið að finna fyrir kuldanum í rafmagnsleysinu. Vísir/Sigurjón Neyðarástand skapaðist þegar Reyðarfjörður og nágrenni var án hita og rafmagns í fimm klukkustundir í dag, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Rariks. Bæjarfulltrúi segir íbúum hafa brugðið enda mikið frost á svæðinu. Vísbendingar eru um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið. Það var klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun sem allt rafmagn fór af Reyðarfirði og nágrenni en það er líka notað til húshitunar á svæðinu. Rafmagnsleysið kom á slæmum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og mikið frost. Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá rekstrarsviði Rariks segir að hratt hafi verið brugðist við. „Þetta var skilgreint sem neyðarástand. Það er náttúrulega alltaf sérstaklega mikið áhyggjuefni þegar fólk er bæði rafmagnslaust og húsin verða köld. Þannig að við fórum í fullt viðbragð og það var allt gert til að reyna að koma þessu inn eins hratt og auðið var,“ segir Helga. Um var að ræða bilun í spenni á spennistöðinni Stuðlum en hann var svo settur aftur í gang rétt fyrir tvö í dag. „Við vitum ekki ástæðu bilunarinnar en það getur auðvitað haft áhrif að það er búið að vera mjög kalt, mikill snjór og mikið álag. Á sama tíma hafa mörg varaplön verið ákveðin hjá okkur. Það er verið að skoða að færa varavélar á staðinn, aflspenni og varaaflspenni. Við höfum líka verið í sambandi við Landsnet um að fá að tengja okkur inn á þeirra spenni ef á þarf að halda,“ segir hún. Eskfirðingar voru tilbúnir fyrir vini sína Þrátt fyrir rafmagnsleysið í morgun voru einhverjir sem létu sig hafa það að versla í Krónunni. Þá mátti sjá myndbönd frá Reyðfirðingum í morgun sem lásu með höfuðljósi, notuðu batterí og sýndu draugalegan Reyðarfjörð í rafmagnsleysi. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð var feginn að fá rafmagnið aftur á í dag. „Maður fann að það byrjaði að kólna ansi hratt í húsinu og ég heyrði í nokkrum íbúum sem töluðu um að vindkælingin væri farin að kæla húsin þeirra niður,“ segir hann. Hann segir að fólk hafi þegar byrjað að undirbúa sig fyrir langt rafmagnsleysi. „Hér var allt lokað og það var byrjað að reyna að bjarga verðmætum í kælum og öðru. Þá voru vinir okkar á Eskifirði tilbúnir að opna fyrir okkur félagsheimili og annað,“ segir hann. „Það er mjög slæmt þegar svona kemur upp. Við vitum hvað þetta er erfitt fyrir fólkið. Við erum mjög fegin að það tókst að koma þessu í lag og vonandi helst ljósið á,“ segir Helga framkvæmdastjóri hjá Rarik að lokum. Í tilkynningu frá Rarik frá því að rafmagni var aftur komið á, kemur fram að vísbendingar séu um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið. Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Það var klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun sem allt rafmagn fór af Reyðarfirði og nágrenni en það er líka notað til húshitunar á svæðinu. Rafmagnsleysið kom á slæmum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og mikið frost. Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá rekstrarsviði Rariks segir að hratt hafi verið brugðist við. „Þetta var skilgreint sem neyðarástand. Það er náttúrulega alltaf sérstaklega mikið áhyggjuefni þegar fólk er bæði rafmagnslaust og húsin verða köld. Þannig að við fórum í fullt viðbragð og það var allt gert til að reyna að koma þessu inn eins hratt og auðið var,“ segir Helga. Um var að ræða bilun í spenni á spennistöðinni Stuðlum en hann var svo settur aftur í gang rétt fyrir tvö í dag. „Við vitum ekki ástæðu bilunarinnar en það getur auðvitað haft áhrif að það er búið að vera mjög kalt, mikill snjór og mikið álag. Á sama tíma hafa mörg varaplön verið ákveðin hjá okkur. Það er verið að skoða að færa varavélar á staðinn, aflspenni og varaaflspenni. Við höfum líka verið í sambandi við Landsnet um að fá að tengja okkur inn á þeirra spenni ef á þarf að halda,“ segir hún. Eskfirðingar voru tilbúnir fyrir vini sína Þrátt fyrir rafmagnsleysið í morgun voru einhverjir sem létu sig hafa það að versla í Krónunni. Þá mátti sjá myndbönd frá Reyðfirðingum í morgun sem lásu með höfuðljósi, notuðu batterí og sýndu draugalegan Reyðarfjörð í rafmagnsleysi. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð var feginn að fá rafmagnið aftur á í dag. „Maður fann að það byrjaði að kólna ansi hratt í húsinu og ég heyrði í nokkrum íbúum sem töluðu um að vindkælingin væri farin að kæla húsin þeirra niður,“ segir hann. Hann segir að fólk hafi þegar byrjað að undirbúa sig fyrir langt rafmagnsleysi. „Hér var allt lokað og það var byrjað að reyna að bjarga verðmætum í kælum og öðru. Þá voru vinir okkar á Eskifirði tilbúnir að opna fyrir okkur félagsheimili og annað,“ segir hann. „Það er mjög slæmt þegar svona kemur upp. Við vitum hvað þetta er erfitt fyrir fólkið. Við erum mjög fegin að það tókst að koma þessu í lag og vonandi helst ljósið á,“ segir Helga framkvæmdastjóri hjá Rarik að lokum. Í tilkynningu frá Rarik frá því að rafmagni var aftur komið á, kemur fram að vísbendingar séu um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið.
Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47