Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Snorri Másson skrifar 31. desember 2022 14:52 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, virðist ná til kjósenda samkvæmt könnunum. Vísir Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. Greint var frá niðurstöðunum í Kryddsíld Stöðvar 2. Kristrún Frostadóttir brýst fram á sviðið sem nokkuð óumdeildur leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hún skorar hæst allra flokksleiðtoga á þingi; 42% segja hana hafa staðið sig vel, enginn fær eins góða einkunn; og aðeins 20% segja hana hafa staðið sig illa, enginn sleppur eins vel frá þeim sleggjudómi. Fast á hæla Kristrúnar fylgir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, 37,5% segja hana hafa staðið sig vel en 35,9% segja hana hafa staðið sig illa. Næstur er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins en tæp 30 prósent segja hann hafa staðið sig vel en 27,8% illa. Svo er Inga Sæland á svipuðum slóðum og Sigurður Ingi en eilítið fleirum finnst hún hafa staðið sig illa, 34 prósentum. Næst kemur Þorgerður Katrín; hún stóð sig vel samkvæmt tuttugu og tveimur prósentum fólks. Gamall flokksbróðir Þorgerðar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, er samkvæmt 21% fólks sagður hafa staðið sig vel. Um hann eru greinilega deildari meiningar en flesta aðra stjórnmálamenn því að meira en helmingur manna, 53%, segja Bjarna hafa staðið sig illa. Neðstur á listanum er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, sem bíður óumdeilanlegan ósigur í þessari óformlegu vinsældakosningu; 11% segja hann hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu en 62,3% illa. Kristrún skýst upp listann Maskína spurði þátttakendur í könnuninni þeirrar einföldu spurningar: Hver væri besti forsætisráðherrann að þínu mati? Katrín Jakobsdóttir sitjandi forsætisráðherra skorar þar hæst með 33,9% en tíðindum sætir að Kristrún Frostadóttir skýst þar upp í annað sætið með 22,9% sem telja að hún væri besti forsætisráðherrann. Næstur á eftir Kristrúnu kemur Bjarni Benediktsson með 7,6%, Þorgerður Katrín með 6,2% og svo Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð og Inga Sæland á svipuðum slóðum. Um 4 prósent velja Pírata og meira en 10% fólk sem ekki er á þessum lista. Og skákar Bjarna Fólk var einnig spurt hver yrði besti fjármálaráðherrann að þeirra mati og þar fer einn stjórnmálamaður með afgerandi forystu, nefnilega Kristrún Frostadóttir. 31,3% aðspurðra telja að Kristrún væri besti fjármálaráðherrann. Á eftir Kristrúnu kemur sitjandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson með 23,7% kosningu. Þar á eftir er Þorgerður Katrín með 9%, Katrín Jakobsdóttir og Inga Sæland með um 6%, Sigmundur Davíð með tæp fimm prósent og restin fær enn minni kosningu. Skoðanakannanir Samfylkingin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Sjá meira
Greint var frá niðurstöðunum í Kryddsíld Stöðvar 2. Kristrún Frostadóttir brýst fram á sviðið sem nokkuð óumdeildur leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hún skorar hæst allra flokksleiðtoga á þingi; 42% segja hana hafa staðið sig vel, enginn fær eins góða einkunn; og aðeins 20% segja hana hafa staðið sig illa, enginn sleppur eins vel frá þeim sleggjudómi. Fast á hæla Kristrúnar fylgir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, 37,5% segja hana hafa staðið sig vel en 35,9% segja hana hafa staðið sig illa. Næstur er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins en tæp 30 prósent segja hann hafa staðið sig vel en 27,8% illa. Svo er Inga Sæland á svipuðum slóðum og Sigurður Ingi en eilítið fleirum finnst hún hafa staðið sig illa, 34 prósentum. Næst kemur Þorgerður Katrín; hún stóð sig vel samkvæmt tuttugu og tveimur prósentum fólks. Gamall flokksbróðir Þorgerðar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, er samkvæmt 21% fólks sagður hafa staðið sig vel. Um hann eru greinilega deildari meiningar en flesta aðra stjórnmálamenn því að meira en helmingur manna, 53%, segja Bjarna hafa staðið sig illa. Neðstur á listanum er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, sem bíður óumdeilanlegan ósigur í þessari óformlegu vinsældakosningu; 11% segja hann hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu en 62,3% illa. Kristrún skýst upp listann Maskína spurði þátttakendur í könnuninni þeirrar einföldu spurningar: Hver væri besti forsætisráðherrann að þínu mati? Katrín Jakobsdóttir sitjandi forsætisráðherra skorar þar hæst með 33,9% en tíðindum sætir að Kristrún Frostadóttir skýst þar upp í annað sætið með 22,9% sem telja að hún væri besti forsætisráðherrann. Næstur á eftir Kristrúnu kemur Bjarni Benediktsson með 7,6%, Þorgerður Katrín með 6,2% og svo Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð og Inga Sæland á svipuðum slóðum. Um 4 prósent velja Pírata og meira en 10% fólk sem ekki er á þessum lista. Og skákar Bjarna Fólk var einnig spurt hver yrði besti fjármálaráðherrann að þeirra mati og þar fer einn stjórnmálamaður með afgerandi forystu, nefnilega Kristrún Frostadóttir. 31,3% aðspurðra telja að Kristrún væri besti fjármálaráðherrann. Á eftir Kristrúnu kemur sitjandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson með 23,7% kosningu. Þar á eftir er Þorgerður Katrín með 9%, Katrín Jakobsdóttir og Inga Sæland með um 6%, Sigmundur Davíð með tæp fimm prósent og restin fær enn minni kosningu.
Skoðanakannanir Samfylkingin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Sjá meira