Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 17:29 Til þess gæti komið að Reykjanesbrautinni verði lokað á morgun. Vísir/Vilhelm Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. Veðurstofa Íslands uppfærði viðvaranakort sitt fyrir skömmu. Nú er búist við snjókomu og skafrenningi víða á sunnan og vestanverðu landinu á morgun og éljum norðantil á nýársmorgunn. „Vegna hátíðanna er margt fólk á ferli og má því ætla að samfélagsleg áhrif veðursins verði mikil. Við bendum fólki á að fylgjast vel með veðurspá, viðvörunum og færð,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á Suðurlandi verður appelsínugul viðvörun í gildi á milli 07 og 15 á morgun með austan hvassviðri og talsverðri eða mikilli snjókomu. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 02 í nótt á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði og gildir fram á hádegi á nýársdag. Klukkan 03 í nótt tekur gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum vegna austan hvassviðri eða hríð og gildir til klukkan 17. Þá verður gul viðvörun í gildi milli klukkan 09 og 19 á morgun á Suðausturlandi vegna allhvassrar austanáttar með talsverðri eða mikilli snjókomu. Reiðubúnir að selflytja flugfarþega Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur og þeir sem eiga pantað flug að morgni gamlársdags hvattir til að fylgjast vel með færð á vefnum umferdin.is og flugáætlunum flugfélaga. þar segir að færð verði víða þung á Suður- og Suðausturlandi og mögulega komi til þess að vegum verði lokað. „Vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut er Vegagerðin í viðbragðsstöðu og keppst verður við að halda Reykjanesbraut opinni eins mikið og kostur er. Ef til lokunar kemur er líklegt að skoðaður verði fylgdarakstur á rútum milli höfuðborgarsvæðis og flugstöðvar í samráði við Isavia,“ segir í tilkynningu Þá segir að til þess gæti komið að Hellisheiði og Þrengslavegi verði lokað milli 06 og 09. Líklega muni lægja að morgni gamlársdags en þó megi búast við því að færð geti spillst aðfaranótt nýársdags og fram eftir degi á nýársdag. Veður Umferð Færð á vegum Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Veðurstofa Íslands uppfærði viðvaranakort sitt fyrir skömmu. Nú er búist við snjókomu og skafrenningi víða á sunnan og vestanverðu landinu á morgun og éljum norðantil á nýársmorgunn. „Vegna hátíðanna er margt fólk á ferli og má því ætla að samfélagsleg áhrif veðursins verði mikil. Við bendum fólki á að fylgjast vel með veðurspá, viðvörunum og færð,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á Suðurlandi verður appelsínugul viðvörun í gildi á milli 07 og 15 á morgun með austan hvassviðri og talsverðri eða mikilli snjókomu. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 02 í nótt á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði og gildir fram á hádegi á nýársdag. Klukkan 03 í nótt tekur gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum vegna austan hvassviðri eða hríð og gildir til klukkan 17. Þá verður gul viðvörun í gildi milli klukkan 09 og 19 á morgun á Suðausturlandi vegna allhvassrar austanáttar með talsverðri eða mikilli snjókomu. Reiðubúnir að selflytja flugfarþega Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur og þeir sem eiga pantað flug að morgni gamlársdags hvattir til að fylgjast vel með færð á vefnum umferdin.is og flugáætlunum flugfélaga. þar segir að færð verði víða þung á Suður- og Suðausturlandi og mögulega komi til þess að vegum verði lokað. „Vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut er Vegagerðin í viðbragðsstöðu og keppst verður við að halda Reykjanesbraut opinni eins mikið og kostur er. Ef til lokunar kemur er líklegt að skoðaður verði fylgdarakstur á rútum milli höfuðborgarsvæðis og flugstöðvar í samráði við Isavia,“ segir í tilkynningu Þá segir að til þess gæti komið að Hellisheiði og Þrengslavegi verði lokað milli 06 og 09. Líklega muni lægja að morgni gamlársdags en þó megi búast við því að færð geti spillst aðfaranótt nýársdags og fram eftir degi á nýársdag.
Veður Umferð Færð á vegum Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira